Náttúrufræðingurinn

Árgangur
Tölublað

Náttúrufræðingurinn - 2023, Blaðsíða 43

Náttúrufræðingurinn - 2023, Blaðsíða 43
verandi forsætisráðherra landsins úr- skurðaði að steypireyðurin skyldi færð til Hvalasafnsins á Húsavík.29 Þar var beinagrindin sett saman og komið fyrir til sýnis (5. mynd). Þess má geta að árið 1896 rak hval sem ekki var tegundargreindur á Ás- búðafjöru.30 Miðað við stærð er sennilegt að þetta hafi verið steypireyður. Dýrið var sagt um 30 álnir (eða þrítugur eins gjarnan var tekið til orða) sem samsvarar um 19 m. Líklega var stærðin mæld eins og þá var lenska „milli skurða“ eins og það var kallað en ekki heildarstærð eins og nú tíðkast. Að hausi og sporði við- bættum hefur hvalurinn því verið um 25 m langur1 eða ívið stærri en hvalurinn sem rak árið 2010. Tveimur dögum eftir að steypireyð- urin fannst á Ásbúðum 2010 rak annan reyðarhval, að þessu sinni við Hindisvík á Vatnsnesi sem í fyrstu var talinn vera langreyður eða sandreyður (Balaen- optera borealis). Hafrannsóknastofnun fékk sýni úr dýrinu og var framkvæmd á því DNA-greining sem leiddi í ljós að dýrið var steypireyður.31 Árið eftir að Ásbúðar- og Hindis- víkurhvalina rak fannst dauð steypi- reyður á floti sex sjómílur suður af Selvogsvita, undan Herdísarvík 24. mars 2011 og var mikill óþefur af hræ- inu. Hvalurinn sem var um 20 m langur hafði komið í togaratroll en það rifn- aði og varð að sleppa trollinu. Hval- hræ á reki úti á sjó geta verið hættuleg skipum, ekki síst gríðarstór eins og af steypireyðum, svo Landhelgisgæslan hafi afskipti af hræinu.32 Hvalbein í fornleifauppgröftum Leit í rituðum heimildum að upplýs- ingum um hvalbein sem upp hafa komið við gröft í öskuhaugum eða fornum býlum bar talsverðan árangur. Voru hvalbein skráð í 72% skoðaðra heimilda sem voru alls 110 talsins (2. tafla). Í lang- flestum tilvikum voru beinin ógreind til tegundar (66% skoðaðra rita) enda flest hvalbein brotin eða illa farin, ill- greinanleg eftir útliti og stutt síðan að sameindaaðferðir til tegundagreiningar komu fram eins og áður er getið. Í 28% heimildanna voru hvalbein ekki nefnd. Á hvalbein sem höfðu verið greind til tegundar er aðeins minnst í sjö ritum af þeim 110 sem voru skoðuð (6%). Þar af fjalla þrjú ritanna sem voru frá Akurvík á Ströndum um sömu hvalaleifarnar og eru sögð úr sléttbaki (Eubalaena glacialis), líka kallaður Íslands-slétt- bakur.33,34,35 Tvö önnur rit fjölluðu um bein frá einum og sama staðnum, Utan- verðunesi í Hegranesi í Skagafirði, og voru þau bein greind sem hnúfubakur (Megaptera novaeangliae) og búrhvalur (Physeter macrocephalus).36,37 Fyrstu greiningar á hvalbeinum úr fornleifauppgreftri í öskuhaugum á Ís- landi er að finna í doktorsritgerð Tom Amorosi.38 Þessar greiningar voru ekki staðfestar til fullnustu en þær voru gerðar með samanburði við þekktar tegundir í beinasafni. Fundarstaður var Tjarnar- gata 4 í Reykjavík þegar grafið var fyrir 5. mynd. Beinagrind Ásbúðahvalsins sem fannst rekinn árið 2010 og er til sýnis á Hvalasafninu á Húsavík. – The skeleton of the Blue Whale found beached at farm Ásbúðir (N-Iceland) in 2010, now on display at the Whale Museum in Húsavík (N-Iceland). Ljósm./photo. Þorkell Lindberg Þórarinsson, 09.03.2023. 131 Ritrýnd grein / Peer reviewed
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað: 3.-4. tölublað (2023)
https://timarit.is/issue/435849

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

3.-4. tölublað (2023)

Aðgerðir: