Náttúrufræðingurinn

Árgangur
Tölublað

Náttúrufræðingurinn - 2023, Blaðsíða 54

Náttúrufræðingurinn - 2023, Blaðsíða 54
Frerafjöll og hörfandi sífreri á Íslandi Ágúst Guðmundsson Á ÍSLANDI er sífreri víða í jarðlögum ofan 600-800 m hæðar yfir sjó. Við sérstök skilyrði finnst sífreri á láglendi, einkum í kuldagildrum þar sem kalt loft varðveitist og endurnýjast svo sem í hellum og holurðum. Mælingar á hitastigi í yfirborðsjarðlögum á hálendinu og í sífrera til fjalla voru gerðar í fáein ár um síðustu aldamót í að- draganda Kárahnjúkavirkjunar og í tvo síðustu áratugi hefur hópur norskra vísindamanna er tengist Oslóarhá- skóla mælt hitastig í jörðu á hálendinu og í fjöllum norð- anlands og austan. Hafa þeir bæði stuðst við aðgreinda síritandi hitanema og við strengi með þéttri röð hitanema í fjórum borholum. Tilvist sífrera á Íslandi þykir því staðfest. Ummerki um fornan sífrera er víða að finna á hálendi lands- ins og í fjöllum á útjöðrum þess. Sérstaklega er þetta áberandi á utanverðum Vestfjörðum, í fjöllum norðanlands (Frá Húnavatnssýslum austur í Suður-Þingeyjarsýslu) og í Austfjarðafjallgarði. (Að auki finnst virkur sífreri í stökum háum fjöllum á sunnanverðu landinu). Skýr dæmi má sjá í landmótun, djúpri frostveðrun fjalla og mikilli útbreiðslu urðarjöklasets (e. relict rockglacier deposits). Þetta eru talin skýrustu einkenni um tilvist sífrera að fornu og nýju í fjallahlíðum. Greining á rúmfræðilegri stöðu fornra urðar- jökla á Tröllaskaga bendir til að á myndunartíma sumra þeirra hafi loftslag verið meira en 3-5 °C kaldara en hér ríkir nú. Rannsakendur sem unnið hafa á Tröllaskaga síð- ustu tvo áratugi telja að margir virku urðarjöklanna þar séu yngri en 5-6 þúsund ára. Á hálendinu sést hörfun sífrera í freðmýrum með frerarústum (e. palsas) og að frerakúpur (e. lithalsas) hærra í landinu eru að falla saman. Talið er að megnið af slíkum sýnilegum sífrera hafi tekið sér bólfestu á litlu ísöldinni eða tímabilinu 1350-1900. Hörfandi sífreri í fjallahlíðum er talinn leiða til aukinnar tíðni og stækkandi skriðufalla sem eiga upptakasvæði í þiðnandi lausum jarðlögum. INNGANGUR Íslendingar hafa um langan aldur þekkt að frost getur verið í jörðu árið um kring og kallast slíkt sífreri. Menn þekkja þetta sérstaklega í hellum þar sem ís hefur legið í botni þeirra árið um kring og jafn- vel lokað þeim langtímum saman svo sem var í Víðgelmi í Hallmundarhrauni. Líklega liggur sífreri lægst yfir sjávar- máli hérlendis í kuldagildrum eins og hellum og holurðum (opnum stór- grýttum urðum þar sem djúpt er á fí- nefni) því kalt loft er tiltölulega eðlis- þungt og sígur því niður og helst kalt með nýju köldu lofti á næsta vetri. Smalar sem fóru um gróðursælar mýrar á hálendinu sunnan Hofsjökuls sáu að gróðurlitlar kúpur í mýrunum höfðu ískjarna undir tiltölulega þunnri jarð- vegsþekju (samtal við fjallmenn Gnúp- Náttúrufræðingurinn 93 (1–2) bls. 142–158, 2023 Náttúrufræðingurinn 142 Ritrýnd grein / Peer reviewed
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað: 3.-4. tölublað (2023)
https://timarit.is/issue/435849

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

3.-4. tölublað (2023)

Aðgerðir: