Náttúrufræðingurinn - 2023, Blaðsíða 42
hreppsmönnum var bannaður hval-
skurður en þrátt fyrir það fóru nokkrir
Hornstrendingar (sem tilheyrðu Sléttu-
hreppi) á rekafjöru. Voru þeir búnir að
skera talsvert af hvalnum þegar Grunna-
víkurmenn komu á vettvang undir for-
ystu hreppstjóra. Málið leystist í sátt og
samlyndi og fóru Hornstrendingar heim
með bátfylli af hvalkjöti.25,26
Hinn skotni hvalurinn fannst árið
1921 á reka Laxárdals í Þistilfirði.27
Honum fylgir einnig skemmtileg saga
þegar til varð orðtakið „Að taka ein-
hvern á beinið“. Bændur í Laxárdal
gáfu hryggjarlið úr steypireyðinni til
Menntaskólans á Akureyri. Beinið
hefur verið á skrifstofu rektors allar
götur síðan og ófáir nemendur fengið að
sitja á því. Herðablað úr sama hval var í
garðinum í Laxárdal sumarið 2001 og er
vonandi enn.
Steypireyðar á 21. öld
Á núlíðandi öld hafa verið skráðar þrjár
steypireyðar til þessa. Tvær rak á fjöru
en sú þriðja fannst dauð á floti úti á sjó.
Tvö atvikin áttu sér stað á Norðurlandi
en eitt undan Suðvesturlandi (3. mynd).
Fyrsta hvalinn rak á fjöru við Ás-
búðir á Skaga í Austur-Húnavatnssýslu
(4. mynd).
Þannig var mál með vexti að reka-
daginn 23. ágúst 2010 var annar höf-
undur (ÆP) staddur á fundi á hóteli í
Reykjavík þegar símtal barst. Í símanum
var landeigandi að Ásbúðum, Höskuldur
Þráinsson. Sagðist honum svo að gríðar-
stóran hval hafi rekið á fjöru, beint neðan
íbúðarhússins. Aðstæður á rekastað voru
góðar miðað við hve margir staðir eru
óaðgengilegir við strendur Íslands til að
bjarga svona risaskepnum og heimreiðin
að Ásbúðum nærri ef kæmi til flutninga.
Fljótlega varð ljóst að um steypireyði
var að ræða en þá var ekki vitað að slíka
skepnu hafði rekið á íslenskar fjörur um
áratugaskeið (síðast 1967 skv. gagna-
grunni). Eftir samráð við umhverfis-
ráðuneyti var ákveðið að reyna að varð-
veita beinagrindina til að hafa til sýnis en
uppsettar beinagrindur steypireyða eru
sárafáar til í söfnum í heiminum.
Fljótlega eftir að ákvörðun um varð-
veislu lá fyrir fór Þorvaldur Björnsson
hamskeri norður til að vinna við að skera
burt kjöt og annað utan af hvalnum til
þess að ná beinagrindinni á land. Fékk
hann sér til aðstoðar menn frá bæjum
á Skaga og var hafist handa. Mikið verk
var fram undan og tók um viku enda um
gríðarstóra skepnu að ræða. Frásögn
af þeirri vinnu og hvernig staðið var
að verkun beinanna er að finna í ársriti
Náttúrufræðistofnunar Íslands 2010.28
Eftir að hreinsun beinanna lauk
mörgum mánuðum síðar hófust um-
ræður um hvað gera skyldi við beina-
grindina. Ýmsir aðilar, þ. á m. á Skaga-
strönd og í Reykjavík, vildu fá hana
til sýningar og var talsvert fjallað um
málið í fjölmiðlum. Það var þó ekki
fyrr en að fjórum árum liðnum að þá-
4. mynd. Steypireyðurin á fjöru þremur dögum eftir að hvalinn rak. Húsin að Ásbúðum á Skaga í baksýn. Dýrið var kýr um 21 m að
lengd. – The Blue Whale on the beach, right below the farm Ásbúðir (N-Iceland), three days after the whale stranded on the beach.
The whale, which was a female, was around 21 m in length. Ljósm./photo. Þorvaldur Björnsson, 26.08.2010.
Náttúrufræðingurinn
130
Ritrýnd grein / Peer reviewed