Mímir - 01.07.1987, Side 57

Mímir - 01.07.1987, Side 57
Nokkur málfræðitímarit á Háskóla- bókasafni Ritstjórar eru: J^rgen Christian Hansen (rithöfundur, fæddur 1956), Carsten Jensen (gagnrýnandi, fæddur 1952), J^rgen Flindt Pedersen (starfar við Danmarks Radio, fæddur 1940) og May Schack (gagnrýnandi, fædd 1953). Fredag dregur nafn sitt af vini Robinson Crusoe, og kemur út 6 sinnum á ári. í stíl og efnisvali er Fredag undir áhrifum frá hinum svokallaða post-módernisma. Það er vel við hæfi að hafa tímaritið með undir hendinni, þegar maður fer á nýju, post-modernistísku kaffihúsin í miðborg Kaupmannahafnar (eða jafnvel á Hressó eða Café Gest). Sama verður ekki sagt um BLM, sem minnir helst á bækling frá einhverju ráðuneyti (Skírnir!). Fredag er til á bókasafni Norræna hússins. Að lokum; í bókasafni Norræna hússins eru til um það bil 180 tímarit, og að minnsta kosti 30 þeirra má kalla bókmenntatímarit. Keld Gall Jorgensen, sendikennari í dönsku. Arkiv för nordisk fdologi er gefið út í Lundi í Svíþjóð, og hefur komið út í rúm hundrað ár; eitt hefti á ári. Það birtir einkum greinar um sögulega málfræði norrænna mála, og þar hafa birst margar greinar sem varða íslenska mál- sögu. Einnig birtir ritið oft greinar um samtíma- lega málfræði, og þar hefur einnig talsvert kom- ið af íslensku efni. — Ritið er allt til á Háskóla- bókasafni. Journal of Linguistics er gefið út af Breska málvísindafélaginu og er almennt málfræði- tímarit. Komið hefur fyrir að þar hafi birst greinar um íslensk efni, þótt það sé afar fátítt. — Ritið ertil á Háskólabókasafni frá upphafi. Language er gefið út af Ameríska málvísinda- félaginu, og hefur komið út í rúm 60 ár; íjögur hefti á ári. Það birtir greinar um hin fjölbreytt- ustu efni, samtímaleg og söguleg, og ýmis tungumál. Greinar um íslensk efni hafa mjög sjaldan birst þar. — Ritið er til á Háskólabóka- safni, nema nokkrir fyrstu árangarnir; það er hins vegar til allt á Landsbókasafni. Lingua er almennt málfræðitímarit, gefið út í Hollandi og hefur komið út í u.þ.b. 30 ár. Þar hafa birst greinar sem varða íslensku, en mjög sjaldan. — Síðustu 20 árgangar eru til á Há- skólabókasafni. Linguistic Inquiry er tæplega 20 ára gamalt rit og koma tjögur hefti á ári. Það má telja höf- uðtímarit þeirra sem fást við „generatífa“ mál- fræði, enda gefíð út við skóla Chomskys sjálfs, MIT í Bandaríkjunum. Þar birtast nær ein- göngu mjög fræðilegar greinar sem taka mið af nýjustu hræringum í þessum fræðum; umljöll- unarefnið er oftast samtímaleg setningafræði og hljóðkerfisfræði, einkum ensku, en líka ýmissa annarra mála. Stöku sinnum birtast þar greinar um íslensku, og talsvert oft má finna ís- lensk dæmi í greinum sem annars fjalla um önnur mál. En þetta er ekki auðveld lesning þeim sem hafa litla þjálfun í þeim hugsanagangi sem býr að baki. — Ritið er til á Háskólabóka- safni, nema tveir fyrstu árgangarnir. 57 L

x

Mímir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.