Náttúrufræðingurinn

Árgangur
Tölublað

Náttúrufræðingurinn - 2023, Blaðsíða 55

Náttúrufræðingurinn - 2023, Blaðsíða 55
1. mynd. Gengið um frostsprengdar og frostlyftar þelaurðir á háfjöllum Tröllaskaga. – Blockfields on the top of Tröllaskagi mountains. Ljósm./Photo: Ágúst Guðmundsson 1987. verja 1980). Aðrir smalar sem leituðu fjár í fjöllum, til dæmis á utanverðum Tröllaskaga sáu glitta í ís í grófum urðum hátt til fjalla (samtal við Jóhann Ísak Pétursson jarðfr. frá Sléttuhlíð í Skagafirði 2000). Síðar fóru vísinda- menn að veita athygli ummerkjum um sífrera og rita um þau fræðigreinar. Fyrir liðlega hálfri öld (1968) ritaði Þorleifur Einarsson bókina Jarðfræði. Saga bergs og lands1 og í henni er stutt samantekt um sífrera hérlendis. Þar nefnir hann að á miðhálendi Íslands sé sífreri í jörðu enda sé þar úrkomu- lítið og meðalárshiti undir frostmarki. Sífrerasvæðin séu gjarnan í lægðum og jafnan rök og með gróðurþekju. Eftir lýsingu á sífrerarústum rekur Þorleifur að þær sé helst að finna í Þjórsárverum, á Arnarvatnsheiði, í Orravatnsrústum norðan Hofsjökuls, við Möðrudal, á Jök- uldalsheiði, Vesturöræfum og í Kring- ilsárrana1. Með aukinni jarðfræðikort- lagningu á hálendinu og betra aðgengi að góðum loftmyndum sést að sífreralands- lag freðmýra er víðar að finna. Í fyrstu útgáfu bókarinnar minnist Þorleifur á önnur ummerki um sífrera sem hann nefnir þelaurðir og ritar svo: „Á háfjöllum, þar sem meðalárshiti er undir 0 °C og frostveðrun mikil, verða til þelabundnar skriður og urðir. Á hverju ári bætist grjót í urðina og sígur hún þá undan brekkunni sökum þung- ans. Þessar þelabundnu urðir mætti nefna þelaurðir. Á ensku nefnast þær rock glaciers. Þær eru nokkuð algengar í Eyjafjarðarfjallgarðinum“ (bls 136).1 Eftirtektarvert er að í seinni útgáfum jarðfræðibókarinnar (sem eru fimm talsins á árunum 1973-1991 ásamt endur- prentunum til 1999) hefur umfjöllun um sífrera verið stytt mjög og umfjöllun um það sem Þorleifur nefndi „þelaurðir“ (e. rock glaciers) með öllu sleppt. Eftir að höfundur kom á sínum tíma (að loknu BSc námi í jarðfræði frá HÍ) inn í heim jarðfræðikortlagningar með ýmsar kenningar á sviði landmótunar í farteskinu, lenti hann í breytilegum vinnuhópum erlendra jarðvísindamanna sem sáu ýmsa landmótunarþætti Íslands frá öðru sjónarhorni en höfundi hafði verið kennt á fyrri skólagöngu. Í byrjun árs 1992 vakti höfundur máls á að urðar- tungur á basaltsvæðum hérlendis ættu líklega uppruna sinn að rekja til frost- 143 Ritrýnd grein / Peer reviewed
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað: 3.-4. tölublað (2023)
https://timarit.is/issue/435849

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

3.-4. tölublað (2023)

Aðgerðir: