Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2023, Blaðsíða 35

Náttúrufræðingurinn - 2023, Blaðsíða 35
Samanlagt greindi Harald Krabbe því 166 tegundir bandorma í ofangreindum efniviði, 76 tegundanna voru áður óþekktar í vísindaheiminum. Fiskasníkjudýr Árið 1860 safnaði aðstoðarmaður Har- alds Krabbe í Godhavn eða Qeqert- arsuaq á Grænlandi, Christian Søren Marcus Olrik að nafni, tíu sérkenni- legum bandormum úr ferskvatnsfiski sem þeir nefndu Salmo carpio. Óljóst er hvaða laxfiskur þetta var, væntanlega þó bleikja (Salvelinus alpinus), en við lýs- ingu tegundarinnar heiðraði Krabbe Ol- rik með því að nefna bandorminn eftir honum, Diplocotyle olrikii.59 EFTIRMÁLI Þegar litið er yfir ævistarf Haralds Krabbe verður ljóst að hann varði til- tölulega stuttu skeiði starfsævinnar við að kanna sníkjudýrafánu Íslands. Sú vinna reyndist Íslendingum engu að síður sérlega notadrjúg. Verðmætast var það framlag hans sem leiddi til þess að sullaveikismit innanlands minnk- aði hratt og örugglega og að lokum tókst að útrýma algerlega því illræmda sníkjudýri sem sullinum olli. Í leiðinni hurfu höfuðsóttarbandormurinn, netju- sullsbandormurinn og flóarbandormur- inn. Ekki má gleyma ýmsum öðrum rannsóknum hans hérlendis, athug- unum sem sumar urðu fyrstar sinnar tegundar. Í öskju sem merkt er Haraldi Krabbe á sérprentasafni Dýrafræðisafnsins í Kaupmannahöfn fann höfundur 35 rit- smíðar. Tvær til viðbótar fundust í sér- prentasafni sníkjudýradeildar Tilrauna- stöðvarinnar á Keldum. Allra er getið í þessari samantekt. Við lestur þessara ritsmíða sést að Krabbe tók virkan þátt í að móta þekkingu samtímans. Sérs- taka athygli vekja yfirlitsgreinar hans um manna- og húsdýrasníkjudýr. Þeim var augljóslega ætlað að koma nýjustu þekkingu fræðasamfélagsins á framfæri. Þar sést vel hversu náið höfundur fylgd- ist með framþróun fræðanna og hvernig það brann á honum að miðla þeim fróð- leik áfram til nemenda og hagaðila. SUMMARY Harald Krabbe (1831-1917) – pioneer of parasitological research in Iceland In the 19th century Iceland had the highest incidence of human echino- coccosis ever recorded anywhere. In 1863, Doctor Harald Krabbe from the Royal Veterinary and Agricultural University in Copenhagen came to Iceland to study the serious hydatid problem. He found out that 28 out of 100 dissected dogs were infected with Echinococcus granulosus. Further- more, almost all slaughtered sheep and cows on the island were infected with hydatid cysts. By that time, also one out of every five or six Icelanders were estimated to suffer from hydatid disease. After his research in Iceland Harald Krabbe became the chief ad- viser to the Icelandic government on the prophylactic measures introduced to eliminate the disease. The campain became successful, strongly supported by Icelandic physicians, veterinarians and the general public. Not least the success based on the education of the public on the nature of the disease, and preventing dogs from gaining access to infective raw offal. The dreadful par- asite was eradicated in Iceland almost half a century ago. In Iceland, Harald Krabbe studied the helminth fauna of dogs and cats. Also, he examined parasites of arctic fox, brown rat and various wild bird spe- cies. Having studied the material he described four cestodes as new species to science, one from the arctic fox, three from wild birds. In Denmark, Harald Krabbe con- tinued working on life cycles, pet and husbandry animals, different wild hosts and last but not least humans. He mainly kept on focusing on cestodes, to somewhat lesser extent also on nema- todes. For example he described Pseu- doterranova decipiens. Working in the Zoological Museum of Copenhagen some years ago I found a re- print box in the library with 35 publica- tions authored by Harald Krabbe. These reprints are listed in the reference list of the present article, and are shortly re- ferred to in the text. Two further articles were detected in the reprint collection archived in the Laboratory of Parasitol- ogy at Keldur. Titles of these articles re- flect broad interest during the extensive and successful scientific career of Harald Krabbe. Describing at least 76 bird ces- todes to be new species to science will certainly remind future taxonomists to the extraordinary contribution of Harald Krabbe to the field of parasitology. Karl Skírnisson (f. 1953) lauk BS-prófi í líffræði við Háskóla Íslands árið 1977, BS-Honours- prófi við sama skóla árið 1979 og doktorsprófi frá Háskól- anum í Kiel í Þýskalandi árið 1986. Karl vann á Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði á Keldum á árunum 1979 til 1981 og frá 1987 til 2023 vann hann þar í fullu starfi við rannsóknir á sníkju- dýrum og dýrasjúkdómum, en nýtur þar nú stöðu emeritus-vísindamanns. Karl Skírnisson | Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði | Keldum við Vesturlandsveg IS-112 Reykjavík | karlsk@hi.is karl.skirnisson@gmail.com Höfundur fékk vinnuaðstöðu á Dýrafræðisafninu í Kaupmannahöfn í þriggja mánaða rannsóknarleyfi frá Tilraunastöðinni á Keldum árið 2017. Þar naut ég einstakrar gestrisni starfsfólks, ekki hvað síst þeirra Reinhardts Møbjergs Kristensens og Lauru Pavesi. Hluta tímans naut ég þeirra forréttinda að fá að dveljast í fræðimannsíbúðinni í Jónhúsi í Kaupmannahöfn. Fyrir þetta þakka ég af alhug. UM HÖFUNDINNÞAKKIR 123
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.