Mímir - 01.07.1987, Side 63
3.2 Prósentur
3.2.1
Ef þeir sem aðhyllast það kerfi að miða alltaf
við hærri töluna, og segja t.d. að talan tuttugu
sé fjórðungi (sínum) hærri en talan fimmlán,
ætla að vera sjálfum sér samkvæmir, finnst mér
að þeir verði að segja á sama hátt að 20 sé 25%
(sínum) hærri tala en 15. En eins og mig grun-
aði þá eru það langflestir sem segja að 20 sé
331/3% hærri en 15 (eða sambærilegt). Enda er
hætt við að málin færi eitthvað að skolast til
t.a.m. í utanríkisviðskiptum ef ekki væri beitt
sömu aðferðum við prósentureikning hér og
annars staðar.
Skylt þessu væri það ef menn væru ekki á
eitt sáttir um hvernig reikna skyldi sér gróða
eða tap, einn miðaði við hærri tölu, annar við
lægri og sá þriðji á víxl við þá hærri og lægri.
Ólafur Daníelsson (1914:35) tekur af öll tví-
mæli um þetta í Reikningsbók sinni:
En það er hvers manns siður að reikna sjer
gróða eða skaða í kaupum, eftir þeim pening-
um, sem hann leggur út.
Eins hefur átt sér stað umræða í sambandi
við vaxtahækkanir. Ef vextir t.d. væru 10% og
til stæði að hækka þá í 11% nemur hækkunin
þá 1% (úr 10 í 11) eða 10% (10 þurfa að hækka
um 10% til að verða 11)? Sumir hafa reynt að
nota orðið prósenlustig til þess að fyrirbyggja
misskilning en aðrir jafnvel séð sér hag í því að
orð þeirra gætu hugsanlega skilist ranglega.
3.2.2
Síðar í kafla sínum um prósentureikning
segir Ólafur Daníelsson (1914:36):
Svona er það ætíð, að ef vara hækkar í verði og
lækkar jafnmikið, þá er hækkunin fleiri % en
lækkunin, því að hækkunin er reiknuð eftir
lægra verðinu, en lækkunin eftir því hærra.
Og þarna er kannski komin skýringin á því af
hverju allir eru ekki á eitt sáttir um það hvaða
viðmiðunarkerfi skuli nota. Ef til vill hefur í
öndverðu alltaf verið miðað við hærri töluna,
bæði þegar lækkað var og hækkað (fimmtungi
sínum hærra, fjórðungi sínum lægra). Þar sem
orðasamböndin helmingi meira og helmingi
minna hafa án efa verið algengust hafa þau fest
sig rækilega í sessi. Þegar svo farið er að nota
prósentureikning þar sem ýmist er miðað við
stærri eða minni töluna, eftir því hvort lækkað
er eða hækkað, er það fært yfir á hitt (þriðj-
unga-, fjórðunga-) kerfið og menn taka að segja
fjórðungi hærra og fjórðungi sínum lægra, þ.e.
miða á víxl við hærri og Iægri töluna. Eftir
stendur svo helmingurinn, rótfastur eins og
hann var orðinn en hálfpartinn á skjön við nýja
viðniiðunarkerfið, látinn gjalda þess hversu
handhægur og algengur hann var. Til þess að
athuga hvort þess tilgáta eigi við rök að styðjast
þarf að sjálfsögðu að fara fram víðtæk dæma-
söfnun en þangað til (og ef og þegar) annað
kemur í ljós er hún ekkert fráleitari en hver
önnur.
4 Samtímaleg athugun
4.0
Það hefur þegar komið fram að dæmasöfnun
mín skilaði ekki miklum árangri. Því brá ég á
það ráð að kanna lítillega notkun áður um-
ræddra orðasambanda eins og hún er um þess-
ar mundir. I því skyni útbjó ég eyðublað (sjá
hér á eftir) sem ég bað fólk að fylla út eftir
bestu samvisku. Kannski hefði verið betra að
hafa hverja spurningu á sérstökum miða til
þess að ekki yrðu gerðar tilraunir til þess að fá
samræmi milli liða. I stað þess reyndi ég að
leggja ríka áherslu á það við fólk að þetta væri
ekki málfræðipróf og þaðan af síður reiknings-
próf (eins og sumir héldu fram) heldur skyldi
það einungis svara eins og því fyndist að bein-
ast lægi við. Með því að hafa þetta allt á einu
blaði var líka auðveldara eftir á að bera saman
svör hvers einstaklings og jafnvel benda honum
á „ósamræmi" í svörum sem þá vakti viðkom-
andi til umhugsunar.
4.1
Allar spurningar (utan C b)) gengu út á það
að fá að vita hversu miklu hœrri ein tala væri
en önnur og um aukningu. Ég lagði prófið fyrir
63