Mímir - 01.06.1996, Qupperneq 30

Mímir - 01.06.1996, Qupperneq 30
Ingimar Karl Helgason Um breytingu á táknun áherslulausra sérhljóða í elstu íslensku handritunum 1.0. Inngangur1 í elstu íslensku handritunum eru sér- hljóðar í áhersluleysi nær undantekninga- laust táknaðir með a, e og o. Það er ekki fyrr en á 13. öld og síðar að skrifarar fara almennt að nota i og u, í stað e og o, til að tákna áherslulausu sérhljóðin, ásamt a, eins og gert er í dag. Þessi breyting á táknun sérhljóðanna hefur lengi vakið forvitni fræðimanna og margir reynt að skýra hversvegna skrifarar breyttu stafsetningunni. Þessi grein tjallar um nýjustu kenninguna um þetta efni. Hreinn Benediktsson, prófessor, skrif- aði árið 1962 greinina The unstressed and the non- syllabic vowels ofold Icelandic. Þar vann hann úr þeirri hugmynd að breyting á stuttu áherslusér- hljóðunum hafi haft áhrif á táknun áherslulausu sérhljóðana. Til að styðja kenninguna birti hann tölfræði sem sýndi að kenningin væri rétt. Þessi tölfræði er samt sem áður ekki fyllilega marktæk og ýmislegt óskýrt, þannig að ekki er öruggt að þær tölfræðilegu niðurstöður sem Hreinn birtir staðfesti kenningu hans. Meginefni þessarar umfjöllunar er að skoða þessa tölfræði nánar og athuga, með samanburði við Stokkhólmshómilíubókina, hvort þessi kenn- ing stenst. Fyrst verður þó lítillega tæpt á eldri hugmynd- um um breytinguna e-o > i-u2 og fjallað betur um hljóðbreytinguna í kerfi stuttra áherslusérhljóða sem Hreinn telur skýringuna á breytingunum í áherslulausa kerfinu. 2.0. Eldri hugmyndir Fram til þess tíma að Marius Hægstad (2.1.1.) setti fram hugmyndir sínar, var almennt viðurkennd sú skýring að breytingin e-o > i-u, á stafsetningu áherslulausu sérhljóðanna í íslenskum handritum, væri hljóðbreyting. Þannig hefði forsöglegt, áherslulaust i, breyst í e, í elstu íslensku, og svo aftur í i. Sama átti við um forsögulegt u, sem varð o og svo aftur u, eins og það er í dag.3 2.1. Norsk áhrif? 2.1.1. Marius Hægstad4 hélt því fram að i og u hefðu alltaf verið til staðar í íslensku, en tímabundin áhrif frá Suð-vestur-Noregi hefðu orsakað að menn skrifuðu eogoí áhersluleysi. Hann hélt því líka fram að í elstu íslensku hefðu það verið áhrif frá öðru norsku málsvæði sem ollu því að Islend- ingar fóru að skrifa i og u í áhersluleysi. Vildi hann meina að þar kæmi til sérhljóðasamræmi (vowel- harmony) þannig að i og u væru frekar rituð á eftir nálægari sérhljóðum en e og o á eftir hinum. Þetta vildi hann skýra með áhrifum frá norsku, sérstak- lega Þrándheimi þar sem slíkt sérhljóðasamræmi tíðkaðist.5 Brevi fraa erkebispestolen hev utvilsamt vore paa trpndsk, [...] og hadde ljodsamhpve (vokal- harmoni) so der vart mykje endingar med i og u. Soleis var der, som me veit, altid i naar det gjekk ein i i fyrevegen (vitni, biindi), og u naar der gjekk ein u (snúum, sumum); og nettupp i dette hpve maa det vel ha vorte klaart for islendingen — dersom han sjölv hadde i og u i talen — at vokal- erne hadde same klangen i baae stavningar, og at det difor var rettast aa bruka same teiknet paa baae stader (vitni, sumum). 28
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Mímir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.