Mímir - 01.07.1987, Blaðsíða 78

Mímir - 01.07.1987, Blaðsíða 78
Ritdómar Lífið er eins og hafið Fríða A. Sigurðardóttir: Eins og hafið Vaka-Helgafell 1986. Skáldsagan Eins og hafið fjallar um afmark- aða veröld sem nokkrar fjölskyldur og einstakl- ingar tilheyra. Þessi veröld er gamla húsið sem persónur sögunnar búa í. Húsið er í eigu athafnamanns í þorpinu er húsið tilheyrir og leigir hann nokkrum fjölskyldum og einstakl- ingum. í risinu búa Petra og Beggi, gömul hjón er vinna bæði í frystihúsinu og þar hefur Steini smiður einnig herbergi. Á hæðinni búa Jón og Þórunn ásamt yngstu dóttur sinni Kristínu. Og þar býr einnig önnur dóttir þeirra, Svana, með börnunum sínum þeim Gullýju og Pésa. í kjallaranum býr Odda ásamt syni sínum Leifa og uppfinningamaðurinn Kjartan. Þær persón- ur sem lesendur kynnast best eru Beggi, Petra, Pési, Steini, Kristín og Gullý því sagan er að miklu leyti sögð til skiptis frá sjónarhóli einhvers þeirra og úr hugskoti þeirra. Svana er líka mikilvæg persóna. Hún er fyrirmynd Kristínar og Gullýjar sem þær vilja þó ekki líkjast. Sagan gerist á einu sumri en vísað er til baka í tíma og einnig er sagt frá þorpinu eftir því sem þörf er á til nánari skýringa og lýsinga á lífi fólksins í húsinu. Styrkur sögunnar liggur í trúverðugum heimi, sérstaklega persónunum sem verða ljós- lifandi fyrir lesendum og langanir þeirra, sorgir og hamingja og einnig daglegt amstur fer að skipta máli út fyrir heim sögunnar. Veröld sögunnar er full mótsagna rétt eins og hið raun- verulega líf manna er. En jafnframt er hún full af hlýju og mannelsku; viðkvæmni og samúð með persónum eins og Steina og Oddu sem verða á einhvern hátt undir í lífinu, bjartsýni og trausti á krakkana, sérstaklega Gullý. Það sem skiptir máli og ræður ákvörðunum manna í veröld sögunnar eru samskipti og samlíf fólks, vinátta, ást og afbrýðisemi, tog- streita, bæling og misskilningur en einnig virðing og hluttekning. Aðalatriðið í lífi fólks- ins í sögunni eru tengsl við aðra og tilfinningar og af þeim þáttum ræðst einnig skipulag og stjórnsýsla í samfélaginu sem sagan birtir. En ekki eru það alltaf jákvæðar tilfinningar sem ráða eins og til dæmis þegar íbúum gamla hússins er sagt upp húsnæðinu. Uppsögnina má rekja til reiði eiganda hússins í garð íbú- anna og sú reiði fær útrás vegna sárinda hans er tengdasonurinn nær ekki kjöri í alþingiskosn- ingum. I fyrsta kafla bókarinnar er dregin upp mynd af sögu hússins eða öllu heldur sögum þess því til eru margar útgáfur af sögunni allt eftir því hver segir hana og hvenær og einnig hvaða ástand ríkir á sögutímanum: í vorrökkrinu breytir gamla húsið um svip, það fær á sig annan blæ þetta hús sem dagurinn ger- ir að hröri. .. (bls. 5). Þannig hvískra þær gömlu konurnar. En kannski er sagan ekki sönn. Hver veit? Það er svo margt sem skolast til í djúpum brunni tím- ans. Sumar segja hana að minnsta kosti öðru- vísi. Allt öðruvísi. (bls. 7). Sífellt er svo vikið að því hversu sannleikur og saga eru afstæð; þau eru háð viðhorfum ein- staklinga og skapi í það og það skiptið og einnig tíma og umhverfi. En hvernig sem útgáf- 78
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.