Mímir - 01.07.1987, Blaðsíða 43
formi tjáningar og formi inntaks. Vinnulíkanið
verður því að hafa þann búnað sem sýni hæfi-
leika tungumálsins sjálfs til að mynda innri
mótsagnir. Það verður líka að sýna hvernig
estetísk notkun á tilteknu tungumáii er einhver
hentugasta leiðin til að mynda þessar mótsagn-
ir. Loks verður líkanið að sanna að allar mót-
sagnir sem myndaðar eru með estetískri
notkun tungumálsins á því plani þar sem form
tjáningar er, bera jafnt í sér mótsagnir á formi
inntaksins; endanlega leiða þær síðan til gjör-
breyttrar skipunar á hugmyndum okkar um
heiminn og sýn á hann.
Við skulum ýta þessari tilraun úr vör með
því að ímynda okkur ákveðnar frumaðstæður
sem komast í kreppu: þetta er aldingarðurinn
Eden og íbúarnir mæla á edenska tungu.
Ég fæ líkan mitt að því tungumáli lánað úr
Grammarama-athugun G. Millers (Psychology
and Communication, New York 1967), nema
Miller útbjó líkan sitt ekki sérstaklega fyrir
edenskt tungumál. Hann var einungis að velta
því fyrir sér hvernig einn málnotandi framleið-
ir tilviljanakenndar runur eininga með tveimur
grunntáknum (D og R) og fær við þeim stjórn-
uð viðbrögð sem búin eru til í því skyni að
skýra hvaða runur eru málfræðilega rétt mynd-
aðar; síðan prófaði Miller hæfni málnotandans
til að raða saman myndunarreglunum á þeim
runum sem reyndust réttar. Líkani hans var
raunar ætlað að vera athugun á tungumála-
námi, en í minni tilraun hittum við fyrir þau
Adam og Evu sem vita þegar hvaða runur eru
réttar og beita þeim í samræðum sínum jafnvel
þótt þau hafi aðeins óljóst hugboð um þær
myndunarreglur sem að baki búa.
Merkingareiningar og merkingarbærar
runur í aldingarðinum Eden
Þótt þau búi við allsnægtir hafa Adam og
Eva fundið upp afar takmarkaðar runur af
merkingareiningum sem valda því að tilfinn-
ingaleg viðbrögð þeirra við jurta- og dýraríki
skipa sér í röð þar sem eitt er tekið fram yfir
annað, en á hinn bóginn beita þau þessum
runum síður til að flokka hvert fyrirbæri sér-
staklega eða gefa því nafn. Þessar merkingar-
einingar má flokka í sex riðla:
Já vs Nei
Ætt vs Óætt (Þar sem ætt stendur fyrir „ætlað
til áts“, „matvæli“, „mig langar í
mat“, og svo framvegis.)
Gott vs Vont (Þessi andyrðing spannar jafnt
siðferðislega og líkamlega
reynslu.)
Fallegt vs Ljótt (Þessi andyrðing spannar öll
stig yndis, skemmtunar, löng-
unar.)
Rautt vs Blátt (Þessi andyrðing nær yfir öll
smástígustu blæbrigði reynsl-
unnar af litaskalanum: jörðin
er skynjuð rauð og himinninn
blár, kjötið er rautt en steinar
eru bláir, og svo framvegis.)
Snákur vs Epli (Þetta er eina andyrðingin sem
merkir hluti fremur en eigin-
leika hluta eða viðbrögð við
þeim. Við skulum átta okkur á
því að á meðan allir aðrir hlut-
ir eru innan seilingar, vaxa
þessir tveir síðustu öðruvísi
fram sökum síns framandi
eðlis; við skulum bara játa það
strax að lykillinn nær ekki
utan um þessar tvær menning-
areiningar fyrr en Guð hefur
kveðið upp staðreyndadóm
sinn um ósnertanleika eplisins.
Því gerist það að þegar snákur-
inn kemur í ljós hringaður um
tréð þar sem eplið hangir, þá
er dýrið með einhverjum hætti
skráð sem mótsvörun við
ávextinum og verður að sér-
stakri menningareiningu á
meðan öll önnur dýr eru
skynjuð sem „æt“ eða „vond“
eða jafnvel „rauð“ án þess að
þar komi til frekari sértekning
frá heillegri skynjun á heimin-
um.)
43