Mímir - 01.07.1987, Blaðsíða 21

Mímir - 01.07.1987, Blaðsíða 21
litaheiti af þessum toga fyrir sem ekki sjást hjá körlunum þ.e. dökkgrátt og Ijósbleikt. Ljósrautt kemur fyrir sem nafn á tveimur litum: lit númer 10 (sjá viðauka), sem að mínu mati er bleikur litur, og númer 21 (sjá viðauka) sem er appelsínugulur eða -rauður litur. Það bendir til þess að ekki séu öllum körlum þessi litaheiti (bleikt og appelsínugult) töm, og ég held að engin kona myndi taka sér litarheitið Ijósrautt í munn. Þá vaknar sú spurning hvort bleikt eigi heima með hinum grunnlitunum. Ljósbrúnt hjá körlunum kem- ur í staðinn fyrir beis og drapplitað hjá konunum, og dökkrautt hjá körlunum verður dimm- eða hárautt hjá konunum. Dökkgrátt hjá konunum er grátt eða stein- grátt hjá körlunum og þegar konur svara Ijósbleikt eru málningarlitirnir beinhvítt og beingult komnirtil sögunnar hjá körlunum. Það er einnig athyglisvert að sjá þau svið sem fólk leitar fanga á með litaheiti sem falia í 3. flokk. Konurnar notuðu litaheiti sem vís- uðu til matar, en þau sem fram komu eru þessi: sítrónugult, kirsuberjarautt, karrígult, sinnepsgult, ferskjulitað, plómulitað. Karlarn- ir hafa engin slík litaheiti, nema appelsinugult og vínrautt, en það verða að teljast of gróin litaheiti í málinu til þess að geta haft beina skírskotun til ávaxtarins og vínsins. Konur nefna húðlit og andlitslit en slík heiti koma aldrei fyrir hjá körlunum. Þessi heiti voru svör við Iit númer 17, en þar komu karlarnir með beinhvítt og beingult eins og áður gat. Einn flokk litaheita fann ég sem karlar sitja einir að, og voru það litaheiti sem vísuðu til hægða. Hjá körlunum koma fyrir heitin barnaskítsgult og smábarnakúkagult í lit númer 13 (sjá viðkauka), en konur hafa ein- mitt karrígulan og sinnepsgulan þar, en þau heiti falla undir iitaheiti tengd mat, eins og áður var minnst á. Lit númer 14 (sjá viðauka), vill einn karlinn nefna kúkabrúnan, en þar hafa konurnar brúnt, rauðbrúnt og leirrautt. í könnun Birgittu Bragadóttur, sem um gat í kafla 3.2, kom m.a. fram að karlar notuðu frekar nöfn málningarlita en konur. í könnun minni nefndu aðeins karlar litaheitin beinhvítt og beingult, sem teljast málningarheiti, en ein kona sagði að litur númer 1 væri út í okkur- gult, sem telst líka vera málningarheiti. Þann lit nefndu flestir karlarnir bara gulan, en einn nefndi hann dökkgulan. Ef litið er á afmörkuðustu litaheitin, eða þau sem falla í 4. flokk, kemur í ljós að konur not slík litaheiti tvisvar sinnum oftar en karl- arnir í könnuninni. Konurnar svara 19 sinn- um með orðum úr þessum flokki en karlarnir 9 sinnum. Það er einnig eftirtektarvert að öll níu svörin hjá körlunum tengjast lilla eða drapplituðu, en konurnar hafa talsvert meiri fjölbreytni í þessum flokki þó flest heitin teng- ist þessum litum hjá þeim einnig. Nokkrar nota líka beis en það heiti kemur í stað drapp- litaðs hjá körlunum og sumum kvennanna. Meira mætti fjalla um niðurstöður þessarar könnunar, þótt ófullkomin hafi verið, en hér verður látið staðar numið að sinni. 4.4 Niðurstöður Greinilegt er að um nokkurn mun er að ræða á notkun Iitaheita hjá konum og körlum. Konur virðast nota nákvæmari Iitaheiti en karlar. Ef litið er á mun á notkun litaheita eft- ir aldri kemur í ljós að hann er minni en á milli kynja. 5. Kvennaorð? 5.1 Könnun á notkun lýsingarorða Könnun mín á notkun lýsingarorða fór þannig fram að ég hafði lista með 18 lýsingar- orðum, flestum úr slangurorðabókinni eins og áður sagði. Þátttakendur voru spurðir hvort þeim væru orðin töm, eða hvort þeir notuðu þau stundum eða aldrei. Spurt var til dæmis þannig: „Mundir þú segja að eitthvað væri huggulegtT''. Eins og gefur auga leið er þetta mjög gallað form. Þegar fólk er spurt svona, svarar það kannski eins og það sjálft óskar að tala, frekar en eins og það talar í raun og veru. Á þetta 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.