Mímir - 01.06.1996, Síða 48

Mímir - 01.06.1996, Síða 48
Hér skulu nefnd fáein dæmi um orð og orða- sambönd úr Söknuði sem hljóta þar nýtt merking- arbrigði eða eru nýsmíði Jóhanns. „Svefngangi“ er sennilegast nýyrði Jóhanns. Pað er þýðing á latneska orðinu „somnambule“ sem kemur fyrir í mörgum málum (m.a. í ensku, þýsku, dönsku). í þýskri orðabók Grimmsbræðra eru orðin „Schlafwandler“ og „Schlafwanderer“. Eiginleg merking þeirra er gefin með tilvísun í rit eftir Immanuel Kant. Samkvæmt þessu tilheyra bæði orðin þýskri tungu um aldamótin og mega af þeirri ástæðu vel hafa verið Jóhanni töm. „Svefngengill“ er algengari íslenskun á „som- nanbule“ en „svefngangi". „Svefngengill“ og „svefngangi“ koma hvorugt fyrir í orðabók Sigfús- ar Blöndals (1924) og eru samkvæmt seðlaðsafni Orðabókar háskólans óþekkt á fyrsta fjórðungi aldarinnar. Eitt af fyrstu dæmunum, sem til eru um „Svefn- gengil" í íslensku, er í Vefaranum mikla frá Kasm- ír: „Hann vaknaði eins og svefngeingill“. Orðið er gefið upp í Islenskri orðabók Menningarsjóðs (1963) og er það til marks um þegnrétt þess í íslensku. „Svefngangi“ hefur hins vegar hlotið önnur ör- lög en „svefngengill". Engin önnur dæmi finnast í seðlasafni Orðabókar háskólans um þetta orð en úr Söknuði Jóhanns. „Svefngangi“ er ekki í ís- lenskri orðabók Menningarsjóðs (1963) en er að vísu í viðbæti við orðabók Sigfúsar Blöndals (1963) og jafnframt vísað í Söknuð sem heimild. Þetta ágæta orð hefur því ekki náð neinni fótfestu í málinu á sama hátt og svefngengill. Þýðing Jóhanns á „Schlafwandler/Schlafwand- erer“ er í sjálfu sér merkileg en verður hálfu merkilegri fyrir eignarfallseinkunnina sem fylgir: „vanans“. Jóhann þýðir orð sem hefur skýra eig- inlega merkingu en gefur því nýtt óeiginlegt inn- tak. Freistandi er að tengja „svefnganga vanans“ við expressjónisma. Orðasambandið lýsir a.m.k. svipuðum mannskilningi og expressjónistar börð- ust gegn. Það eru einmitt „svefngangar vanans“ sem Johannes Becher hrópar á í kvæði sínu og ögrar til að standa á fætur. I þessum tveimur orðum er fólgin hugmynd sem við fyrstu sýn lætur lítið yfir sér, hugmynd sem árið 1928 hlýtur samt að hafa þótt nýstárleg á íslandi. Lesendum ársins 1996 þarf ekki að þykja hún eftirtektarverð einmitt vegna þess að samsuð- an „svefngengill vanans“ (sem líklega er bergmál af frumlegri mynd Jóhanns í Söknuði, „svefngangi vanans“) er orðin svo rótgróinn hluti af daglegu máli, hljómlítil endurtekning sem flestir taka sér jafnvel hugsunarlaust í munn. „Framandi“ er gamalt íslenskt orð sem Jóhann nýgerir í Söknuði. í Passíusálmum Hallgríms segir (30. sálmi 6. v.): „Framandi maður mætti Kristi, / með honum bar hans þunga kross.“ Símon frá Kýrene, sem var látinn bera kross Krists, var ekki frá Jerúsalem heldur „kom utan úr sveit.“ (Lúkas 23,26). Hann er framandi í þeirri merkingu að hann kemur að utan, hann er ókunnur og ókunn- ugur. í þessari merkingu kemur orðið oft fyrir í íslensku máli fram að Söknuði. Það er þessi merk- ing orðsins sem Jóhann leggur til grundvallar í Söknuði — en eykur við. Maðurinn er ekki ein- ungis ókunnugur (,,framandi“) meðal annarra manna heldur er hann einnig ókunnugur sjálfum sér. Jóhann bindur orðið við einstaklinginn, af- stöðu hans til sjálfs sín: Það er hver og einn „í sínu eigin lífi vegvilltur, framandi maður“. Þessi sjálf- skynjun er algeng í expressjónískum ljóðum og síðar í existensíalískum skáldskap. Hér er nærtækt að álíta að með lýsingarorðinu „framandi" (þ. „fremd") sé Jóhann beinlínis að þýða eitt af mið- lægum minnum í expressjónisma: firringuna, „Die Entfremdung“. Merkingin þenur sig út yfir ís- lenskar samtímavenjur þegar talað er um að mað- ur geti verið sjálfum sér framandi. Raunar kallar þessi málbeiting fram í hugann heiti og inntak franskrar bókar sem kom út áratugum síðar, „L’etranger“. Þar er aðalpersónan einmitt fram- andi sjálfri sér og eigin athöfnum. „Undursamleiki“. Lýsingarorðið „undursam- legur“ er gamalt í málinu en engin dæmi eru úr seðlasafni háskólans um nafnorðið „undursam- leiki“ fyrir þann tíma sem Jóhann orti Söknuð. Þetta orð þarf ekki að vekja sérstaka eftirtekt vegna þess hve afleiðslan af lýsingarorðsending- unni „leg(ur)“ í nafnorðsendinguna „leiki/leikur“ er þjál og algeng. Samt er freistandi að spyrja hvort Jóhann sé hér beinlínis að þýða úr þýsku orðið „Wunderlichkeit“. I Islenskri samheitaorðabók er lýsingarorðið „undursamlegur" gefið upp sem samheiti orðsins „unaðslegur“. „Undursamleiki" er ekki í bókinni en ætti þá samkvæmt þessu að þýða „unaður“. „Wunderlichkeit“ er í Þýzk-íslenzkri orðabók eftir Jón Ófeigsson þýtt sem „kynleiki, undur“ og stenst sú þýðing sé hún borin saman við þýskar orðabækur. 46
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Mímir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.