Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2023, Síða 16

Náttúrufræðingurinn - 2023, Síða 16
LOKAORÐ Hér verður reynt að skerpa túlkun rannsóknarniðurstaðnanna um Mý- vatnsendur. Æskilegt er að bera þessar niðurstöður saman við aðrar athuganir, þar sem það er hægt, og taka um leið mið af framförum í almennri vistfræði- legri kenningu. Þrjár hliðar rannsóknanna eru sérlega áhugaverðar. 1) Spurningin um takmörk varpstofna og viðkomu hjá syrpu af skyldum tegundum sem eru ólíkar í dreifiat- ferli, ferðaháttum og öðrum lifnað- arháttum. Fæðuskilyrði hafa sterk áhrif á ungaframleiðslu, fullorðnir varp- fuglar svara framboði næringarríkrar fæðu með því að dreifa sér í samræmi við dreifingu fæðunnar, og fjöldi unga sem kemst á legg fer eftir framboði fæðunnar. Varpfuglarnir svara breyti- legum fæðuskilyrðum með dreifiatferli að vorinu, og bein svörun vegna góðrar afkomu unga reynist fyrirferðarminni. 2) Búsvæði andanna í Mývatnssveit er mjög frábrugðið öðrum varpstöðvum þar sem andarstofnar hafa verið rann- sakaðir. Sveiflukenndir ferlar í einu hlutfallslega stóru vatni (Mývatni) stjórna bæði fæðunni og andarstofn- unum og hafa áhrif á hve margir fuglar koma á önnur stöðuvötn. Þessir sömu ferlar stjórna einnig þeirri næringu sem berst til Laxár og þar með afkomu anda og urriða í ánni. Við þetta bætist að vatnakerfið er einangrað og einstætt. Stærðarskalinn er því mjög ólíkur því sem gerist á öðrum stöðum þar sem vötn og votlendi eru smærri og fleiri og dreifð yfir stór landflæmi. Þar er hægt að búast við meiri fjölbreytileika og minni áhrifum einstakra vatnakerfa á farstofna. 3) Breytileg gæði varpstaðarins, einkum breytilegt framboð næringarríkrar fæðu,43 virðist stýra bæði þéttleika og viðkomu á varpstöðvunum. Þó má færa rök fyrir því að heildarstofninn (farleiðarstofn- inn) skuli fremur hafður til viðmiðunar þegar spurt er hvað stjórni þéttleika í stofnum þegar til lengdar lætur.44 Sé gengið út frá farleiðarstofninum má gera ráð fyrir því að hann takmarkist bæði af skilyrðum á mörgum varp- stöðvum og einnig af öðrum stöðum sem stofninn nýtir. Ef eingöngu er spurt um staka varpstaði innan útbreiðslu- svæðis heildarstofns verður að gera ráð fyrir að lífsskilyrði á hverjum stað tak- marki þéttleikann. Spurningin um það hvar á út- breiðslusvæðinu þéttleiki farstofna tak- markist var töluvert til umræðu í upp- hafi þessarar rannsóknar upp úr 1970. Sumum, ekki síst þeim sem töldu sig eiga hagsmuna að gæta við iðnvæðingu Mý- vatnssveitar eða trúðu á blessun hennar, fannst að lélegt gengi silungsveiða og Rauðhöfðaönd – Eurasian Wigeon. Ljósm./Photo: Daníel Bergmann Náttúrufræðingurinn 104 Ritrýnd grein / Peer reviewed

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.