Náttúrufræðingurinn - 2023, Blaðsíða 3
Sem nýjum formanni ritstjórnar Nátt-
úrufræðingsins og varaformanni stjórnar
Hins íslenska Náttúrufræðifélags var mér
falið að skrifa leiðara í þetta tölublað Nátt-
úrufræðingsins. Það er mér auðvitað mik-
ill heiður en um leið sé ég hversu vel hefur
verið haldið á því kefli sem mér er nú falið.
Náttúrufræðingurinn er öflugt og faglegt
tímarit sem þrátt fyrir háan aldur er bæði
ferskt og nútímalegt. Mikilvægi Náttúru-
fræðingsins er óumdeilt; vettvangur fyrir
niðurstöður nýjustu rannsókna og yfirlit
um stöðu á ýmsum sviðum náttúrufræð-
anna á íslensku, skrifað fyrir bæði vís-
indamenn og almenning.
Á undanförnum árum hefur áhugi
almennings á náttúrufræðum stórauk-
ist og sjaldan hefur verið fjallað jafn-
mikið um náttúrufræði. Vegna Covid19
eru hugtök eins og hjarðónæmi, veiru-
stofnar og stökkbreytingar höfð á hrað-
bergi. Vegna loftslagsbreytinga er rætt
um kolefnishringrás, úrkomuákefð og
súrnun sjávar með svipuðum hætti og
hvernig best sé að sjóða hangikjöt. Að
eldstöðvar á Reykjanessskaga séu byrj-
aðar að rumska eftir langan svefn er ekki
næg vitneskja, heldur er áhugi á að vita
hversu frumstæð kvikan er, hvernig fyrri
gos á skaganum hafa hagað sér og hvaða
eldstöðvakerfi vakna næst. Almennt
virðist fólk hafa skoðun á náttúruvernd,
hnignun líffræðilegs fjölbreytileika,
nýtingu náttúruauðlinda, fiskeldi, skóg-
rækt, stýringu ferðamanna, dýravelferð,
framandi ágengum tegundum og svo má
lengi halda áfram að telja.
Fjölmiðlar reyna að svala áhuga al-
mennings og fjalla að einhverju leyti
um náttúrufræðileg viðfangsefni, til
dæmis með því að taka viðtöl við nátt-
úrufræðinga. Þau skrif eru hins vegar
oftast ekki á dýptina því sá tími sem
blaðamenn hafa til að vinna efni er yf-
irleitt stuttur. Þekking fjölmiðlafólks á
viðfangsefninu er einnig oft takmörkuð
og það er nær óheyrt að blaðamenn
á Íslandi vinni sjálfir frétt úr vísinda-
greinum. Þegar fréttir birtast um slíkar
greinar er oft um að ræða þýðingar úr
erlendum miðlum, eða þá að haft er
samband við íslenskan sérfræðing og
hann fenginn til að endursegja það sem
í viðkomandi grein stendur.
Hugsanlega skortir að almenningur geti
svalað fróðleiksfýsn sinni enn betur
með því að lesa sjálfur vísindagreinar.
Mikið af útgefnu efni er í opnum að-
gangi (meðal annars Náttúrufræðingur-
inn) en vandinn felst í því að það þarf
þjálfun til að lesa vísindagreinar sér til
gagns. Við þá þjálfun skiptir sköpum að
hafa vísindagreinar á því tungumáli sem
manni er tamast. Þótt enskukunnátta
Íslendinga sé almennt þokkaleg gerir
flókið tæknimál og uppbygging ritrýnda
vísindagreina það að verkum að of
margir gefast upp á efni í alþjóðlegum
fagtímaritum. Rit á borð við Náttúru-
fræðinginn skipta því miklu máli. Þar
er mikið af góðu og vönduðu efni á að-
gengilegu máli eftir helstu sérfræðinga
landsins, og þar við bætist mikil breidd í
umfjöllunarefnum.
Náttúrufræðingurinn er ekki bara
vettvangur fyrir íslenskan almenning
heldur líka mikilvægur vettvangur fyrir
sérfræðinga til að miðla af þekkingu
sinni, kynna niðurstöður rannsókna,
virkja samtal við almenning og taka þátt
í að búa til betra samfélag.
Mikilvægi
Náttúrufræðingsins
Náttúrufræðingurinn 93 (3–4) bls. 91–92, 2023 91