Mímir - 01.07.1987, Síða 37

Mímir - 01.07.1987, Síða 37
Roland Barthes: Frá Verki til Texta Undanfarin ár hefur átt sér stað breyting á hugmyndum okkar um tungumálið og þar af leiðandi á (bókmennta)verkinu, og á hún rætur að rekja til tungumálsins eða í það minnsta til- vistar þess sem fyrirbæris. Breyting þessi er augljóslega tengd yfirstandandi þróun í málvís- indum, mannfræði, marxisma og sálgreiningu, auk fleiri greina (ég segi aðeins „tengd“: Þá er ekkert sagt um að annað sé orsök hins, ekki einu sinni margræð eða díalektísk orsök). Þessa viðhorfsbreytingu til verksins þarf ekki nauð- synlega að rekja til innri endurnýjunar í hverri og einni þessarra greina heldur skurðpunkts þeirra á fleti tiltekins viðfangsefnis, sem sam- kvæmt hefð er ekki frá neinni þeirra komið. Reyndar má segja að þverfagleg starfsemi, sem í dag er svo mikils metin í rannsóknarstörfum, verði ekki stunduð með því einu að stefna sam- an ýmsum einstökum fræðigreinum; þverfagleg fræði eru engin afþreyingariðja: Þau heijast fyrst á árangursríkan hátl (ekki einfaldlega með því að setja fram fróma von) þegar sam- trygging gömlu greinanna brotnar niður, jafn- vel í öflugum tískusveiflum, og þá kemur til skjalanna nýtt viðfangsefni, nýtt tungumál, sem hvorugt fellur undir svið þeirra eldri fræði- greina sem ætiunin var að sætta. Það eru ein- mitt slíkir erfiðieikar í flokkun sem réttlæta að maður tali hér um viss umskipti. Umskiptin, sem virðast hafa áhrif á viðhorf- ið til verksins, má samt sem áður ekki ofmeta; þau eru fremur þáttur í þekkingarfræðilegri til- færslu en raunverulegt rof eins og átti sér stað á síðustu öld með tilkomu marxisma og sálgrein- ingar; ekkert nýtt rof hefur orðið síðan þá og raunar má segja að síðustu hundrað árin hafi einkennst af endurtekningu. Sagan, Saga okkar, Ieyfir okkur núna aðeins að færa úr stað, bregða út af, ganga skrefí lengra, hafna. Rétt eins og kenningar Einsteins knýja okkur til að gera ráð fyrir afstœði viðmiðunarpunkta í við- fangsefni rannsóknarinnar, þá knýja sameinuð viðhorf marxisma, freudisma og formgerðar- stefnu okkur í bókmenntafræði til að hyggja að afstæði skrifara, lesanda og skoðanda (gagnrýn- anda). Andspænis hefðbundnu newtonsku hug- myndinni um verk, kemur nú fram krafa um nýtt viðfangsefni, sem tilkomið er vegna til- færslu eða umskipta á fyrri hugtökum. Þetta viðfangsefni er Textinn. Ég veit að þetta er tískuorð (ég hneigist til að nota það oft sjálfur) því vakna grunsemdir á vissum stöðum; en einmitt þess vegna vil ég endurskoða helstu yrðingarnar, en í skurðpunkti þeirra er Text- Roland Barthes. 37
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Mímir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.