Mímir - 01.06.1996, Side 20

Mímir - 01.06.1996, Side 20
stríðsmaður heillaði fólk með ættgöfgi sinni um leið og það fylltist máttvana skelfingu í návist hans. Líf Gilles de Rais laut ekki reglum eða takmörkum venjulegrar tilveru; hann var borinn til vegsemdar sem ekkert fékk staðist fyrir enda leyfðist honum að myrða fátæk börn árum saman án þess að nokkur hreyfði mótmælum. Það var ekki fyrren hann tróð sér tignari mönnum um tær að brugðist var við glæpum hans. Gilles stóð líkt- og aðrir háættaðir aðalsmenn í Frakklandi á hans dögum fyrir utan heim vinnu og skynsemi, líf hans var helgað leiknum, grimmdarlegum nautnum sem voru ekki aðeins skemmtun heldur arfborinn réttur hins ættgöfuga. Það er ekki hægt að útskýra sálarlíf Gilles de Rais með fræðilegum hugtökum en sé orðræða aldanna skoðuð (goðsagnir, þjóðsögur, skáld- skapur, skýrslur) þá kemur í ljós að táknmál glæpsins samsvarar ætíð ofbeldi glæpsins; því trylltari sem hann er þeim mun tignari verður glæpamaðurinn. Þessi upphafning er einhvers- konar viðbragð við óhugsanlegri ofgnótt, útrás sem á sér engin takmörk, óhófi sem ögrar og grefur undan mannlegu viti, mannlegu skipulagi. Því meira sem brjálæðið er þeim mun dýpri kenndir vekur það hjá flestum okkar. Lítilmótleg vonska kveikir fyrirlitningu á meðan hamslaus illska brýtur af sér siðrænar viðjar og hættir þar- með að vera atferli sem hægt er að skýra, verður að eyðileggingarafli sem jafn þýðingarlaust er að fordæma og eldgos eða þrumuveður. Af hverju gerðuð þér þetta? var Gilles spurður þegar réttað var yfir honum; hversvegna og til hvers? spurði dómarinn þótt Gilles hefði rétt áður sagst hafa framið glæpina í samræmi við löngun sína og hug- myndaflug, að einskis manns ráði, einungis fyrir holdlega nautn og ánægju. Æ, minn herra! Hví eruð þér að kvelja sjálfan yður og mig með þessu, svaraði morðinginn, í hreinskilni sagt þá hafði ég enga aðra ástæðu fyrir þessu en þá sem ég hef þegar sagt frá; ég hef sagt yður meira en þetta og nóg til að drepa tíuþúsund manns! Dómarinn vildi vita það sem hver og einn vill vita: hversvegna drap Gilles de Rais, hvað knúði hann áfram, af hverju kvaldi hann fórnarlömb sín? Hann vildi skilja þessa glæpi röklegum skilningi. Gilles hafði hinsvegar hvorki áhuga né getu til að skýra athæfi sitt á skynsamlegan hátt. Hann fann einungis fyrir myrkum sannleika innra með sér, sannleika ófreskjunnar, hamslausri tortímingarfýsn sem engin orð fá lýst og hafði leitt hann frá einu barns- líkinu til annars. Setningin „Nóg til að drepa tíu- þúsund manns!“ er fáránleg en hún gefur innsýn í hugarheim glæpamanns sem allt til loka var svo niðursokkinn í verknað sinn að hann gat um ekk- ert annað hugsað, hann gat ekki horft á sjálfan sig utanfrá, hann var innan í glæpnum ef svo má að orði komast. Barnamorðin endurspegla sálræna óstjórn sem erfitt er að gera sér í hugarlund; hér er eitthvað til lykta leitt, lengra verður ekki gengið. Við getum á hinn bóginn ímyndað okkur þau með hliðsjón af rituðum gögnum, réttarskjölum og játningum sem varðveist hafa og Georges Bataille gaf út árið 1965. Samkvæmt þeim komst Gilles yfir fórnar- lömb sín með margvíslegum hætti, þeim var ýmist rænt eða boðið en endalokin urðu ævinlega hin sömu. Drápin sjálf voru formfastar athafnir líktog helgifórnir Asteka í Mexíkó um sama leyti. Við vitum að Gilles fróaði sér á líkömum fórnarlamba sinna sem ýmist voru drengir eða stúlkur áður en hann hafði endaþarmsmök við þau. Það var þó sjaldgæft að hátíðin hæfist án þess að barnið væri pínt með einhverjum hætti. Gilles lét hengja það uppá snaga svo því lá við köfnun eða þá hann opnaði því æð á hálsi svo blóðið fossaði. Honum leið ekki rétt vel nema fórnarlambið engdist í dauðateygjum. Stundum lét hann afhöfða barnið um leið og mök fóru fram eða þá hann úthellti sæði sínu yfir titrandi líkamann; síðan hélt svallið áfram á meðan líkið var ennþá heitt. Oft settist hann ofaná maga fórnarlambsins og fróaði sér við síðustu fjörbrotin. Honum fannst gaman að horfa. Stöku sinnum lét hann hluta líkamann í sundur, helst á meðan hann var enn kvikur. Hann naut þess meira en kynmakanna sjálfra, segir í réttar- skjölum, enda grunar mann að kynferðisleg nautn (í venjulegum skilningi) hafi skipt hann minna máli en þessi reynsla — að sjá dauðann í verki; hún setti að honum slíkan fögnuð að hann hló þegar helstríðið náði hámarki sínu. Þegar það var um garð gengið faðmaði hann líkið að sér einsog ástríkur faðir en fyrir kom að hann léti opna kroppinn og gleddi sig við blóðstraum innyflanna. Og hann hélt afhöggnu höfðinu að þjónum sínum og bað þá að kjósa á milli þess og höfðanna frá seinustu dögum og vikum — hvert þeirra væri nú fallegast? Síðan kyssti hann höfuðið blóðbitnum vörum og leið útaf einsog logi inní lönd einhvers- konar drauma á meðan leifar barnsins voru brenndar á hlóðagrind við hrís og bjálka. Ævi Gilles de Rais var jafn mótsagnakennd og 18

x

Mímir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.