Mímir - 01.06.1996, Side 48

Mímir - 01.06.1996, Side 48
Hér skulu nefnd fáein dæmi um orð og orða- sambönd úr Söknuði sem hljóta þar nýtt merking- arbrigði eða eru nýsmíði Jóhanns. „Svefngangi“ er sennilegast nýyrði Jóhanns. Pað er þýðing á latneska orðinu „somnambule“ sem kemur fyrir í mörgum málum (m.a. í ensku, þýsku, dönsku). í þýskri orðabók Grimmsbræðra eru orðin „Schlafwandler“ og „Schlafwanderer“. Eiginleg merking þeirra er gefin með tilvísun í rit eftir Immanuel Kant. Samkvæmt þessu tilheyra bæði orðin þýskri tungu um aldamótin og mega af þeirri ástæðu vel hafa verið Jóhanni töm. „Svefngengill“ er algengari íslenskun á „som- nanbule“ en „svefngangi". „Svefngengill“ og „svefngangi“ koma hvorugt fyrir í orðabók Sigfús- ar Blöndals (1924) og eru samkvæmt seðlaðsafni Orðabókar háskólans óþekkt á fyrsta fjórðungi aldarinnar. Eitt af fyrstu dæmunum, sem til eru um „Svefn- gengil" í íslensku, er í Vefaranum mikla frá Kasm- ír: „Hann vaknaði eins og svefngeingill“. Orðið er gefið upp í Islenskri orðabók Menningarsjóðs (1963) og er það til marks um þegnrétt þess í íslensku. „Svefngangi“ hefur hins vegar hlotið önnur ör- lög en „svefngengill". Engin önnur dæmi finnast í seðlasafni Orðabókar háskólans um þetta orð en úr Söknuði Jóhanns. „Svefngangi“ er ekki í ís- lenskri orðabók Menningarsjóðs (1963) en er að vísu í viðbæti við orðabók Sigfúsar Blöndals (1963) og jafnframt vísað í Söknuð sem heimild. Þetta ágæta orð hefur því ekki náð neinni fótfestu í málinu á sama hátt og svefngengill. Þýðing Jóhanns á „Schlafwandler/Schlafwand- erer“ er í sjálfu sér merkileg en verður hálfu merkilegri fyrir eignarfallseinkunnina sem fylgir: „vanans“. Jóhann þýðir orð sem hefur skýra eig- inlega merkingu en gefur því nýtt óeiginlegt inn- tak. Freistandi er að tengja „svefnganga vanans“ við expressjónisma. Orðasambandið lýsir a.m.k. svipuðum mannskilningi og expressjónistar börð- ust gegn. Það eru einmitt „svefngangar vanans“ sem Johannes Becher hrópar á í kvæði sínu og ögrar til að standa á fætur. I þessum tveimur orðum er fólgin hugmynd sem við fyrstu sýn lætur lítið yfir sér, hugmynd sem árið 1928 hlýtur samt að hafa þótt nýstárleg á íslandi. Lesendum ársins 1996 þarf ekki að þykja hún eftirtektarverð einmitt vegna þess að samsuð- an „svefngengill vanans“ (sem líklega er bergmál af frumlegri mynd Jóhanns í Söknuði, „svefngangi vanans“) er orðin svo rótgróinn hluti af daglegu máli, hljómlítil endurtekning sem flestir taka sér jafnvel hugsunarlaust í munn. „Framandi“ er gamalt íslenskt orð sem Jóhann nýgerir í Söknuði. í Passíusálmum Hallgríms segir (30. sálmi 6. v.): „Framandi maður mætti Kristi, / með honum bar hans þunga kross.“ Símon frá Kýrene, sem var látinn bera kross Krists, var ekki frá Jerúsalem heldur „kom utan úr sveit.“ (Lúkas 23,26). Hann er framandi í þeirri merkingu að hann kemur að utan, hann er ókunnur og ókunn- ugur. í þessari merkingu kemur orðið oft fyrir í íslensku máli fram að Söknuði. Það er þessi merk- ing orðsins sem Jóhann leggur til grundvallar í Söknuði — en eykur við. Maðurinn er ekki ein- ungis ókunnugur (,,framandi“) meðal annarra manna heldur er hann einnig ókunnugur sjálfum sér. Jóhann bindur orðið við einstaklinginn, af- stöðu hans til sjálfs sín: Það er hver og einn „í sínu eigin lífi vegvilltur, framandi maður“. Þessi sjálf- skynjun er algeng í expressjónískum ljóðum og síðar í existensíalískum skáldskap. Hér er nærtækt að álíta að með lýsingarorðinu „framandi" (þ. „fremd") sé Jóhann beinlínis að þýða eitt af mið- lægum minnum í expressjónisma: firringuna, „Die Entfremdung“. Merkingin þenur sig út yfir ís- lenskar samtímavenjur þegar talað er um að mað- ur geti verið sjálfum sér framandi. Raunar kallar þessi málbeiting fram í hugann heiti og inntak franskrar bókar sem kom út áratugum síðar, „L’etranger“. Þar er aðalpersónan einmitt fram- andi sjálfri sér og eigin athöfnum. „Undursamleiki“. Lýsingarorðið „undursam- legur“ er gamalt í málinu en engin dæmi eru úr seðlasafni háskólans um nafnorðið „undursam- leiki“ fyrir þann tíma sem Jóhann orti Söknuð. Þetta orð þarf ekki að vekja sérstaka eftirtekt vegna þess hve afleiðslan af lýsingarorðsending- unni „leg(ur)“ í nafnorðsendinguna „leiki/leikur“ er þjál og algeng. Samt er freistandi að spyrja hvort Jóhann sé hér beinlínis að þýða úr þýsku orðið „Wunderlichkeit“. I Islenskri samheitaorðabók er lýsingarorðið „undursamlegur" gefið upp sem samheiti orðsins „unaðslegur“. „Undursamleiki" er ekki í bókinni en ætti þá samkvæmt þessu að þýða „unaður“. „Wunderlichkeit“ er í Þýzk-íslenzkri orðabók eftir Jón Ófeigsson þýtt sem „kynleiki, undur“ og stenst sú þýðing sé hún borin saman við þýskar orðabækur. 46

x

Mímir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.