Mímir - 01.06.1996, Blaðsíða 9

Mímir - 01.06.1996, Blaðsíða 9
„Og þið lítið til okkar br autry ðj endanna! ‘ ‘ Viðtal við fyrsta formann Mímis Undirrituð, núverandi for- maður Mímis, Hildur Gróa Gunnarsdóttir, var send til fundar við Finnboga Guð- mundsson fyrrverandi landsbókavörð ogfyrstafor- mann Mímis. Við spjölluð- um um ýmislegt viðkomandi Mími og birtist eitthvað af því hér á eftir. Finnbogi lumaði á mörgum góðum sögum frá námsárunum, bœði af samstúdentum og kennurum og fékk ég að heyra nokkrar. Honum þótti þó vissara að sumar yrðu áfram einungis varðveittar ( munnlegri geymd og verður sú ósk hans virt. H — Mig langar til að byrja á því að spyrja þig um aðdragandann að því að Mímir var stofnaður. F — Það var verið að stofna þessi félög eitt af öðru í deildunum, við höfðum rætt þetta dálítið og komum okkur saman um að tímabært væri að stofna félag. H — Núna eru um tvöhundruð manns skráðir í íslensku og óhætt að segja að það sé fólk úr öllum áttum. Var þetta ekki fámennur og samstæður hópur á þínum tíma? F — Jú, jú við vorum náttúrulega ekki margir og flestir á sama aldri en það var einn og einn eldri innan um. Finnbogi sýnir mér bókfrá 1951 sem er afmœlis- kveðja til Sigurðar Nordals frá yngri nemendum hans. Þar sést vel að hópurinn er ekki stór og einungis hluti þeirra sem skrifa undir kveðjuna voru, efsvo má segja, samferða honum í náminu. H — Þessi afmæliskveðja segir í raun meira en mörg orð um hve samstilltur hópurinn hefur verið, nemendur fáir og mjög fáir kennarar. Ég held að það yrði ærinn starfi fyrir okkur að útbúa slíka kveðju til allra kennaranna okkar núna. F — Jú, það er óhætt að segja það að hópurinn var mjög samstilltur. Ég man eina sögu í sambandi við nemendafjöldann. Þegar verið var að vígja Arnagarð var þangað boðið mörgum úr fræðun- um og meðal gesta þar var Bjarni Benediktsson. Hann leit yfir hópinn og sagði svo; „ósköp eru þeir orðnir ntargir þessir norrænumenn." Ég vék mér þá að honum og sagði við hann, af því að lögreglu- stjórinn stóð þarna rétt hjá okkur; „ja, sú var tíðin að það voru ekki nema tvö pólití í Reykjavík.“ H — Hafið þið haldið hópinn eitthvað eða bara fylgst hver með öðrum eins og gengur? F — Við hittumst helst á rannsóknaræfingum. Við vorum einungis fimm, sem lukum prófi vorið 1949 og af þeim eru tveir dánir. Einn af eldri nemendum deildarinnar fór í próf með okkur en hætti í miðju kafi. Hann ætlaði að reyna aftur síðar, en varð þá fyrir bíl rétt áður en prófið byrjaði, fótbrotnaði og var fluttur á spítala. Við 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.