Náttúrufræðingurinn

Árgangur
Tölublað

Náttúrufræðingurinn - 2023, Blaðsíða 27

Náttúrufræðingurinn - 2023, Blaðsíða 27
sullaveiki væri algeng á Íslandi meðan fólk vissi ekki hvað það ætti að varast til að forðast smit. LÍFSFERILL ÍGULBANDORMSINS – HÁ SMITTÍÐNI Lífsferill ígulbandormsins var upplýstur þegar árið 1852 þegar þýski læknirinn Philipp Franz von Siebold sýndi fram á að ígulbandormur í hundi og ígulsullir í húsdýrum og mönnum voru mismun- andi lífsform sömu lífveru.10,11 Nokkrum árum áður (1847 og 1848) hafði danski læknirinn Peter Anton Schleisner (1818‒1900) dvalist á Íslandi og meðal annars gefið sullaveikinni gaum. Þeir Jón Thorsteinsen landlæknir áætluðu í framhaldinu að sjötti til sjöundi hver Ís- lendingur væri sullaveikur og var þetta langhæsta smittíðni sem þekkt var í heiminum á þeim tíma.12 Vakti sú niður- staða mikla athygli heilbrigðisyfirvalda, sem og vísindamanna erlendis, því þessi ótrúlega háa smittíðni var hvorki meira né minna en fjörutíu og sjö-falt hærri en síðar kom í ljós við athuganir á fólki í Danmörku.2,4,5 Ýmsir álíta að jafnvel enn hærra hlutfall landsmanna hafi fengið sullaveiki um og eftir miðbik 19. aldar. Um 22% þeirra sem fæddir voru á árunum 1861 til 1870 og voru krufðir á því tímabili sýndu ummerki um að hafa verið sullaveikir.13 Heldur lægra hlut- fall, 15%, landsmanna sem fæddir voru á árabilinu 1841–1860 og 1871–1880 reynd- ust við krufningu bera merki um að hafa fengið sullaveiki. Því virðist smittíðnin hafa verið í sögulegu hámarki á árunum 1861 til 1870. Páll Agnar Pálsson álítur raunar að hlutfallið hafi í raun verið enn hærra – að fjórði til fimmti hver Íslendingur hafi verið sullaveikur upp úr miðri 19. öld. Þessar tölur taka ekki til þeirra sem dóu áður en krufningar hófust árið 1932.10 LEARED KYNNIR LÍFSFERILINN 1862 Breski læknirinn Arthur Leared (1882– 1879) kynnti Íslendingum fyrstur manna lífsferil ígulbandormsins í blaða- greinum árið 1862.14 Byggðust skrifin meðal annars á áðurnefndum athug- unum von Siebolt. Kynnti hann jafn- framt ráð sem beita mætti til að verj- ast sullaveiki, meðal annars að fækka hundum og rjúfa lífsferilinn með því að koma í veg fyrir að hundar smituðust við að éta sollin líffæri. Vitneskja um lífsferil ígulband- ormsins og fyrstu hugmyndir manna um hvernig verjast mætti sullaveiki lá því fyrir þegar Harald Krabbe kom til landsins árið 1863, og þessi þekking var honum vitaskuld kunn. Með þá þekk- ingu í farteskinu, og staðgóða reynslu af bandormagreiningu í hundum og köttum í Kaupmannahöfn,2 gat Krabbe einbeitt sér að því að rannsaka umfang og eðli sullaveikinnar á Íslandi og afla þeirra gagna sem nýttust til að skipu- leggja árangursríkar viðnáms- og út- rýmingaraðgerðir.3,5,15‒23 RANNSÓKNARFERÐ KRABBE 1863 Harald Krabbe steig á land í Reykjavík 19. maí 1863 og dvaldist á Íslandi í tæpa fimm mánuði. Hann nýtti tímann vel og naut dyggrar aðstoðar heimamanna við rannsóknir sínar. Meðal þeirra voru landlæknirinn Jón Hjaltalín sem og læknar á svæðunum sem ferðast var um. Að þeirra tíma sið fóru erlendir gestir um landið á hestum, með fylgdarmann, oftast með nokkra hesta undir klyfjum. Í júlí lá leiðin frá Reykjavík austur undir Þjórsá (4. mynd). Fylgdarmaður í þeirri ferð var Jakob Pálsson frá Gaulverjabæ, eftir lýsingum að dæma duglegur og ráðagóður með góða þekkingu á svæð- inu. Eftir stutta viðdvöl í Reykjavík var aftur lagt í hann og nú riðið norður í land. Ekki var snúið til Reykjavíkur fyrr en í byrjun september, og var Krabbe þá kominn austur í Reykjahlíð í Mývatns- sveit. Fylgdarmaður í norðurferðinni var Björn Skaftason. Ýmsir erfiðleikar fylgdu því að ferð- ast um landið á hestum og lýsir Harald Krabbe þeim iðulega í ferðabókinni.6 Stöðugt var verið að safna efniviði til 3. mynd. Býli sem Harald Krabbe heimsótti í rann- sóknarferð sinni austur að Þjórsá sumarið 1863. – Map showing farms visited by Harald Krabbe in southern Iceland during his research trip in summer 1863. Eftir/ from: Krabbe 2000.6 115
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað: 3.-4. tölublað (2023)
https://timarit.is/issue/435849

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

3.-4. tölublað (2023)

Aðgerðir: