Mímir - 01.07.1987, Page 12

Mímir - 01.07.1987, Page 12
fulltrúi nemenda sem situr í stjórn og svo hafa nentendur stundum unnið í þágu Bókmennta- fræðistofnunar, t.d. i sambandi við hugtaka- bókina okkar, en allnokkrir nemendur unnu við gerð hennar. Þannig að nemendur eiga að vita hvað er að gerast í þessari stofnun. Matthías: Og hún gefur líka út ritgerðir nemenda. Bjarni: Já, við höfum nú guggnað á B.A.- ritgerðum, en t.d. í Stúdíu hefur komið út hver kandídatsritgerðin á fætur annarri og það má segja að þar séu beinlínis fræðileg tengsl við nemendur. Skrifi nemandi verulega góða rit- gerð, hvort sem það er í fornum eða nýjum bókmenntum, þá hefur hann möguleika á að koma henni á prent. Það var algerlega vonlaust þegar ég var við nám. Matthías: Þetta er eini möguleikinn sem nemendum hefur gefist að gefa út ritgerðir sín- ar. Eða nánast. Höskuldur: Það má segja að þetta vanti hjá okkur í málfræðinni. Það hefur reyndar verið rætt svolítið hvort ekki væri rétt að koma upp einhverju slíku kerfi, þar sem væru gefnar út með einhverjum hætti námsritgerðir eða kandídatsritgerðir nemenda. Sumir framtaks- samir nemendur, eins og t.d. Eiríkur þegar hann var í námi, fjölrituðu ritgerðir sínar í nokkrum eintökum og það er löngu uppselt. En það er talsverð eftirspum eftir svona rit- gerðum, því það liggur oft mikil vinna í þeim og þetta er oft efni sem er hvergi annars staðar fáanlegt. Það er því nauðsynlegt að hægt sé að koma þessu á framfæri með einhverjum hætti. .. eðlilegast að Háskólinn fái að ráða sínum málum sem mest sjálfur.“ Hver er afstaða ykkar til valdsviðs mennta- máiaráðherra varðandi stöðuveitingar innan skólans? Eiríkur: Það er náttúrulega eðlilegast áð Há- skólinn fái að ráða sínum málum sem mest sjálfur og ákvarðanir um stöðuveitingar ættu að vera að mestu leyti innan skólans. En hitt er annað mál að af vissum ástæðum getur verið erfitt að hafa það algjörlega fast. Þannig að ég sé ekki að hjá því verði komist að ráðherra hafi endanlegt vald um þetta. Hins vegar ætti Há- skólinn að standa svo vel að tillögum sínum um slík mál að ráðherra hljóti að fallast á þær. Ég sé engan annan kost. Höskuldur: Þótt við í Heimspekideild skipurn dómnefndir fyrir lektorsráðningar þá er það engin skylda og ráðherra er heldur alls ekki skylt að fara eftir niðurstöðum dómnefndanna. Hann getur því skipað hvern sem er í lektors- embætti þótt viðkomandi hafi ekki fengið hæfnisdóm. Þetta á hins vegar ekki við varð- andi ráðningu dósenta eða prófessora. Háskól- inn hefur farið fram á að lögum og reglugerð- um yrði breytt þannig að sömu reglur giltu við lektorsráðningar og gert tillögur um breytingar á reglugerð um það, en sú breyting strandaði í ráðuneytinu. Og ég tel að þessu ætti að breyta þannig að ráðherra sé ekki heimilt að setja eða skipa mann í lektorsembætti sem dæmdur hef- ur verið óhæfur. Bjarni: Já, því er ég sammála, en ég tel eðli- legt að menntamálaráðherra hafi úrslitavald um stöðuveitingar enda hefur reynslan sýnt að hann fer yfirleitt eftir tillögum deildar. Eiríkur: Það má kannski bæta því við að það myndi náttúrulega fylgja með í kaupunum að stúdentar misstu atkvæðisrétt sinn í lektors- kjörinu ef sömu reglur giltu um veitingu lektorsembætta og prófessorsembætta. Bjarni: Og svo er eitt dálítið mikilvægt atriði í sambandi við lektorsstöður, og reyndar aðrar stöður, að aðstæður umsækjenda geta verið mjög ólíkar. Sumir þeirra eru kannski stunda- kennarar við Háskólann og hafa unnið sér til lofs þar, en aðrir hafa dvalist og starfað erlendis og eru e.t.v. lítt kunnir meðal manna hér heima. Ef deildin ætti sjálf að ráða væru þeir síðar- nefndu nánast útilokaðir frá því að fá starfið, því allur þunginn færi í að fá þá sem fyrir eru. En er ekki hugsanleg einhver önnur lausn á þessu svo ráðherra hafi ekki endilega þetta úr- slitavald, t.d. þannig að ákveðinn fulltrúi ráð- herra sæti í nefnd sem réði stöðuveitingum? Því það getur vissulega komið upp sú staða að ráð- herra fari ekki eftir tillögum dómnefndar. 12

x

Mímir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.