Mímir - 01.06.1996, Qupperneq 10

Mímir - 01.06.1996, Qupperneq 10
nokkrir félagar hans heimsóttum hann þangað á sextugsafmæli hans og færðum honum afmælis- gjöf. Ég orti meira að segja til hans vísu undir dróttkvæðum hætti, sem ég held að ég muni enn. Hún var svona: Valdimar hvað veldur, varna grimmar nornir, að fagna né fá bragnar fegins þínum degi. Óskum vér og æskjum, enn munu dagar renna, hátt þú heilum fæti haldir á veg aldurs. Finnbogi skorar á núverandi formann að gera betur en hann skorast undan, að þessu sinni! H — Prátt fyrir fámennið og nálægð nemenda og kennara má samt marka af gömlum fundar- gerðum að þið hafið verið óhræddir við að standa upp og mótmæla kennurunum ef svo bar undir og benda á það sem betur mátti fara. F — Já við gerðum það stundum og settum meðal annars saman áskorun á fyrsta fundinum. Þessi áskorun kann þó að hafa komið kennurun- um nokkuð á óvart, en hún var eitthvað á þessa leið: Að láta hið bráðasta gefa út fyrirlestra í bókmenntasögu og Islandssögu og athuga hvort ekki væri hægt að haga svo prófum að nemendur gætu lokið sér af smám saman, erfitt væri að ein- beita sér ef allar greinar væru hafðar undir í einu, ennfremur að kennsla færi dag hvern öll fram fyrir hádegi eða eftir. H — En þótti þetta ekki gott framtak? F — Jú, jú ég held að það hafi verið þarft að hreyfa þessu. Það er nefnt í fyrsta tölublaði Mímis sem kom út 15 árum eftir að við færðum kennurum okkar þessa áskorun að aðstaða nem- enda hefði batnað til muna. Þó höfðu ekki allar hagræð- istillögur gengið fram, en vakið hefði verið máls á þessu reglulega en jafnan eitthvað staðið fyrir. Á þessum tíma voru allar námsgreinar hafðar undir í einu, það er ekki fyrr en löngu seinna að þetta B.A. nám er tekið upp og menn geta einbeitt sér að einni grein. En þarna höfðum við allt undir í einu og á lokaprófi þurftum við að standa skil á öllu saman. Þannig að þetta gat verið ansi snúið. H — Það verður að segjast að það er ekki nóg um það að nemendur þori að standa upp og segja álit sitt á kennslutilhögun. Heilbrigð gagnrýni og umræða getur aldrei verið nema af hinu góða.Við ætlum þessvegna að halda á næstunni stutta opna fundi um ýmis mál sem við teljum áhugavert og hollt fyrir nemendur og kennara að ræða um. Við vonumst til þess að koma með þessu gagnlegri umræðu af stað. F — Það er náttúrulega alltaf af hinu góða að ræða málin. En þetta er auðvitað mjög breytt, orðið svo fjölþætt, margir kennarar og þyngra í vöfum, allt annað en það var í gamla daga. H — Já þetta er vissulega dálítið flóknara kerfi, við höfum réttindaskrifstofu stúdenta, fulltrúa nemenda í skor og námsnefnd. Margar leiðir eru fyrir nemendur til að koma skoðunum sínum og kröfum á framfæri en okkur sýnist að fólk sé ekki nógu meðvitað um þetta eða feimið að notfæra sér þessa aðstöðu sína. Því er nauðsyn að ræða þessi mál af og til fyrir opnum tjöldum. F — Og þið lítið til okkar brautryðjendanna! H — Já og það leiddi nú bara gott af sér í ykkar tilfelli. F — Já, já það held ég þótt við gjörbreyttum alls ekki aðferðum kennaranna, það var skiljanlegt því að það er mikið verk t.d. að ganga frá fyrir- lestrum svo að maður vilji gefa þá út en þetta voru 8
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Mímir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.