Mímir - 01.07.1987, Side 58

Mímir - 01.07.1987, Side 58
Linguistics Abstract er rit sem hefur verið gefið út í Oxford sl. tvö ár, íjögur hefti árlega. Það birtir nær eingöngu útdrætti úr greinum sem birst hafa í ýmsum tímaritum víða um heim. Mörg þeirra rita eru ekki til hér á landi, þannig að þetta kemur sér ákaflega vel; þarna er hægt að fá nasasjón af efni greinanna og meta síðan hvort ástæða sé til að panta ljósrit af þeim. — Ritið er til á Háskólabókasafni. Nordic Journal of Linguistics er gefið út af Norræna málfræðingafélaginu, og koma tvö hefti á ári; ritið kemur út í Osló, en ritstjórar þess hafa ýmist verið norskir, finnskir eða sænskir. Þetta er tæplega 10 ára gamalt rit sem var stofnað upp úr öðru gamalgrónu, Norsk tidsskrift for sprogvidenskab. Ritið er að mestu leyti á ensku. Það hirtir einkum greinar um samtímalega málfræði norrænna mála, þótt sögulega málfræði sé þar að finna. Margar greinar um íslensku hafa birst þar, bæði sam- tímalegar og sögulegar, og ýmist eftir fslendinga eða aðra. — Ritið er til á Háskólabókasafni, og forveri þess einnig. Nowele er tímarit um sögulega málfræði, gef- ið út í Oðinsvéum, og hefur aðeins komið út í þrjú ár; tvö hefti á ári. Það birtir eingöngu greinar um sögulega málfræði og samanburðar- málfræði, og þar hafa komið greinar sem varða sögu og forsögu íslensks máls. — Ritið er til á Háskólabókasafni. Phonetica er eitt helsta hljóðfræðitímarit heims, gefið út í Sviss. Þar hafa birst nokkrar greinar um íslensku. — Háskólabókasafn erný- byrjað að kaupa ritið, en eldri árgangar þess eru hér ekki á söfnum. Eiríkur Rögnvaldsson Mímir þakkar eftirtöldum aðilum veittan stuðning Bókaútgáfa menningarsjóðs og þjóðvinafélagsins Skálholtsstíg 7 Reykjavík s. 621822 Eyjaprent h.f. Strandvegi 47 Vestmannaeyjum Sparisjóður Vestmannaeyj Vestmannaeyjum Rúnar Gunnarsson arkitekt F.A.Í. Vinnustofa Klapparstíg 25-27. S. 21014 Sölustofnun lagmetis Síðumúla 37 Reykjavík Vinnslustöðin hf. Vestmannaeyjum Samfrost Strandvegi 50 Vestmannaeyjum Samtog sf. Vestmannaeyjum Lifrarsamlag Vestmannaeyja Hraðfrystistöð Vestmannaeyja hf. Strandvegi 50 Vestmannaeyjum Vestmannaeyjum. 58

x

Mímir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.