Náttúrufræðingurinn

Árgangur
Tölublað

Náttúrufræðingurinn - 2023, Blaðsíða 61

Náttúrufræðingurinn - 2023, Blaðsíða 61
HÖRFANDI SÍFRERI Á HÁLENDINU Sífreri á Íslandi er líklega af tvennum eða þrennum toga. Í fyrsta lagi er grunnur sífreri sem myndaðist víða á hálendinu á Litlu-ísöld, (kuldaskeiði sem stóð í 5-6 hundruð ár frá fjórtándu öld til fyrri hluta tuttugustu aldar).21, 23, 25 Þessi sífreri er viðkvæmur gagnvart loftslagshlýnun og virðist vera á hröðu undanhaldi eftir aldarlangt hlýindaskeið. Í öðru lagi er sífreri hærra í fjöllum sem tók að mynd- ast fyrir 5-6 þúsund árum og virðast margir núverandi virkir urðarjöklar á Tröllaskaga hafa byrjað að myndast á þeim tíma.17, 18, 51 Í þriðja lagi eru ef til vill til leifar af sífreramyndunum frá síð- ari hluta síðasta jökulskeiðs því sífreri getur lifað af mörg þúsund ár í þykkum sífreramynduðum jarðlögum, einkum í þeim er snúa móti norðri.27 Rústalandslag Hálendismýrar með rústalandslagi (e. palsas) eru nokkuð útbreiddar í lægðum og á flatlendi á hálendi Íslands.42–46, 48, 49 Rústir koma helst fyrir í dældum og á flötu landi þar sem vatn liggur í jarð- vegi. Þar sem innri ís byggist upp í þeim hvelfast gjarnan upp lágreistar bungur, gróðursnauðari en næsta ná- grenni (mynd 8). Þegar ísinn bráðnar falla bungurnar saman og mynda yfir- leitt vatnsaugu en geta einnig myndað kringlótta grunna bolla þar sem þurrara er innan rústasvæðanna. Frerakúpur Önnur sífrerafyrirbæri náskyld rústum, en almennt heldur stærri, eru lágar kúpur með ískjarna sem myndast geta við sífrera í fínefnaríkum vatnsdrægum setlögum sem yfirleitt eru án gróðurþekju.56, 61–63 Hérlendis eru svona kúpur oft um 10-20 m í þvermál en margar eru aflangar og þá stundum tvisvar til þrisvar sinnum lengri en breiddin. Þær sem ekki hafa fallið saman (svo sem á Vatnsleysuöldum austan Köldukvíslar sunnan við Hágöngur) eru víðast 2-5 m háar og hef ég kosið að nefna þær frerakúpur (e. lithalsas). Frerakúpur virðast gjarnan myndast við heldur lægri hita en frerarústir56, 62–64 og hérlendis liggja þær jafnan hærra í landinu en frerarúst- irnar. Samkvæmt Pissart61, 62 hefur „lit- halsa“ aðeins verið lýst á gróðurlitlum eða gróðurlausum svæðum í Kanada og Skandinavíu. Í Kanada hefur verið lýst miklu stærri frerakúpum en í Skandinavíu og á Íslandi, 4-8 m háum. Þær eru tugir metra að þvermáli og oft mun meiri á lengdina.63 Við frost-þíðu áhrif í kolli kúpanna verður aðgreining (e. sorting) í efninu næst yfirborði. Grófara efnið færist smátt og smátt frá kollinum út á vanga kúpunnar. Þegar ískjarni þeirra bráðnar standa eftir grjótríkari kragar umhverfis samfallinn bolla þar sem ís- inn var fyrrum mestur (mynd 10). Á Dyngjufjöllum-Ytri eru bollar sem hafa skýr einkenni samfallinna frera- kúpa (mynd 11). Nærri vesturjaðri Dyngjufjalla-Ytri er landið hærra og þar virðast vera lítt samfallnar kúpur eða litlir bollar í yfirborð þeirra. Áður hefur verið ritað um bollana á Dyngjufjöllum og myndun þeirra túlkuð sem sprengi- gígar vegna fyrrum undirliggjandi jarð- hita.65 Hér er kynnt önnur tilgáta til myndunar bollanna. Jarðmyndanir af þessu tagi eru vel þekktar þeim er lagt hafa stund á sífrerarannsóknir.56, 62–64 HÖRFANDI SÍFRERI Í FJÖLLUM OG RÖSKUN STÖÐUGLEIKA Undanfarin ár og áratugi hafa nokkrar skriður fallið úr bröttum fjallshlíðum á Íslandi. Komið hefur í ljós að upptök þeirra eru í sumum tilfellum í frosnum urðarhaugum. Eitt augljósasta dæmið af þessu tagi var skriða úr Móafellshyrnu í Fljótum haustið 2012 þar sem saman- frosinn klumpur á stærð við hús flaut í aur niður bratta hlíð. Svo virtist sem frosinn urðarhaugur uppi á hjalla ofan klettabelta hefði misst botnfestu við bráðnun og snarast fram. Meginhlutinn stöðvaðist þó á brún klettahjallans en gl- iðnaði sundur í fjölmarga samanfrosna stapa með skorum á milli. Veðurstofan birti greinargerð um þennan atburð.66–68 Næsta sumar höfðu staparnir bráðnað og brúnin jafnast út. Hliðstæðir atburðir hafa á síðasta áratug orðið norður í Tré- kyllisvík, tvisvar í innanverðum Eyja- firði, í Öskju og víðar.68 8. mynd. Rústalandslag skammt vestan við Ánavatn á Jökuldalsheiði. Gráu bungur- nar innihalda ískjarna og síðsumars eru gjarnan um 0,4-0,6 m niður á innri ís þeirra. – Palsas near Ánavatn on Jökuldalsheiði. The grey bumps contain perennial ice at some 0.4-0.6m depth. Ljósm./Photo: Ágúst Guðmundsson 2021. 149 Ritrýnd grein / Peer reviewed
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað: 3.-4. tölublað (2023)
https://timarit.is/issue/435849

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

3.-4. tölublað (2023)

Aðgerðir: