Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2023, Blaðsíða 16

Náttúrufræðingurinn - 2023, Blaðsíða 16
LOKAORÐ Hér verður reynt að skerpa túlkun rannsóknarniðurstaðnanna um Mý- vatnsendur. Æskilegt er að bera þessar niðurstöður saman við aðrar athuganir, þar sem það er hægt, og taka um leið mið af framförum í almennri vistfræði- legri kenningu. Þrjár hliðar rannsóknanna eru sérlega áhugaverðar. 1) Spurningin um takmörk varpstofna og viðkomu hjá syrpu af skyldum tegundum sem eru ólíkar í dreifiat- ferli, ferðaháttum og öðrum lifnað- arháttum. Fæðuskilyrði hafa sterk áhrif á ungaframleiðslu, fullorðnir varp- fuglar svara framboði næringarríkrar fæðu með því að dreifa sér í samræmi við dreifingu fæðunnar, og fjöldi unga sem kemst á legg fer eftir framboði fæðunnar. Varpfuglarnir svara breyti- legum fæðuskilyrðum með dreifiatferli að vorinu, og bein svörun vegna góðrar afkomu unga reynist fyrirferðarminni. 2) Búsvæði andanna í Mývatnssveit er mjög frábrugðið öðrum varpstöðvum þar sem andarstofnar hafa verið rann- sakaðir. Sveiflukenndir ferlar í einu hlutfallslega stóru vatni (Mývatni) stjórna bæði fæðunni og andarstofn- unum og hafa áhrif á hve margir fuglar koma á önnur stöðuvötn. Þessir sömu ferlar stjórna einnig þeirri næringu sem berst til Laxár og þar með afkomu anda og urriða í ánni. Við þetta bætist að vatnakerfið er einangrað og einstætt. Stærðarskalinn er því mjög ólíkur því sem gerist á öðrum stöðum þar sem vötn og votlendi eru smærri og fleiri og dreifð yfir stór landflæmi. Þar er hægt að búast við meiri fjölbreytileika og minni áhrifum einstakra vatnakerfa á farstofna. 3) Breytileg gæði varpstaðarins, einkum breytilegt framboð næringarríkrar fæðu,43 virðist stýra bæði þéttleika og viðkomu á varpstöðvunum. Þó má færa rök fyrir því að heildarstofninn (farleiðarstofn- inn) skuli fremur hafður til viðmiðunar þegar spurt er hvað stjórni þéttleika í stofnum þegar til lengdar lætur.44 Sé gengið út frá farleiðarstofninum má gera ráð fyrir því að hann takmarkist bæði af skilyrðum á mörgum varp- stöðvum og einnig af öðrum stöðum sem stofninn nýtir. Ef eingöngu er spurt um staka varpstaði innan útbreiðslu- svæðis heildarstofns verður að gera ráð fyrir að lífsskilyrði á hverjum stað tak- marki þéttleikann. Spurningin um það hvar á út- breiðslusvæðinu þéttleiki farstofna tak- markist var töluvert til umræðu í upp- hafi þessarar rannsóknar upp úr 1970. Sumum, ekki síst þeim sem töldu sig eiga hagsmuna að gæta við iðnvæðingu Mý- vatnssveitar eða trúðu á blessun hennar, fannst að lélegt gengi silungsveiða og Rauðhöfðaönd – Eurasian Wigeon. Ljósm./Photo: Daníel Bergmann Náttúrufræðingurinn 104 Ritrýnd grein / Peer reviewed
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.