Mímir - 01.07.1987, Qupperneq 81

Mímir - 01.07.1987, Qupperneq 81
Draumar á hvolfi Kristín Ómarsdóttir: Draumará hvolfi Handrit Þjóðleikhússins, Rvík. 1986 Mjög hefur verið blásið í lúðra vegna grósk- unnar sem sögð er hafa einkennt íslenskt leik- húslíf á liðnum vetri. Aldrei áður hefur viðlíka fjöldi áhorfenda sótt leikhúsin og fjöldi verka á íjölunum sjaidan verið meiri. Liggur nærri að verða neyðarástand hafi skapast af húsnæðis- skorti fyrir leiksýningar. Ymsar grónar bygging- ar borgarinnar fengu nýtt og æðra hlutverk; kirkjur, kjallarar, skemmur og skólar breyttust á einni nóttu í virðuleg leikhús. Það sem sérstaklega hefur glatt hjörtu manna er hinn stóri þáttur íslenskra leikrita á verk- efnalistanum sem vissulega er fjölbreyttur: Land míns föðurs, Upp með teppið Sólmund- ur, Svartfugl, Uppreisn á ísafirði, Djöfiaeyjan, Kaj Munk og af erlendum verkum má nefna Aurasál Moliéres, Þréttándakvöld Shake- speares og Einþáttungur Strindbergs, Hin sterkari. Listinn er alltof langur til að verða tæmdur. Eitthvað er samt loðið á sveimi mitt í allri lofgjörðinni ef gagnrýnum augum er rennt yfir afrekalista liðins vetrar. Það kemur í ljós að alltof mjörg verkanna byggja frekar á fortíð en samtíð. Erlendu verkin eru viðurkennd klassík og helst yfir hundrað ára gömul, þau innlendu einkennast af fortíðargrúski annaðhvort í menn eða málefni, oftar en ekki skrásett af eftirlauna- leikurum vegna þess að engir aðrir eru til að hefja kúlupenna leiklistargyðjunnar til flugs og lendingar á skáldapappa. Vissulega höfða þeir Moliére, Shakespeare og Strindberg til samtímans, klassísk hefð á oft- ast erindi á leikhúsfjalirnar. Einnig getur okkar eigin saga átt erindi í leikhús samtíðarinnar, en hið yfirgengilega fortíðargláp sem einkennt hefur íslenska leikritun að undanförnu getur ekki verið lifandi leikhúsi hollt. Það Ieiðir til þess að menn bakka blindir inn í framtíðina og verða að auki ómeðvitaðir unr sjálfa sig í sam- tímanum. Nýsköpun er forsenda grósku í leikhúsi senr öðrum listformum, hana hefur tilfinnanlega skort. Ég skil ekki alveg hvað leikskáldum gengur til svo einbeittir í bakkgír sem þeir eru. Forði sér frá mér hugsun um efnahagslegar af- komuáætlanir stofnanaleikhúsanna, slíkt má ekki móta leikhússtefnu. Samt er eins og ekkert leikverk yngra en þrítugt skilyrt eftir viður- kenndan höfund, fái þar inni. Einhver hræðsla og ráðleysi virðist forða leikskáldum frá því að íjalla um samtíð sína og reynslu. Reyndar nær kreppa nýsköpunar út fyrir raðir leikskálda. Samfélagsraunsæi átt- unda áratugarins er blessunarlega að líða undir lok, þó einstaka eftirlegukindur birtist okkur enn með sálrænu ívafi t.d. Líf til einhvers og / smásjá. Það ríkir sem sé biðstöðuástand, engin ákveðin listastefna virðist ráða ferðinni og menn átta sig ekki enn á möguleikum fantasíu- raunsæisins fyrir leikhús. í stað þess að glíma við þennan stefnu og viðfangsvanda, taka áhættur og skapa eitthvað nýtt, hafa mörg leikskáld hopað um hæl, þau bíða átekta eftir því að aðrir ryðji brautina, finnandi sér eitt og annað til dundurs undir nostalgískum áhrifum, til að gleymast ekki. Sem betur fer eru undantekningar frá þessari meginreglu undanhaldsins, fáein leikverk með ferskan blæ hafa slæðst innan um: Upphitun 81
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Mímir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.