Náttúrufræðingurinn

Árgangur
Tölublað

Náttúrufræðingurinn - 2023, Blaðsíða 72

Náttúrufræðingurinn - 2023, Blaðsíða 72
INNGANGUR Hettumáfur (Chroicocephalus ridibundus) (1. mynd) er algengur varpfugl á láglendi um nær allt land. Stofnstærðin hefur verið áætluð 25.000-30.000 pör í 350- 400 vörpum.1 Í Eyjafirði hefur varp hettumáfa verið vaktað á fimm ára fresti frá vor- inu 1990 og voru niðurstöður þeirrar talningar birtar árið 1993.2 Gerð var grein fyrir talningum 1995 og 2000 árið 20053 og talningunum 2005, 2010 og 2015 árið 2017.4 Hér er gerð grein fyrir talningu 2020. Landnám og upphaf vöktunar á hettumáfum er rakin nánar í fyrstu greininni sem kom út árið 1993.2 Vöktun var hafin á hettumáfum í Eyjafirði vegna umræðu um að þeim hefði fjölgað svo mikið að til vandræða horfði. Varp hettumáfa er hvergi vaktað hér á landi á jafn stóru svæði og í Eyjafirði, en stök vörp hafa verið talin með óreglulegu millibili víða um land. Talningarnar í Eyjafirði ættu að gefa góða vísbendingu um breytingar á varpstofni hettumáfa í landinu. Vöktun hettumáfs fer fram á sama tíma og vöktun stormmáfs (Larus canus) á sama svæði.5 Almennt má segja að vöktun með stöðluðum aðferðum sé nauðsynleg til að afla tölulegra gagna um framvindu fuglastofna. VÖKTUNARSVÆÐI OG TALNINGARAÐFERÐIR Vöktunarsvæðið í Eyjafirði er um 556 km2 að stærð og nær frá Ólafsfirði í norðri vestan fjarðar suður fyrir Hóls- gerði, fremsta bæ í Eyjafjarðarsveit, og rétt út fyrir Grenivík austan fjarðar (2. mynd). Svæðið er neðan 200 m hæðar yfir sjó og telur um 2,2% láglendis Ís- lands en enga hettumáfa er að finna í varpi hærra frá sjó. Talningar fóru fram á tímabilinu 21. maí til 3. júní. Vorið 2020 var óvenju kalt og snjóar héldust lengi fram eftir, einkum við ut- anverðan fjörðinn. Í Ólafsfirði var sum- arkoman greinilega styttra á veg komin en inni í Eyjafirði þegar talið var 24. maí og var land ennþá víða undir eða nýkomið undan snjó. Vatnsendamýrar innan við Ólafsfjarðarvatn voru enn- fremur á floti og hélst svo lengi fram eftir vori (3. mynd). Hettumáfar sem þar urpu áður höfðu því takmarkað land til varps. Þess vegna var farið aftur til að telja í Ólafsfirði 31. maí. Í hettumáfsvörpum eru talningarein- ingar þessar: (1) hreiður með eggjum eða ungum, (2) tóm hreiður, (3) fjöldi fugla á hreiðri og (4) heildarfjöldi fugla á varpstað, sjá nánar í fyrri heimild.2 Vorið 2020 voru allar þessar aðferðir notaðar en hvaða aðferð var beitt hverju sinni fór eftir aðstæðum á hverjum stað. Talning á fjölda hreiðra eða fjölda fugla á hreiðri gefur nákvæmastar niður- stöður þegar öruggt er að öll hreiður hafi fundist og öll pör orpin. Stundum eru aðstæður þannig í hettumáfsvörpum að erfitt er að komast að hreiðrum. Hreiðurleit getur einnig verið tímafrek og valdið óþarfa truflun í varpi. Taln- ingar úr fjarlægð eru því heppilegastar. 2. mynd. Vöktunarsvæði hettumáfs í Eyja- firði, ásamt staðsetningu varpa 2020 og allra fyrri varpa frá 1990. – The area in Eyjafjörður (N-Iceland) which is monitored in relation to Black-headed Gulls. The unbroken line indi- cates 200 m a.s.l. Red dots indicate where the birds nested in 2020, while circles show where nesting took place every fifth year back to 1990. Náttúrufræðingurinn 160 Ritrýnd grein / Peer reviewed
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað: 3.-4. tölublað (2023)
https://timarit.is/issue/435849

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

3.-4. tölublað (2023)

Aðgerðir: