Mímir - 01.07.1987, Side 46

Mímir - 01.07.1987, Side 46
Það gefur auga leið að ein menningareining leiðir að annarri og þannig verða til raðir af merkingartengdum keðjunr: (1) Rautt = Ætt = Gott = Fallegt Blátt = Óætt = Vont = Ljótt Engu að síður er Adam og Evu það um megn að nefna þessar einingar, og þá jafnframt skilja þær, nema þau beini þeim í farvegi merkingarþærra forma. Því hefur þeim verið séð fyrir (eða öðlast kannski smátt og smátt) sannkölluðu frummáli sem nægir til að tjá þessi hugtök. Tungumálið samanstendur af tveimur hljóð- unr, A og B, sem hægt er að raða niður með ýmsu móti eftir samsetningarreglunni X,«Y,X. Þetta þýðir að sérhver runa þarf að byrja á öðru hvoru frumhljóðinu og halda áfram með tt-endurtekningum á hinu og síðan skal enda á því fyrra. Svona regla leyfir framleiðslu á óend- anlega mörgum röðum af setningafræðilega réttum runum. En Adam og Eva hafa skýrt af- markaðan orðaforða sem nær nákvæmlega yfir ofangreindar menningareiningar. Og þannig starfar þá lykillinn: undir Veru/Neind og jafnvel túlkað aðstæður á þorð við Velþóknun/Vanþóknun og þannig koll af kolli. Fleiri eru setningafræðireglurnar ekki nema sú staðreynd að ef tvær runur eru tengdar hvor annarri komast menningareiningar þeirra fyrir vikið í gagnvirkt samband: BAAAB, ABBBBBA þýðir til dæmis „eplið er rautt“ en líka „rautt epli". Adam og Eva eru fullfær um að þeita sínu edenska tungumáli, en þó er eitt sem þeim reynist erfitt að átta sig alveg á: myndunarregl- an að baki rununum. Þau hafa einhvers konar hugboð urn hana, en þó þannig að þeim sýnast AA og BB runurnar vera afbrigðilegar. Og það sem meira er, þeim er það gersamlega hulið að hægt sé að gefa sér fleiri réttar runur. Þetta er öðrum þræði út af því að þau hafa enga sér- staka þörf fyrir þær sökum þess að það er ekkert fleira sem þau langar að gefa nafn. Þau þúa í heimi sem hefur gnægðir alls, allt er í friðsælu jafnvægi og allar óskir jafnharðan upp- fylltar og þau rnerkja ekki hjá sér neinar þarfir eða nauð. Því er það að merkingartengdu keðjurnar úr (1) taka á sig þessar formgerðir: (2) ABA Ætt BAB Óætt ABBA Gott BAAB Vont ABBBA Snákur BAAAB Epli ABBBBA Fallegt BAAAAB Ljótt ABBBBBA Rautt BAAAAAB Blátt Að auki býr lykillinn yfir tveimur áhrifs- völdum sem hægt er að nota í öllum aðstæð- um: AA = Já BB = Nei (3) ABA = ABBA = ABBBBA = Éta Gott Fallegt BAB = BAAB = BAAAAB = Ekki Éta Vont ABBBBBA = BAAAB = AA Rautt Epli Já BAAAAAB = ABBBA = BB Ljótt Blátt Snákur Nei Orð jafngilda þannig hluturn (eða öllu held- ur þeim kenndum sem Adam og Eva vita af) og hlutir jafngilda orðum. Það er því eðlilegt að þau sjái út úr þessu nokkur merkingartengsl svo sem: sem geta staðið fyrir Leyfi/Bann eða ef svo ber (A) ABA = Rautt 46

x

Mímir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.