Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2023, Síða 54

Náttúrufræðingurinn - 2023, Síða 54
Frerafjöll og hörfandi sífreri á Íslandi Ágúst Guðmundsson Á ÍSLANDI er sífreri víða í jarðlögum ofan 600-800 m hæðar yfir sjó. Við sérstök skilyrði finnst sífreri á láglendi, einkum í kuldagildrum þar sem kalt loft varðveitist og endurnýjast svo sem í hellum og holurðum. Mælingar á hitastigi í yfirborðsjarðlögum á hálendinu og í sífrera til fjalla voru gerðar í fáein ár um síðustu aldamót í að- draganda Kárahnjúkavirkjunar og í tvo síðustu áratugi hefur hópur norskra vísindamanna er tengist Oslóarhá- skóla mælt hitastig í jörðu á hálendinu og í fjöllum norð- anlands og austan. Hafa þeir bæði stuðst við aðgreinda síritandi hitanema og við strengi með þéttri röð hitanema í fjórum borholum. Tilvist sífrera á Íslandi þykir því staðfest. Ummerki um fornan sífrera er víða að finna á hálendi lands- ins og í fjöllum á útjöðrum þess. Sérstaklega er þetta áberandi á utanverðum Vestfjörðum, í fjöllum norðanlands (Frá Húnavatnssýslum austur í Suður-Þingeyjarsýslu) og í Austfjarðafjallgarði. (Að auki finnst virkur sífreri í stökum háum fjöllum á sunnanverðu landinu). Skýr dæmi má sjá í landmótun, djúpri frostveðrun fjalla og mikilli útbreiðslu urðarjöklasets (e. relict rockglacier deposits). Þetta eru talin skýrustu einkenni um tilvist sífrera að fornu og nýju í fjallahlíðum. Greining á rúmfræðilegri stöðu fornra urðar- jökla á Tröllaskaga bendir til að á myndunartíma sumra þeirra hafi loftslag verið meira en 3-5 °C kaldara en hér ríkir nú. Rannsakendur sem unnið hafa á Tröllaskaga síð- ustu tvo áratugi telja að margir virku urðarjöklanna þar séu yngri en 5-6 þúsund ára. Á hálendinu sést hörfun sífrera í freðmýrum með frerarústum (e. palsas) og að frerakúpur (e. lithalsas) hærra í landinu eru að falla saman. Talið er að megnið af slíkum sýnilegum sífrera hafi tekið sér bólfestu á litlu ísöldinni eða tímabilinu 1350-1900. Hörfandi sífreri í fjallahlíðum er talinn leiða til aukinnar tíðni og stækkandi skriðufalla sem eiga upptakasvæði í þiðnandi lausum jarðlögum. INNGANGUR Íslendingar hafa um langan aldur þekkt að frost getur verið í jörðu árið um kring og kallast slíkt sífreri. Menn þekkja þetta sérstaklega í hellum þar sem ís hefur legið í botni þeirra árið um kring og jafn- vel lokað þeim langtímum saman svo sem var í Víðgelmi í Hallmundarhrauni. Líklega liggur sífreri lægst yfir sjávar- máli hérlendis í kuldagildrum eins og hellum og holurðum (opnum stór- grýttum urðum þar sem djúpt er á fí- nefni) því kalt loft er tiltölulega eðlis- þungt og sígur því niður og helst kalt með nýju köldu lofti á næsta vetri. Smalar sem fóru um gróðursælar mýrar á hálendinu sunnan Hofsjökuls sáu að gróðurlitlar kúpur í mýrunum höfðu ískjarna undir tiltölulega þunnri jarð- vegsþekju (samtal við fjallmenn Gnúp- Náttúrufræðingurinn 93 (1–2) bls. 142–158, 2023 Náttúrufræðingurinn 142 Ritrýnd grein / Peer reviewed

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.