Mímir - 01.07.1987, Blaðsíða 51

Mímir - 01.07.1987, Blaðsíða 51
Og nú fer ekkert á milli mála að „ljóðrænn" metnaður hans er vakinn! Þessi hugmynd að nomina sint numina hefur hleypt ímyndunar- afli hans í bál og brand. Það er nánast Heideggerísk kennd um falskar orðsifjar að verki þegar hann hefst handa með því að veita því athygli að orðið fyrir «epli» (BAAAB) end- ar á stafnum B, rétt eins og öll þau orð sem eiga sérstaklega við um BB hluti, vonda hluti eins og vonsku, Ijótleika og blátt. Fyrstu áhrifin sem estetísk notkun tungumálsins hefur á Adam valda því að hann tekur að sannfærast um að tungumálið sé hluti af náttúrlegri skipan hlut- anna og verði auðveldlega skilið vegna hlið- stæðna við þá veröld sem það lýsir, og maður haldi áfram að ígrunda það og þróa vegna þess að sálin hafi einhverjar dularfullar hvatir til að mynda hljóðlíkingar; tungumálið er hin lög- gilta rödd Guðs. Við sjáum að Adam hneigist til að nota skáldskaparreynslu sína til að setja klukkuna afturábak á fremur afturhaldssaman hátt: í gegnum tungumálið tala guðirnir sjálfir! Öll þessi atburðarás hefur þó ekki síður þau áhrif að Adam tekur að finna til nokkurs steig- urlætis: síðan hann byrjaði á þessu tungumála- brölti sínu hefur hann hneigst til þess að líta á sjálfan sig sem bandamann Guðs. Það er farið að hvarfla að honum að hann sé á einhvern hátt orðinn fremri Evu. Hann er farinn að ímynda sér að hæfileikinn til skáldskapar sé la différence. Og þó er Eva engan veginn ósnortin af ástríðu maka síns til tungumálsins. Hún bauk- ar bara við það af allt öðrum ástæðum. Hún hefur nú þegar átt fund sinn við Snákinn og það litla sem hann hefur getað sagt við hana (með hinu snautlega tungutaki aldingarðsins) hefur trúlega magnast upp af gagnkvæmum hlýhug sem vér rannsóknarmenn getum með engu móti farið að greina, enda táknfræðinni hollast að „tipla þegjandi fram hjá því sem hún getur ekki tjáð sig um.“ En sem sé, Eva er með í leiknum. Hún út- skýrir það fyrir Adam að ef orðin eru Guðir, þá sé það í hæsta máta einkennilegt að Snákurinn (ABBBA) skuli hafa sömu endinguna og þau orð sem standa fyrir fallegt, gott og rautt. Eva lætur ekki þar við sitja og sýnir fram á að skáldskapurinn leyfiralls kyns leiki með tungu- málið: (14) ABBA ABBBBA ABBBBBA ABBBA «Góður, fallegur og rauður — er Snákurinn» hljóðar Ijóðið hennar Evu og þarna má sjá nákvæmlega sama formræna samræmið og var í Ijóði Adams (12). Sökum næmleika síns hefur Evu auðnast að ganga enn lengra og því státar ljóð hennar af kontrapunkti milli lipurrar klif- unar í byrjun og svo aftur kliðmjúks ríms í lok- in. Tök Evu á skáldskapnum setja á ný á odd- inn vandamálið stóra um innri mótsagnir sem Ijóð Adams virtist vera búið að breiða yfir. Hvernig má það vera að Snákurinn jafngildi formlega þeim hlutum sem málkerfið útilokar að hann hafi nokkur vensl við? Velgengnin stígur Evu til höfuðs. Hún gerir sér óljóst í hugarlund að hægt sé að finna nýja aðferð til að skapa duldar samsvaranir milli forms og inntaks og þær megi nýtast til að búa til nýjar mótsagnir. Það mætti til dæmis reyna nýja runu þar sem hver stafur yrði rannsakaður af smásmygli og reyndist þá vera búinn til úr öðrum sem væri merkingarlega í andstöðu við hann. En til að fara að leggja stund á þvílíka „konkretljóðlist" af einhverju viti þarf umtals- verða leikni í skrift sem Eva hefur alls ekki enn náð. Adam tekur því málin í sínar hendur og býrtil enn margræðari runu: (15) BAA-B Hvað skyldi nú auða bilið geta þýtt? Ef það er í raun og sannleika autt hefur Adam tjáð hugtakið «vont» með ofurlitlu hiki; en ef eyð- an reynist vera bil (sem einhver tilfallandi hávaði hefur kæft) þá kemur það eitt til greina að þarna hafi verið auka-A sem merkir að hann hefur sagt «epli». Nú kemur að því að 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.