Náttúrufræðingurinn

Árgangur
Tölublað

Náttúrufræðingurinn - 2023, Blaðsíða 74

Náttúrufræðingurinn - 2023, Blaðsíða 74
aðardal (205). Önnur stór vörp voru við Spónsgerði í Hörgársveit (92 pör), Kristnestjörn í Eyjafjarðarsveit (84 pör), Hundatjörn í Naustaflóa á Akureyri (75 pör), Arnarnes á Gálmaströnd (66 pör) og Tungutjörn á Svalbarðseyri (51 par). Stofnbreytingar 1990-2020 Hettumáfum fækkaði stöðugt frá 1990 til 2005, úr 1709 pörum í 1085, eða um 37%. Að meðaltali nam fækkunin um 3% á ári á þessu 15 ára tímabili. Hettu- máfum tók síðan að fjölga aftur eftir 2005, úr 1085 pörum í 1922 árið 2020. Á milli 2005 og 2010 var fjölgunin 35%, 4% milli 2010 og 2015 og 26% milli 2015 og 2020. Í heild fjölgaði hettumáfum í Eyjafirði um 77% milli áranna 2005 og 2020. Á 6. mynd sést framvinda varp- stofns hettumáfa í Eyjafirði á árunum 1990-2020. Breytingar á vörpum Öll árin frá 1990 til 2010 var rúmlega helmingur (53-62%) allra hettumáfa í Eyjafirði sunnan línu sem hugsuð er dregin milli Glæsibæjar vestan fjarðar og Svalbarðseyrar austan fjarðar, sjá 2. mynd. Árið 2015 snerust hlutföllin við, þ.e. varppörin á suðursvæðinu voru 45% af heildarfjöldanum. Vorið 2020 var nær öll fjölgunin frá síðustu talningu á suður- svæðinu og hlutfallið var aftur orðið svipað og það var á fyrri árum (55%). Eins og í talningunni 2015 var stærsti hluti allra hettumáfa í Eyjafirði í fimm stórum vörpum, þeim sömu bæði árin. Árið 2015 var 61% hettumáfanna á þessum fimm stöðum en var komið upp í 71% árið 2020. Fjölgun hettumáfa í Eyjafirði síðustu 15 ár hefur leitt til stækkunar fyrri varpa en varpstöðum hefur ekki fjölgað. Í Ólafsfirði eru nú þekktir átta varp- staðir og voru fimm þeirra í notkun vorið 2020. Á þeim slóðum fjölgaði hettumáfum úr 28 í 37 pör (32%) milli áranna 2015 og 2020. Sé Svarfaðardalur tekinn sem heild stóð hettumáfsvarp í stað frá 2015. Nú urpu hettumáfar á þremur stöðum, neðan Holts og Hrafnsstaða, við Hrísa- tjörn (7. mynd) og á flæðunum sitt hvorum megin við Svarfaðardalsá sjáv- armegin við Hrísahöfða (alls 526 pör). Heildarfjöldi var nánast sá sami og 2015 (523 pör) þegar varpstaðir voru fjórir talsins. Í þetta sinn urpu engir hettu- máfar á flæðunum neðan við Tjörn í Svarfaðardal en þar var 41 par árið 2015. Fuglum fækkaði einnig lítillega neðan við Holt og Hrafnsstaði. Hettumáfarnir virðast hafa flutt sig utar í dalinn, á varpsvæðið við Dalvík. 4. mynd. Drónamynd af hluta hettumáfsvarpsins neðan við Brúnalaug í Eyjafjarðarsveit. – Part of the Black-headed Gull colony at Brúnalaug in Eyjafjörður (N-Iceland), taken from a drone. Ljósm./Photo: Eyþór Ingi Jónsson, 24.05.2020. Náttúrufræðingurinn 162 Ritrýnd grein / Peer reviewed
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað: 3.-4. tölublað (2023)
https://timarit.is/issue/435849

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

3.-4. tölublað (2023)

Aðgerðir: