Mímir - 01.06.1996, Side 39
Kíkt í höfuð konunnar
Viðtal við Ingibjörgu Haraldsdóttur
Ingibjörg Haraldsdóttir er
fædd í Reykjavík 21. októ-
ber 1942, dóttir Haraldar
Björnssonar verkamanns og
Sigríðar Guðmundsdóttur
húsmóður. Hún gekk í
Austurbæjarskólann þar til
hún flutti í Kópavoginn og
var þar í fyrsta og öðrum
bekk í gagnfræðaskóla. Síð-
an lá leiðin í landspróf í
Vonarstræti og því næst í
Menntaskólann í Reykja-
vík. Þaðan lauk hún stúd-
entsprófi vorið 1962. Árið
eftir útskrift kenndi hún
ensku og íslensku í Voga-
skóla en söðlaði síðan um
og hélt til Moskvu haustið
1963. Þar dvaldi hún í 6 ár,
fyrst við rússneskunám en síðan í kvikmyndahá-
skóla. Þaðan lá leiðin til Kúbu þar sem hún bjó
önnur 6 ár og starfaði við leikhús. Heim sneri hún
árið 1975 en árið áður hafði fyrsta ljóðabókin
hennar, Þangað vil ég fljúga, komið út. Síðan þá
hefur Ingibjörg sinnt ritstörfum og við hafa bæst
þrjár ljóðabækur: Orðspor daganna (1983), Nú
eru aðrir tímar (1989) og Höfuð konunnar (1995),
en einnig hefur heildarsafn ljóða hennar verið
gefið út undir heitinu Ljóð (1991). Auk frumsam-
inna ljóða liggja eftir Ingibjörgu fjöldi þýðinga,
Ijóð, leikrit og skáldsögur, m.a. mörg af leikritum
Tsjekhovs og skáldsögur Dostojevskís. Ingibjörg
er nú formaður Rithöfundasambands Islands.
ÞÁ
Þá komu blámenn í strápilsum
öskrandi upp barónsstíginn
vopnaðir bjúgsverðum
úr þúsundogeinninótt
og tyrkjagudda starði á mig
endalausum svörtum augum
utanúr köldum geimi
og einhversstaðar í fjarska
var ísland að sökkva
þá voru nætur langar
og slysum ofnar.
(Þangað vil ég fljúga)
Það er skýr og skemmtileg barnsreynsla sem
birtist lesendum Þangað vil égfljúga, er það barn-
œska Ingibjargar Haraldsdóttur sem þar er lýst?
Já, það held ég, að einhverju leyti að minnsta
kosti, annars eru þetta svo gömul ljóð að ég er
búin að gleyma því. Jú, í einhverjum þeirra eru
minningar sem ég á frá, ja bæði frá dvöl í sveit og
eins úr skólanum.
Samt eru þau öll ort töluvert seinna. Ég byrjaði
eiginlega, æ, ég veit ekki hvenær ég byrjaði að
yrkja, bara þegar ég var krakki. En ég birti ljóð í
37