Mímir - 01.07.1987, Blaðsíða 11

Mímir - 01.07.1987, Blaðsíða 11
kenna. Krafan hlýtur að vera sú að launa kennarana og starfsliðið þolanlega svo að þetta starfsfólk skili sinni vinnu til Háskólans. Það er aðalatriðið. Finnst ykkur kannski að kennarar ættu að fá rannsóknaleyfi örar? Bjarni: Eg er ekkert viss um það, þetta á að duga þeim. Aðalatriðið er að þeir þurfi ekki að vera að standa í því að snapa peninga út um borg og bý. Eiríkur: Kannski væri líka betra að skipu- leggja kennsluna öðruvísi, til dæmis þannig að menn kenndu mikið eitt misserið en sinntu svo rannsóknum hitt misserið. Þegar ég var stunda- kennari kenndi ég einu sinni tólf tíma á viku, sem var nú ansi mikið, en einhvern veginn finnst mér að tímafjöldinn skipti ekki svo miklu máli því það fer hvort sem er allur tím- inn í kennsluna. Höskuldur: Launakjörin bitna náttúrulega ekki bara á rannsóknum heldur líka á kennsl- unni, vegna þess að þegar launin eru ekki nógu há kenna menn meira og þá væntanlega ekki eins vel og þeir myndu annars gera. En það kemur auðvitað líka niður á kennslunni þegar dregið er úr rannsóknum því að þá tengjast ekki rannsóknirnar kennslunni eins og vera skyldi. Matthías: Þetta er reyndar aðalmálið held ég, og það þurfa menn að athuga þegar kenn- arar við Háskólann eru gagnrýndir fyrir að- gerðaleysi og ónóga þróun í kennsluháttum. Önnur hlið er líka á þessu máli. Þegar ekki er borin meiri virðing fyrir kennurum en svo að þeim eru boðin hálf vinnukonulaun fyrir störf sín — þá skapast óánægja sem hlýtur að hafa neikvæð áhrif á starfsandann. „Stofnun verður aldrei mikilvirkari en fé segir til um.“ Hvert er hlutverk rannsóknastofnana ís- lenskudeildarinnar? Við skulum byrja á Mál- vísindastofnun? Höskuldur: Hlutverk þeirra er, eins og það er skilgreint í reglugerðum, annars vegar að sinna grundvallarrannsóknum og skapa að- stöðu fyrir styrkþega og fræðimenn til fræði- starfa, og hins vegar að gefa út ýmis fræðirit. En það má kannski segja að þær séu meira og minna vísir að stofnunum, því að þetta hefur allt gengið miklu hægar en menn létu sig dreyma um í upphafi þegar þeim var komið á fót. . .. En Bókmenntafræðistofnun? Bjarni: Mér skilst nú að uppbygging stofnun- arinnar sé með svipuðu sniði og reglugerð Mál- vísindastofnunar, svipuð ákvæði. Þar eru talin upp í mörgum liðum ætlunarverk hennar, en fæst af því hefur komist í verk. Skýringin er ósköp einföld; stofnun verður aldrei mikilvirk- ari en fé segir til um, og þessar stofnanir allar hafa verið meira og minna sveltar af ríkisins hálfu. Þó verð ég að segja að við í Bókmennta- fræðistofnun höfum gefið út ágæta ritröð, rauðu ritröðina, og þar er margt ágætra rita. Við höfum gefið út fræðirit og svo fellur líka undir stofnunina Studia Islandica sem Sveinn Skorri hefur ritstýrt. Allt er þetta góðra gjalda vert. Þá höfum við komið út hugtakaorðabók svo- kallaðri en sú bók var nánast eingöngu kostuð af Vísindasjóði. Nú er verið að vinna að bóka- skrá um tímaritsgreinar og sú vinna er ein- göngu kostuð af Vísindasjóði. Það er Iátlaus barátta stofnunarinnar að hjara og hvað henni tekst það lengi veit enginn. En ég verð að segja það að miðað við aðstæður hefur stofnunin komið ýmsu góðu til leiðar. En Málvísindastofnun, stendur hún fyrir einhverri útgáfu? Eiríkur: Já, hún gerir það. Það stendur reyndar svolítið öðruvísi á með hana en Bók- menntafræðistofnun að því leyti að starfsemi hennar lá alveg niðri í 10 ár og fékk engar fjár- veitingar á því tímabili, þannig að það var minna að þessu staðið. En hún hefur gefið út núna á síðustu árum dálítið af kennsluritum og líka endurprentanir á löngu uppseldum ís- lenskum málfræðiritum. Eru einhver tengsl milli þessara stofnana og nemenda? Bjarni: Já, bæði er nú eins og þið vitið einn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.