Náttúrufræðingurinn

Árgangur
Tölublað

Náttúrufræðingurinn - 2023, Blaðsíða 9

Náttúrufræðingurinn - 2023, Blaðsíða 9
Vistfræðilegar rannsóknir á svæð- inu hafa beinst í margar áttir og þjónað margvíslegum tilgangi. Í fyrsta lagi er vatnið og svæðið allt einstakur staður þar sem vísindamenn hljóta að hrífast af ögrandi spurningum. Í öðru lagi er svæðið auðugt að náttúruauðlindum sem eru bæði breytilegar og í sífelldri hættu vegna ásóknar manna. Í þriðja lagi er það svo að eftir því sem tíminn líður og upplýsingar safnast fyrir verður auðveldara að skilja ferla sem eru háðir tímanum, sem einmitt á við um marga villta stofna. RANNSÓKNIR OG NÚTÍMAÞRÓUN Enda þótt Mývatn væri þegar á 18. öld þekkt fyrir mýið, silunginn og end- urnar, að viðbættum Mývatnseldum, var sveitin fremur afskekkt og lengi nokkuð gamaldags í verkmenningu (1. tafla). Iðnvæðing á Mývatnssvæðinu hófst á fjórða áratug síðustu aldar með virkjun Laxár til rafmagnsframleiðslu. Fyrsta virkjunin tók til starfa árið 1939, nýjar stíflur fylgdu á eftir og smám saman birt- ust nýjar og allróttækar hugmyndir frá virkjunarmönnum. Upp úr 1960 hófust harðar deilur um virkjun Laxár og lauk ekki fyrr en 1973 með samkomulagi.3 Í samkomulaginu fólst meðal annars að Mývatns- og Laxársvæðið skyldi frið- lýst með lögum. Grundvöllur var lagður að þekkingu á vistfræði svæðisins með rannsóknum 1971–1974 og birtust niður- stöður þeirra í tímaritinu Oikos 1979.1 Náttúrurannsóknastöð var stofnuð 1974 og fljótlega hófust frekari rannsóknir. Áhersla var lögð á vöktun lífríkisins og breytileika í tíma og rúmi. Um þetta leyti var unnið að því að Ísland gerðist aðili að sáttmála um vernd votlendis og 1978 voru Mývatn og Laxá færð á alþjóðlega skrá (Ramsar-skrána) um votlend svæði með alþjóðlegt verndargildi. Á sjöunda áratugnum var ýmislegt fleira að gerast í iðnvæðingaráformum Íslendinga og ekki allt til gæfu. Í ljós kom að botnleðja Mývatns var aðallega sam- sett úr barnamold (kísilgúr) sem nýtan- leg er í síur og aðsogsefni (e. adsorbent) í margs konar framleiðsluvörum. Náma- gröftur í botni Mývatns hófst árið 1967. Fáeinum árum síðar hrundi andavarp og silungsveiði. Um leið varð breyting á sumarfæðu bleikju og kafandar. Mestu munaði að botnkrabbadýrið kornáta (Eurycercus lamellatus) sást nú sjaldan í mögum en hafði áður verið ein aðal- fæðutegundin.4 Bleikjuveiðin hefur enn ekki náð sér eftir rúm 50 ár og þær andar- tegundir sem byggja á kornátu (duggönd Aythya marila, hrafnsönd Melanitta ni- gra og hávella Clangula hyemalis), eru enn frekar fáliðaðar. Kringum 1990 hugðu kísilnámsmenn á frekari námavinnslu þegar botnsetið var á þrotum í Ytriflóa. Þar höfðu þegar myndast dýpkuð flæmi sem tóku til sín um fimmtung af árlegri setmyndun Mývatns. Sýnt þótti að námagröftur á Bolum og í Syðriflóa myndi taka til sín enn meira af nýmyndun setsins, eða um 34–64%.5 Enda þótt dýpkaða svæðið væri enn frekar lítið, aðeins um 10% af flatarmáli Mývatns, var orðið ljóst að nýmyndað set sem rak inn á dýpkuðu svæðin hefði við óbreytt skilyrði verið undirstaða vistkerfis sem nú átti undir högg að sækja. Þannig hafði námugröft- urinn mikil áhrif á botnlífið, og í gegnum fæðuvefinn á stofna fiska og fugla.6 Dýpkunin sem slík hafði einnig bein áhrif á vatnafugla með því að eyðileggja grunnsvæði sem álftir (Cygnus cygnus) og gráendur (Anas spp.) notuðu. Álftum sem felldu fjaðrir á Mývatni fækk- aði línulega með flatarmáli ódýpkaðra grunnsvæða.7 Loks leiddi námagröft- urinn af sér endurlosun næringarefna þannig að fosfór hafði aukist um 7% og köfnunarefni um 80% í vatninu.8, 9 Til að gera langa sögu stutta: Enginn vafi leikur nú á því að námagröftur á botni Mývatns minnkar svæðið sem vatnafuglar hafa til fæðuöflunar, og truflar auk þess fæðuvefinn sem byggist á lífrænu nýmynduðu seti. Nýjustu niðurstöður um afleiðingar þessarar athafnasemi á vistkerfi Mývatns má lesa um í tímaritinu Aquatic Ecology 2004.5 Námuvinnslu var hætt árið 2004 en ein ógnin tekur við af annarri. Næst þarf að draga úr hættulegri mengun vatnakerf- isins frá ræktun og ferðamennsku. Hávella – Long-tailed Duck. Ljósm./Photo: Daníel Bergmann 97 Ritrýnd grein / Peer reviewed
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Náttúrufræðingurinn

Undirtitill:
alþýðlegt fræðslurit um náttúrufræði
Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
0028-0550
Tungumál:
Árgangar:
92
Fjöldi tölublaða/hefta:
295
Skráðar greinar:
Gefið út:
1931-í dag
Myndað til:
2023
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Náttúrufræði.
Styrktaraðili:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað: 3.-4. tölublað (2023)
https://timarit.is/issue/435849

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

3.-4. tölublað (2023)

Aðgerðir: