Mímir - 01.07.1987, Page 49

Mímir - 01.07.1987, Page 49
þessari röklegu mótsögn og opnar Iíka mögu- leika á því að skilja hugtakið af innsæi og á margræðan hátt (með því að nota lykilinn ofur- Iítið margrætt). Og hér eftir vísa þau til eplisins með (8) ABBBBBABAAAAAB (það rauðbláa). Þetta nýja hugtak tjáir þversögn án þess þó að það knýi mælandann til að koma henni í búning eftir venjubundnum rökreglum, sem myndu raunar útiloka hana. En þetta hrærir upp áður ókunnar kenndir hjá Adam og Evu. Svona óvenjulegt hljóð heillar þau, og þá ekki síður sú formnýjung sem þau hafa útbúið fyrir rununa. Boðið í (8) er greinilega margrætt þeg- ar litið er á form inntaksins, en þarna er form tjáningarinnar Iíka margrætt. Það er þannig farið á afar frumstæðan hátt að vísa um sjálft sig. Adam segir /rauðblátt/ en hann lítur ekki því næst beint á eplið heldur tautar þennan furðulega hljóðkökk aftur og aftur eins og ringlaður krakki. Þetta er ef til vill í fyrsta sinn sem hann er farinn að skoða orð í stað þeirra hluta sem þau standa fyrir. Myndun estetískra boða Þegar Adam skoðar (8) betur gerir hann mjög óvænta uppgötvun: ABBBB5A5AAAAAB hefur nákvæmlega í miðjunni rununa BAB (sem þýðir óætt). Þetta er alveg furðulegt: í gegnum rauðblátt hefur eplið innbyggða í formgerð sína formlega vís- bendingu um óætið sem áður virtist aðeins vera ein af hjámerkingum þess á plani inntaks- formsins. Nú er eplið á hinn bóginn meira að segja orðið óætt á plani tjáningarinnar. Adam og Eva hafa nú Ioksins uppgötvað estetíska notkun tungumálsins. E(n þau eru samt ekki enn gagntekin af henni. Fyrst þarf löngunin í eplið að verða þrásæknari; öll reynslan í kring- um eplið á enn eftir að grípa þau sterkari tök- um ef úr á að verða estetísk hvöt. Þetta vissu rómantíkerarnir mætavel: listin verður aðeins til þegar stórbrotnar ástríður gjósa fyrirvara- laust upp (jafnvel þótt ástríðan beinist einungis að tungumálinu). Adam er nú farinn að verða haldinn þeirri ástríðu sem beinist að tungumál- inu. Þetta er allt mjög spennandi. En eplið hleypir líka af stað annarri ástríðu hjá Adam: eplið er Forboðni Ávöxturinn og þar sem það er eina fyrirbærið í aldingarðinum sem er því- líkrar náttúru hefur það alveg sérstakt aðdrátt- arafl fyrir hann, það hefur eiginiega eplapíl, ef þannig mætti orða það. Það kemur manni svo sannarlega til að spyrja „hvers vegna?“ Þó er það forboðni ávöxturinn sem hefur getið af sér áður óþekkt orð — forboðið orð? Nú eru kom- in á náin tengsl milli logandi löngunar í eplið og ástríðu til tungumálsins; við höfum hér ástand sem ósar af æsingi bæði til sálar og líkama og það virðist spegla allt það ferli sem við nútímafólkið köllum sköpunarþrána. Næsta þrep í tilraunastarfsemi Adams dregur athyglina sérstaklega að kjarna tjáningarinnar. Hann finnur klettadrang og krafsar á hann. (9) ABBBBBA sem þýðir ‘rautt’. En hann skrifar þetta með safa úr bláberjum. Síðan skrifar hann (10) BAAAAAB sem þýðir ‘blátt’. En nú skrifar hann með rauðum safa. Hann tekur nú nokkur skref afturábak til að dást að verki sínu og er bara nokkuð ánægður. Táknanirnar í (9) og (10) eru áreiðanlega meta- fórar fyrir eplið. Metafórískt gildi þeirra eykst þó ekki síst þegar kemur til skjalanna efnisleg- ur þáttur, sem sé þegar áherslan færist sérstak- lega yfir á sjálfa tjáninguna. Og þessi aðgerð hefur unrmyndað inntak tjáningarinnar (hvernig hún er handleikin) úr því að vera full- komlega valfrjálst afbrigði í það að vera þáttur sem sjálfur sker sig úr: nú er það form tjáning- arinnar þótt Adam fáist við form tjáningar með máli litanna sem eru í þessu tilfelli í beinni andstöðu við mál orðanna. Annað nokkuð merkilegt hefur líka gerst: fram að þessu hefur verið vísað til rauðra hluta á óbein- an hátt og þar við mátti skeyta táknberanum ABBBBBA (‘rautt’). En núna kemur eitthvað 49

x

Mímir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.