Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2023, Page 55

Náttúrufræðingurinn - 2023, Page 55
1. mynd. Gengið um frostsprengdar og frostlyftar þelaurðir á háfjöllum Tröllaskaga. – Blockfields on the top of Tröllaskagi mountains. Ljósm./Photo: Ágúst Guðmundsson 1987. verja 1980). Aðrir smalar sem leituðu fjár í fjöllum, til dæmis á utanverðum Tröllaskaga sáu glitta í ís í grófum urðum hátt til fjalla (samtal við Jóhann Ísak Pétursson jarðfr. frá Sléttuhlíð í Skagafirði 2000). Síðar fóru vísinda- menn að veita athygli ummerkjum um sífrera og rita um þau fræðigreinar. Fyrir liðlega hálfri öld (1968) ritaði Þorleifur Einarsson bókina Jarðfræði. Saga bergs og lands1 og í henni er stutt samantekt um sífrera hérlendis. Þar nefnir hann að á miðhálendi Íslands sé sífreri í jörðu enda sé þar úrkomu- lítið og meðalárshiti undir frostmarki. Sífrerasvæðin séu gjarnan í lægðum og jafnan rök og með gróðurþekju. Eftir lýsingu á sífrerarústum rekur Þorleifur að þær sé helst að finna í Þjórsárverum, á Arnarvatnsheiði, í Orravatnsrústum norðan Hofsjökuls, við Möðrudal, á Jök- uldalsheiði, Vesturöræfum og í Kring- ilsárrana1. Með aukinni jarðfræðikort- lagningu á hálendinu og betra aðgengi að góðum loftmyndum sést að sífreralands- lag freðmýra er víðar að finna. Í fyrstu útgáfu bókarinnar minnist Þorleifur á önnur ummerki um sífrera sem hann nefnir þelaurðir og ritar svo: „Á háfjöllum, þar sem meðalárshiti er undir 0 °C og frostveðrun mikil, verða til þelabundnar skriður og urðir. Á hverju ári bætist grjót í urðina og sígur hún þá undan brekkunni sökum þung- ans. Þessar þelabundnu urðir mætti nefna þelaurðir. Á ensku nefnast þær rock glaciers. Þær eru nokkuð algengar í Eyjafjarðarfjallgarðinum“ (bls 136).1 Eftirtektarvert er að í seinni útgáfum jarðfræðibókarinnar (sem eru fimm talsins á árunum 1973-1991 ásamt endur- prentunum til 1999) hefur umfjöllun um sífrera verið stytt mjög og umfjöllun um það sem Þorleifur nefndi „þelaurðir“ (e. rock glaciers) með öllu sleppt. Eftir að höfundur kom á sínum tíma (að loknu BSc námi í jarðfræði frá HÍ) inn í heim jarðfræðikortlagningar með ýmsar kenningar á sviði landmótunar í farteskinu, lenti hann í breytilegum vinnuhópum erlendra jarðvísindamanna sem sáu ýmsa landmótunarþætti Íslands frá öðru sjónarhorni en höfundi hafði verið kennt á fyrri skólagöngu. Í byrjun árs 1992 vakti höfundur máls á að urðar- tungur á basaltsvæðum hérlendis ættu líklega uppruna sinn að rekja til frost- 143 Ritrýnd grein / Peer reviewed

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.