Náttúrufræðingurinn

Árgangur
Tölublað

Náttúrufræðingurinn - 2023, Blaðsíða 51

Náttúrufræðingurinn - 2023, Blaðsíða 51
munandi eðlisefnafræðilega eiginleika og eru sérhannaðir til ákvörðunar á etanóli og skyldum efnum. Loftrýmisgreining (e. HeadSpace analysis) er tíðnotuð mæli- aðferð við magnákvörðun á rokgjörnum efnum (alkóhóli, aseton o.fl.). Þetta er eins konar eiming, og því er sýninu sprautað á gasformi í súluna. Við þetta varð mælingin bæði nákvæmari og sérhæfari en áður. Berjum var safnað af úlfareyni, ilm- reyni, silfurreyni og ylli. Hluti berjanna var geymdur í hálfan mánuð í frysti við -18°C. Við undirbúning sýnanna voru nokkur ber viktuð og sett í hettuglas sem í var vatnslausn með n-própanóli (innri staðall). Berin voru kramin með glerstaf og glasinu lokað. Glösin voru svo ásamt viðmiðunarstöðlum hituð upp í 60°C í innspýtingarbúnaði tækisins og sýni af loftfasa sprautað inn á gasgreininn. Greiningarmörk fyrir etanól og metanól voru sett við 0,1‰. NIÐURSTÖÐUR Niðurstöður rannsóknarinnar má sjá í Töflu 1. Í töflunni eru teknar saman allar mælingar í rannsókninni og sýnir hún hvernig þær dreifast milli trjá- tegunda og tímabila. Tekin voru 6 sýni af hverju tré nema ylli. Af tæknilegum ástæðum reyndist hvorki unnt að mæla öll fersku ylliberin 18. september né frystu berin 2. október. Síðarnefnda daginn var sáralítið eftir af ylliberjum á trjánum og þau fáu sem fundust voru illa skorpin. Það sem er athyglisverðast við þessar niðurstöður er að þarna er að finna mun meira af metanóli en við bjuggumst við, og engin ein trjátegund sker sig áberandi úr hvað varðar magn etanóls eða metanóls. Dreifing þessara niðurstaðna er mikil en þær gefa þó þokkalega mynd af styrk etanóls og met- anóls í berjum þeirra trjátegunda sem skoðaðar voru. Engar frostnætur voru á höfuðborgarsvæðinu á þessu tímabili og frost virðist því ekki vera forsenda fyrir myndun alkóhóls í berjum þessara trjáa. UMRÆÐA Hér er um að ræða svolitla forathugun á efni sem er áhugavert frá ýmsum sjón- arhornum.6 Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvort alkóhól væri að finna í berjum algengra trjátegunda á Íslandi. Einnig hvort alkóhól væri þar til staðar í styrk sem gæti valdið ölvunarástandi hjá smáfuglum. Hér ber að athuga að bæði etanól og metanól valda ölvunará- standi, sem þannig leggst saman. Ekki er óhugsandi að metanólið valdi sjón- skerðingu í fuglunum. Styrkur alkóhóls í reyniberjum og ylliberjum, sem hér er lýst, er ekki mjög frábrugðinn því sem aðrir hafa fundið. Ekki er mikið vitað um áhrif alkóhóls á skynfæri og hegðun fugla en þau áhrif eru meðal annars háð 139 Ritrýnd grein / Peer reviewed
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Náttúrufræðingurinn

Undirtitill:
alþýðlegt fræðslurit um náttúrufræði
Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
0028-0550
Tungumál:
Árgangar:
92
Fjöldi tölublaða/hefta:
295
Skráðar greinar:
Gefið út:
1931-í dag
Myndað til:
2023
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Náttúrufræði.
Styrktaraðili:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað: 3.-4. tölublað (2023)
https://timarit.is/issue/435849

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

3.-4. tölublað (2023)

Aðgerðir: