Mímir - 01.06.1996, Blaðsíða 17

Mímir - 01.06.1996, Blaðsíða 17
Matthías Viðar Sœmundsson Þrímynd karlmannsins: hellislistamaðurinn, Jesús Kristur og svarti baróninn „brennur innan heitt hann háður bráðri ónáð“ Stefán Ólafsson Menn hafa allar götur frá seinna helmingi fornsteinaldar vitað það sem dýrin vita ekki: að þeir myndu deyja. Síðan þá hafa þeir táknbúið þessa vitneskju með ýmsum hætti, þeir hafa ort og sungið um dauðann, fært hann í hátíðar- klæði, búið til úr hon- um helgisýningu og hugmyndafræði; dauðinn varð foreldri, saurgun, refsing, afrek, hjálpræði, frelsun, burtför, ímyndun, glæpur, uppreisn, ekkert o.s.frv. Menn hafa með þessu móti reynt að kreppa hnefann um sín eigin örlög, slá þeim á frest í krafti þekkingar eða óljóss fyrir- heits, en uppgötvað um síðir að öll þessi fyrirhöfn var sem reykur og skuggi, saga innantómra og útblásinna tákna. Þessi dauðaþráhyggja hefur auk þess svipt menn vitneskju sem þeir forðum höfðu aðgang að í djúpum afkimum jarðar því málverk sem lituð voru á hellisveggi fyrir um þrjátíuþús- und árum benda til að þeir hafi þá haft dýpri skilning á dauðanum í lífinu en aldirnar sem á eftir fóru. Þessar myndir sýna ekki einasta að menn voru sér vitandi um eigin tortímingu heldur hafði þeim fæðst ástríðufull tilfinning sem kennd er við erótíska lífslyst nú á dögum. Þessi ástríða fléttast á hellisveggjunum saman við dauða, vitund um dauða, með einkennilegum og áleitnum hætti sem hefur annarleg áhrif á nútímamann er nemur ein- ungis andstæðu, eitthvað sem ekki á saman og er eðlisólíkt. Tengslin eru hvað sem því líður til stað- ar í þessari fyrstu list mannkynsins; og þau vísa á frumstæða reynslu, náttúrulegan sannleika, sem siðmenningin hefur hulið orðum líkt og hún fól hellana um árþúsundir. Menn höfðu unnið hörðum höndum frá ómuna- tíð þegar hér var komið sögu. Þeim hafði lærst að virkja vitsmuni sína, kveikja eld, búa til vopn og verkfæri, vinnan hafði mannað dýrið og lagt grundvöll að menningarlegu samfélagi. Það var þó ekki fyrren maðurinn uppgötvaði leikinn, hinn erótíska leik, sem hann varð að manneskju einsog hún er núna skilgreind. Þá fyrst hóf hann sig útfyr- ir dýrslegan uppruna sinn á sviði kynlífs og tilfinn- inga; og þá fyrst varð listin til, tjáning hellisveggj- anna. Þessum manni hafði lærst að setja sér mark- mið jafnframt því sem hann sagði skilið við sjálfvirka, hvatvísa og oft árstíðabundna kynhegð- an dýrsins; kynlíf hans fól í sér merkingu sem tengst hefur þránni sem slíkri því markmið æxlun- ar og fjölskyldu komu vísast síðar til sögu. Þetta var hugstola ástand sem ekki þekktist í heimi dýra að því leyti sem það átti sér vísvitaðan tilgang: að vekja og magna ákveðið ástríðuferli — spennu, fýsn, samræðisunað. Sé túlkun þessi rétt fæddist manneskjan um leið og hún varð sér-vitandi um leikinn og þrá sína. Elstu heimildir okkar um mannlegt tilfinninga- líf, hellamyndirnar fornu, tengja saman kyn- nautn, list og dauðavitund með undarlegu móti. Gott dæmi um það er frægt málverk sem fannst árið 1940 í Lascaux í Frakklandi en á því liggur maður með fuglsásjónu fyrir framan helsærðan vísund sem lagður hefur verið spjóti. Báðir virðast þeir vera í dauðateygjum því maðurinn liggur flat- 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.