Mímir - 01.07.1987, Síða 34

Mímir - 01.07.1987, Síða 34
Það sem blaðamaðurinn frá New York Times gerir uppvíst er að margar af þeim spurningum sem beint er til táknfræðinnar ber að skoða í ljósi þessarar kreppu, hreinlega af því að afturhvarf til táknsins og merkingar- innar er eða verður leit að nýjum líkönum, nýjum skilningsháttum. Fráleiðsluhugtak Peirce Peirce var ákaflega snokinn fyrir þrenndum. Hans eigin táknhugtak byggir á einni slíkri þríeind tákn-hlutur-túlkun, og þessari þríeind táknsins skipti hann aftur upp í nýjar þríeindir og svo framvegis þar til hann gat í bréfi til Lady Welby gert heyrinkunnugt að til væru 310 eða 59049 mismunandi tákngerðir. Þeir eru ekki margir sem hafa tekið þessa hugmynd alvar- lega, og sjálfur tók Peirce sér fyrir hendur að fækka gerðunum niður í 10 höfuðflokka. í augum Peirce lá það í hlutarins eðli að bæta þyrfti við hinar tvær þekktu rökgreining- araðferðir, aðleiðslu (induction) og afleiðslu (deduction), þriðju aðferðinni sem hann nefndi fráleiðslu (abduction). Við skulum að lokum skoða dæmi um beitingu þessa hugtaks, sem varpar ljósi á stefnur innan táknfræðinnar. Skýrasta dæmið um þessar þrjár tegundir röksemdafærslu er að finna í hinu svonefnda „Famous 1878 Beanbag" eftir Peirce.20 Deduction Rule All the beans from this bag are white Case These beans are from this bag Result These beans are white Induction Case These beans are from this bag Result These beans are white Rule All the beans from this bag are white Abduction Rule All the beans from this bag are white Result These beans are white Case These beans are from this bag Af þessu dæmi má vera ljóst að fráleiðslan (abduction) er nánast eins konar ágiskun, og það var hald Peirce að auka ætti fjölbreytni rökhugsunarinnar með fráleiðsluaðferðinni, meira að segja þótt það yrði þá á kostnað viss- unnar. „But we must conquer the truth by guessing, or not at all“, segir Peirce. Aðferðin hefur verið borin saman við aðferð leynilögreglumannsins, þ.e.a.s. þá aðferð hans að smíða tilgátur á grundvelli innsæis. Vel mætti bæta við að aðferðin rær mjög svo á sömu mið og listamaðurinn í aðferð sinni. Táknfræöin nú á dögum Það er skoðun mín að hægt sé að nálgast frá- leiðsluhugtakið á þrjá mismunandi vegu í táknfræði, jafnvel þótt sú skipting sé ekki kom- in frá Peirce sjalfum. I fyrsta lagi er um að ræða viðleitni til að sjá fráleiðslu sem ófullkomna afleiðslu. Þessi til- hneiging er ríkjandi í amerískri táknfræði sem hugsanlega mætti nefna „atferlissinnaða tákn- fræði" og tengja hana þar með Charles Morris. Bókin The Sign of Three (1983), þar sem sam- an standa greinar um fráleiðslu, gátuleiki og spæjarana þrjá Dupin, Holmes og Peirce, er jafnframt ágætt dæmi um þessa nálgun að frá- leiðsluhugtaki Peirce. Hugtakið er þá skilið sem leikur, og Peirce tekur á sig gervi leyni- lögreglumanns. Fráleiðslan er sett upp sem að- ferð frábrugðin formlegri rökfræði, og er þá gert ráð fyrir að hugtakið geti átt samleið með vísindunum sé það skoðað sem ófullþroska afleiðsla — afleiðsla í púpumynd — ásamt nokkrum lausum endum. Markmiðið með þessari grein táknfræðinnar er pósitívísk boðskiptakenning eða með öðrum orðum atferlisfræðileg táknfræði sem er í stakk búin að gera grein fyrir lyklum og venjum í mannlegum samskiptum og helst bjóða um leið upp á drög að kenningu um athafnir. í langri grein, sem ber heitið „Peirce’s General Theory of Signs“, kemst W.J. Callaghan að þessari niðurstöðu: 34
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Mímir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.