Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2023, Side 74

Náttúrufræðingurinn - 2023, Side 74
aðardal (205). Önnur stór vörp voru við Spónsgerði í Hörgársveit (92 pör), Kristnestjörn í Eyjafjarðarsveit (84 pör), Hundatjörn í Naustaflóa á Akureyri (75 pör), Arnarnes á Gálmaströnd (66 pör) og Tungutjörn á Svalbarðseyri (51 par). Stofnbreytingar 1990-2020 Hettumáfum fækkaði stöðugt frá 1990 til 2005, úr 1709 pörum í 1085, eða um 37%. Að meðaltali nam fækkunin um 3% á ári á þessu 15 ára tímabili. Hettu- máfum tók síðan að fjölga aftur eftir 2005, úr 1085 pörum í 1922 árið 2020. Á milli 2005 og 2010 var fjölgunin 35%, 4% milli 2010 og 2015 og 26% milli 2015 og 2020. Í heild fjölgaði hettumáfum í Eyjafirði um 77% milli áranna 2005 og 2020. Á 6. mynd sést framvinda varp- stofns hettumáfa í Eyjafirði á árunum 1990-2020. Breytingar á vörpum Öll árin frá 1990 til 2010 var rúmlega helmingur (53-62%) allra hettumáfa í Eyjafirði sunnan línu sem hugsuð er dregin milli Glæsibæjar vestan fjarðar og Svalbarðseyrar austan fjarðar, sjá 2. mynd. Árið 2015 snerust hlutföllin við, þ.e. varppörin á suðursvæðinu voru 45% af heildarfjöldanum. Vorið 2020 var nær öll fjölgunin frá síðustu talningu á suður- svæðinu og hlutfallið var aftur orðið svipað og það var á fyrri árum (55%). Eins og í talningunni 2015 var stærsti hluti allra hettumáfa í Eyjafirði í fimm stórum vörpum, þeim sömu bæði árin. Árið 2015 var 61% hettumáfanna á þessum fimm stöðum en var komið upp í 71% árið 2020. Fjölgun hettumáfa í Eyjafirði síðustu 15 ár hefur leitt til stækkunar fyrri varpa en varpstöðum hefur ekki fjölgað. Í Ólafsfirði eru nú þekktir átta varp- staðir og voru fimm þeirra í notkun vorið 2020. Á þeim slóðum fjölgaði hettumáfum úr 28 í 37 pör (32%) milli áranna 2015 og 2020. Sé Svarfaðardalur tekinn sem heild stóð hettumáfsvarp í stað frá 2015. Nú urpu hettumáfar á þremur stöðum, neðan Holts og Hrafnsstaða, við Hrísa- tjörn (7. mynd) og á flæðunum sitt hvorum megin við Svarfaðardalsá sjáv- armegin við Hrísahöfða (alls 526 pör). Heildarfjöldi var nánast sá sami og 2015 (523 pör) þegar varpstaðir voru fjórir talsins. Í þetta sinn urpu engir hettu- máfar á flæðunum neðan við Tjörn í Svarfaðardal en þar var 41 par árið 2015. Fuglum fækkaði einnig lítillega neðan við Holt og Hrafnsstaði. Hettumáfarnir virðast hafa flutt sig utar í dalinn, á varpsvæðið við Dalvík. 4. mynd. Drónamynd af hluta hettumáfsvarpsins neðan við Brúnalaug í Eyjafjarðarsveit. – Part of the Black-headed Gull colony at Brúnalaug in Eyjafjörður (N-Iceland), taken from a drone. Ljósm./Photo: Eyþór Ingi Jónsson, 24.05.2020. Náttúrufræðingurinn 162 Ritrýnd grein / Peer reviewed

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.