Mímir - 01.07.1987, Blaðsíða 68

Mímir - 01.07.1987, Blaðsíða 68
andstæðusýn er, samkvæmt Cixous, að drif- krafturinn innan hennar er dauðinn. Þ.e.a.s. til þess að annar þáttur parsins öðlist merkingu verður hann að útrýma hinum. Eins og ljósið þarf að útrýma myrkrinu til að öðlast merk- ingu og öfugt. Þannig ríkir sífelld spenna og þarátta innan hvers andstæðupars. Þessi barátta fyrir merkingunni er stöðugt að verki og er „sigurinn“ lagður að jöfnu við virkni og „ósigurinn“ við óvirkni. I slíkri andstæðuhugs- un, sem er samofin gildismati karlveldisins, er hinn „karllegi þáttur“ ætíð sigurvegari og þ.a.l. tengdur virkni en hinn „kvenlegi þáttur“ tapar og er tengdur óvirkni. Þannig leggur karlveldið konuna og hið kvenlega ætíð að jöfnu við óvirkni og dauða og útilokar þar með að konan fái nokkuð jákvætt rými í menningu karlveldisins. „Annað hvort er konan óvirk, eða hún er ekki til.“2 Undir fyrirsögninni „hvar er hún?“ setur Cixous upp eftirfarandi andstæðurpör sem grundvallar-andstæðurnar í sýn karlveldisins: VIRKNI/ÓVIRKNI SÓL/MÁNI MENNING/NÁTTÚRA DAGUR/NÓTT FAÐIR/MÓÐIR SKYNSEMI/TILFINNINGAR RÖKFESTA/VIÐKVÆMNI LOGOS/PATHOS3 Á þessum grundvallar-andstæðupörum byggir vestræn menning og orðræða karlveldis- ins. Ef gengið er út frá kenningum Héléne Cixous má sjá að forsenda þess að karlveldið haldi sessi er að ekki verði hróflað við þessari andstæðuhugsun. Ein af meginforsendunum hlýtur því að vera að konur haldi sig innan þess óvirka sviðs sem menningin ætlar þeim og reyni ekki að sundra andstæðunum með því 2Toril Moi op.cit. bls. 105. 3Yfir þessi hugtök eru engin nothæf orð til í íslensku. Logos þýðir annars vegar orð og hins vegar hinstu rök eða t.d. að tileinka sér hina karllegu þætti, að brjót- ast út af sínum „menningarlega bás.“ Það er kannski einmitt það sem átt hefur sér stað í kvennabaráttu síðustu áratuga, að konur hafa ráðist gegn þessari andstæðusýn og reynt að skapa sér jákvætl rými innan hins virka sviðs. En hvernig birtist þessi andstæðusýn í bók- menntum? Er hægt að greina hana og þá baráttu sem á sér stað milli þessa tveggja sviða, sem ráðandi afl innan tiltekins bókmennta- verks? Héléne Cixous hefur, í framhaldi af þessum hugmyndum, sett fram kenningu um það sem hún kallar kvenlegan rithátt sem er n.k. tilraun rithöfunda til að brjóta niður andstæðusýnina, losa tungumálið úr viðjum hennar og kanna nýja möguleika. Þennan rithátt er, eins og gef- ur að skilja, aðallega að finna í nútímabók- menntum og er tilkoma hans að rnörgu leyti tengd frelsisbaráttu kvenna. Um slíkan rithátt er ekki að ræða í Dalafólki /, heldur er ritháttur Huldu mótaður af fyrr- greindri baráttu milli ósættanlegra andstæðna. Að því leyti er verkið skilgetið afkvæmi síns tíma: Dalafólk I kom út í Reykjavík árið 1936, í þjóðfélagi sem skapaði konum ekki mikið jákvœtt rými. Hér verður því athugað hvernig þessi andstæðusýn birtist í verkinu og hún skoðuð með tilliti til tvenndar-kenninga Cixous um heimsmynd karlveldisins. A Portrait of the Artist as a Young Woman? Dalqfólk / er þroskasaga ísólar Árdal. í fyrstu köflum bókarinnar er ísól lýst sem barni er elst upp í faðmi föður síns, fóstru og náttúr- unnar. Sagan lýsir uppvexti hennar og þroska- ferli á þann hátt að einungis er brugðið upp svipmyndum úr lífi hennar á þroskaárunum en megináhersla er lögð á innra líf hennar, lang- anir, þrár og drauma. Draumar ísólar og þrár lögmál tilverunnar. Pathos vísar hins vegar til þess þáttar í listaverki, skáld- eða myndverki, sem vekur samúðar- kennd með þeim er verksins nýtur. Hið samúðarvekjandi. 68
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.