Náttúrufræðingurinn - 2023, Blaðsíða 40
Samkvæmt niðurstöðu greininga
voru öll beinasýnin úr steypireyðum.
Það er önnur af tveimur hvala-
tegundum sem giskað var á að höfðu
fest í ís við Ánastaðafjörur vorið 1882
miðað við stærð dýranna eftir því sem
heimildir kváðu um.1
STEYPIREYÐAR VIÐ ÍSLAND
Annar höfunda (ÆP) hefur í liðlega
fjóra áratugi safnað upplýsingum um
hvalreka, hvali sem hafa fest í ís eða
fundist hafa við ýmsar aðrar aðstæður.
Þessar upplýsingar eru varðveittar í
gagnagrunni en í febrúar 2023 voru
hvalaskráningar alls 2082. Athugunum
var safnað úr ýmsum heimildum, t.a.m.
annálum, ævisögum, blaðagreinum,
héraðslýsingum, handritum, tímarits-
greinum og fleiri skráðum upplýsingum
sem og munnlegum heimildum. Reikna
má með að margar ritaðar heimildir
séu enn ófundnar svo víða sem gögn
af þessu tagi geta leynst. Auk skráðra
upplýsinga liggur sjálfsagt vitneskja
um marga hvalreka óskráð hjá fólkinu
í landinu og aðrar eru löngu glataðar.
Ekki er unnt að telja upp allar notaðar
heimildir vegna fjölda þeirra en þeim er
haldið til haga í gagnagrunninum.
Þá var sérstaklega leitað að gögnum
um hvali í heimildum um fornleifaupp-
gröft í gömlum öskuhaugum eða fornum
býlum og gefnar voru út eftir árið 1990.
Heimildarnar voru skannaðar rafrænt
eftir orðhlutunum „hval“, „whal“ eða
„ceta“ eftir tungumálum. Þetta eru rit-
gerðir, skýrslur, doktorsritgerðir og
bókarkaflar. Þær voru síðan skoðaðar
m.t.t. hvort aðeins var fjallað um hvali
almennt og þá voru þær ekki skoðaðar
frekar eða hvort einstakir beinafundir
voru nefndir. Ennfremur var leitað eftir
því hvort viðkomandi hvalbein voru
útskornir gripir eða ekki. Einhverjar
heimildir kann að vanta fyrir utan að
ýmsar upplýsingar eru enn óbirtar hjá
fornleifafræðingum. Stundum var sama
efniviðar getið í tveimur eða fleiri ritum,
t.d. frá Gásum í Eyjafirði og frá Stein-
boga og Hrísheimum í Mývatnssveit.
Í heimildunum er einstaka sinnum
kveðið á um hvort hvalirnir voru stórir
eða litlir hvali. Alls voru skoðaðar 110
heimildir eða of margar svo hægt sé að
telja þær upp en þeim er haldið til haga
í gagnagrunni yfir heimildir.
Rekhvalir og íshvalir
Úr gagnagrunni voru dregnar út upplýs-
ingar um steypireyðar sem hafa rekið á
fjörur, fundist innikróaðar í ís, fundist
dauðar út á sjó, o.s.frv. (1. tafla). Hvalur
sem lokaðist inni í ís var gjarnan nefndur
íshvalur.15 Orðið rekhvalur var notað um
rekinn eða strandaðan hval á fjöru.16
Alls voru 46 skráningar þar sem tekið
er fram í heimildum að um steypireyðar
var að ræða. Þetta eru 2,2% allra skrán-
inga í gagnagrunninum.
Á 3. mynd er sýnd dreifing steypi-
reyða sem höfðu rekið, íshvala eða sem
fundust dauðar á annan hátt við landið.
Af hvölum sem hafa verið greindir
sem steypireyðar voru dýrin langoftast
stök (43 tilvik, 94%). Einnig fundust
tvö dýr saman (eitt skipti) og þrjú (1)
en langflestar steypireyðar á sama tíma
fundust við Ánastaði 1882.1 Ekki eru
óyggjandi sannanir fyrir því að öll dýrin
32 hafi verið af sömu tegund. Í raun er
óþekkt hvort sýnin fimm hafi verið úr
einu eða fleiri dýrum enda beinin saman
í hrúgu. Því er hugsanlegt að sum dýr-
anna sem lokuðust í ís við Ánastaðafjöru
vorið 1882 hafi verið hvalir af öðrum
tegundum. Þar má fyrst og fremst nefna
langreyði miðað við þá lengd sem getið
er í heimildum.1
Af þessum 46 skráningum á steypi-
reyðum fundust dýrin langoftast rekin
á fjöru (28 tilvik, 61%). Önnur fundust
föst í ís (8), dauð á reki úti á sjó (5), bein
komu í veiðarfæri (2). Þá fannst dýr sært
eftir skutul, annað flækt í kafbátaneti og
víraflækju og ein steypireyður var rekin
á land af háhyrningum (Orcinus orca).
Mjög margir hvalir í gagnagrunninum
eru ógreindir til tegundar, í alls 863 til-
vikum (41,5% af 2082 skráningum).
Reikna má með því að sumir þessara
hvala hafi verið steypireyðar, ekki síst
dýr sem menn kölluðu reyðarhvali,
reyðarfiska eða reyður (63), skíðishvali,
skíðfisk eða skíðisfisk (16), stórfiska,
stórhvali eða stórhveli (31). Samtals eru
þetta 110 tilvik, eða 5,3% allra hvala-
skráninga sem voru í gagnagrunninum
í febrúar 2023. Eitthvað af heitum sem
kennd eru við fiska eru væntanlega til
komin vegna þess að ekki mátti nefna
Tímabil
Period
Fjöldi tilvika
No. of records
1800< 12
1801-1900 20
1901-2000 11
2001-2022 3
Heildarfjöldi/
Total nos
46
1. tafla. Í gagnagrunni um rekhvali, íshvali og aðrar skráningar eru að finna 46 skráningar
sem skilgreindar eru sem steypireyðar. Rétt er að taka fram að tímabilin eru ekki jafnlöng
utan tvö, 19. og 20. öld. – The database used for stranded whales, whales locked in ice,
and others, includes 46 records for Blue Whales. It should be mentioned that the time
periods are not of same length, except those of the 18th and 19th centuries.
Náttúrufræðingurinn
128
Ritrýnd grein / Peer reviewed