Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2023, Blaðsíða 41

Náttúrufræðingurinn - 2023, Blaðsíða 41
heiti hvala á sjó.17 Helmingur þessara 110 ótegundagreindu hvala (55) fundust um norðanvert landið, frá Vestfjörðum til Langaness, tæpur fimmtungur (17) við sunnanvert landið frá Horni við Horna- fjörð vestur á Miðnes og annað eins úti á sjó (19). Nokkrir fundust við Breiða- fjörð (8), Vesturland (8) og Austfirði (5). Í grófum dráttum var dreifing þeirra við landið áþekk tegundagreindum steypireyðum (sjá 3. mynd). Helsti munurinn er að hlutfallslega færri dýr fundust við Austurland og Suðaustur- land en fleiri við Breiðafjörð og Vestur- land. Mismunandi dreifing getur verið háð hvaða tegundir áttu í hlut. Steypireyðar á 18. öld og fyrr Skráningar á steypireyðum fyrir 1801 eru einungis 12 og þær dreifast yfir 350 ára tímabil, frá 1426 til 1774, tíu rek- hvalir en tveir fundust í ís. Þessi 12 til- vik voru víðs vegar við landið (3. mynd). Í einu af þessum tilvikum bar kálffulla hvalkú á fjöru við Eyri í Ísafirði eftir að vera elt af háhyrningum.18 Dýrin voru alltaf stök nema í einu tilviki. Þá hlupu þrjú, tvö fullvaxta dýr og einn kálfur, á landgrynnsli 1727 eins og segir í Sjávarborgar- og Hrafna- gilsannálum.19 Steypireyðar á 19. öld Í gagnagrunninn eru skráðar 20 steypi- reyðar frá árunum 1801 til 1900. Þar af fundust átta þeirra á 17 ára tímabili eftir að hvalveiðar Norðmanna hófust 1883 en 12 á 83 árum þar á undan. Því fundust að meðaltali fimm sinnum fleiri árlega á hvalveiðitímanum en fyrir upphaf þess tímabils. Dreifing hvalanna við landið er að finna á 3. mynd en flestir fundust á svæðinu frá Vestfjörðum um Norður- land til Austfjarða. Í nærri helmingi tilfella (9) var um rekhvali að ræða. Aðrir voru fastir í ís og drepnir (5), fundnir dauðir á reki (4), einn rekinn á land af háhyrningum og einn fundinn dauður á sjó með skutul í sér. Í sjálfsævisögu Snæbjarnar Kristjáns- sonar í Hergilsey greinir hann frá því að hann og skipshöfn urðu vitni að því að þrír eða fjórir hnýðingar komu í veg fyrir að steypireyður gæti komið upp til að anda. Skömmu síðar fannst hvalurinn dauður á floti.20 Þetta hafa eflaust verið háhyrningar sem voru stundum kall- aðir hnýðingar fyrrum.21 Nú á tímum er það heiti notað fyrir aðra hvalategund (Lagenorhynchus albirostris).22 Í öllum tilvikum nema tveimur voru dýrin stök. Annað skiptið af þessum tveimur á við þegar hvalirnir 32 lokuð- ust í ís við Ánastaði á Vatnsnesi 1882.1 Í hinu rak tvo hvali við Bjarnarnes á Ströndum 1896, báðir með skutul í sér. Heimamenn höfðu skorið 80 vættir (ein vætt var um 40 kg) af hvölunum þegar menn frá hvalveiðistöðinni á Langeyri við Álftafjörð komu, kröfðust eignarhalds og færðu hvalina til hval- stöðvarinnar.23 Steypireyðar á 20. öld Ellefu skráningar steypireyða voru frá árunum 1901 til 2000, allt stök dýr. Af þessum atvikum fundust flest rekin á fjöru (7). Af þeim fjórum skráningum sem eru ónefndar frá þessari öld bar dauða þeirra að á mismunandi hátt; festist í ís (1), flæktist í kafbátaneti og víraflækju (1) en hin tvö tilvikin voru bein sem komu í veiðarfæri og óþekkt hvernig dýrin drápust. Í öðru tilvikinu var um að ræða kjálka og var honum hleypt aftur á djúpið. Hitt beinið var hauskúpa sem kom í rækjutroll og er hún nú varðveitt á Hvalasafninu á Húsavík. Langflest dýrin fundust um norðanvert landið, á svæðinu frá Vest- fjörðum til Austfjarða (sbr. 3. mynd). Einn af reknu hvölunum (frá árinu 1937) var með 14 metra langan kaðal vafinn um sporðinn sem bendir til þess að dýrið hafi flækt sig í veiðarfærum.24 Aðrir tveir rekhvalir voru með skutul í sér og er saga annars þeirra rakin ágæt- lega í heimildum. Vorið 1912 missti hvalveiðibátur frá Hesteyri í Jökulfjörðum hval frá sér í Hornröst og rak hann síðar á fjöru Bjarnarness á Hornströndum, sama bæjar og hvalirnir tveir 1896. Þegar þetta gerðist var jörð komin í eyði og hvalreki sameign bænda í Grunnavíkurhreppi. Þar sem hvalurinn var með skutul í sér átti viðkomandi hvalstöð hann en útgerðarstjóri hennar gaf hreppnum hvalina sem rak á svo óhentugum stað að hvalbátar komust ekki að. Utan- 3. mynd. Staðir þar sem steypireyðar hafa fundist við Ísland og skráðar eru í gagna- grunni. Greinarmunur er gerðar á hvölum sem fundust fyrir 1800 (rauðir punktar), á 19. öld (gulir punktar), á 20. öld (bláir punktar) og 21. öld (grænir punktar). – Lo- cations where Blue Whales, filed in data- base, were found in Iceland. The dots in- dicate animals before 1800 (red), on the 18th century (yellow), 19th century (blue), and 20th century (green). Lengdargráða / Longitude 63.5 64 64.5 65 65.5 66 66.5 Br ei dd ar gr áð a / La tit ud e 24 22 20 18 16 14 129 Ritrýnd grein / Peer reviewed
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.