Mímir - 01.06.1996, Qupperneq 42

Mímir - 01.06.1996, Qupperneq 42
var komin út þá sagði ein ágæt kona við mig að þegar hún hefði lesið bókina hefði hún hugsað: „þessi kona þarf bara að koma heim.“ Það var mikil heimþrá í þeirri bók og ég held að hún hafi verið alveg inni í þessari íslensku hefð, heimþrár- hefð eða útlegðarhefð. Pólitík er yrkisefni margra Ijóða þinna en þó finnast varla beinskeyttar orðsendingar eins og svo mikið var ort afá tímabili. Var aldrei pressa á þér að yrkja beinskeyttar um stjórnmál? Ég held að pressan hafi aðallega komið að inn- an. A þessu tímabili, þegar pólitíkin var mikill partur af lífi manns, og þessi barátta, maður var alltaf að berjast fyrir einhverju, þá var ég oft dálít- ið fúl út í sjálfa mig einmitt fyrir að geta ekki ort beinskeyttar. Ég sat og nagaði blýanta og reyndi eins og ég gat að yrkja einhver svona hvatningar- ljóð en það tókst aldrei, eða mér fannst það aldrei takast. Yfirleitt held ég að mín leið í pólitískum kveðskap hafi verið tilfinningaleg. Það er ein- hvern veginn svo erfitt að yrkja um það sem ekki er komið á tilfinningaplanið. Sumt í pólitíkinni fer inn á þetta tilfinningaplan, og þá getur orðið úr því ljóð. Dæmi? Kannski Nóvemberljóðin í Höfði konunnar. Ég treysti mér ekki til að útskýra þau ljóð. ÞRIÐJA NÓVEMBERLJÓÐ Einsog að missa guð og hafa aldrei átt hann einsog að standa ferðbúin á hafnarbakka og horfa á skipin sigla hjá einsog að missa eitthvað sem enginn átti (Höfuö konunnar) Pú hefur heiminn undir í Ijóðum þínum, notar á einum stað frasann „sambýlismenn á þessari stjörnu" og í öðru Ijóði fjallarðu um skeytingar- leysi okkar gagnvart fjarlœgum heimshornum. Ertu alþjóðasinni? Ég var það þá, mér fannst ég a.m.k. vera mikill alþjóðasinni. Þegar maður er árum saman svona langt í burtu, í allt öðrum menningarheimi, þá fer maður að skynja heiminn öðruvísi. Þegar þú horf- ir á landakort á Kúbu er Evrópa rosalega langt í burtu og þótt hún skipti miklu máli, er hún ægi- lega fjarlæg. Nafli heimsins var það sem var að gerast í Suður-Ameríku og Bandaríkjunum og þar í kring. Þá áttar maður sig á því hvað hlutirnir eru afstæðir og samt er alls staðar fólk og alls staðar einhver vandræði og vesen. En skeytingarleysið finnst mér ennþá alveg hrikalegt. Og það er náttúrulega ekki bara á al- þjóðavísu heldur líka gagnvart stórum málum hérna hjá okkur. Ég hugsa bara ekki eins mikið um þetta núna og ég gerði hér á árum áður. Ég er kannski orðin gömul og þreytt á þessu, það er ekki af því að ástandið hafi batnað neitt mikið. Það er líklega einhver deyfð í manni, eða vonleysi kannski. Maður hefur ekki lengur trú á að hlutirn- ir breytist, hvað sem maður hamast. Hefurðu tekið þátt ípólitík á öðrum vettvangi en í Ijóðunum? Ja, það fer eftir því hvað maður kallar pólitík. Ég hef verið í Alþýðubandalaginu svona öðru hverju, ég veit ekki hvort það heitir að taka þátt í stjórnmálum. Ég hef svo sem aldrei verið nein stjórnmálamanneskja. Það sem höfðaði mest til mín af því sem við getum kallað pólitík er þessi alþjóðahyggja og svo kvennabaráttan, sem er náttúrulega líka alveg þrælpólitísk. Ég var í Rauð- sokkahreyfingunni í nokkur ár en ég tek ekki þátt í kvennabaráttunni núna. Þó snýst hún um mál sem brenna alltaf á manni, þessa hluti sem maður er alltaf að hugsa um sem kona, þetta strögl að vera kona í þessum heimi sem karlar hafa búið til. NOSTALGÍA Ég sakna ekki þess sem var ég trúi ekki á fegurð fortíðarinnar en draumanna minnist ég með trega nú þegar kólnar og dimmir og bilið vex milli þess sem er og þess sem átti að verða. (Nú eru aðrir tímar) Það vœri spennandi rannsóknarefni að fylgja konunni í Ijóðum þínumfrá Þangað vil égfljúga til Höfuðs konunnar, frá barni til fullorðinsára. Maður hefur á tilfinningunni að hún sé skyld þér þessi kona, er hún það? 40
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Mímir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.