Mímir - 01.06.1996, Blaðsíða 49

Mímir - 01.06.1996, Blaðsíða 49
Af bréfum Jóhanns má sjá að hann bregður oft fyrir sig þýskum orðum vegna þess að íslenskan nægir honum ekki. Á þeim tíma sem hann yrkir Söknuð viðurkennir hann að þýsk tunga liggi hon- um léttar en íslenska. Er fjarri lagi að ætla að Jóhann hafi seilst til orðsins „undursamleiki" í íslensku til að tákna merkingu þýska orðsins „Wunderlichkeit" án þess að gera sér grein fyrir að „undursamlegur“ á íslensku þýðir ekki það sama og „wunderlich“ á þýsku? Samkvæmt því hlyti eignarfallseinkunnin „und- ursamleikans“ aðra, eða a.m.k. víðari, merkingu en venjubundinn skilningur býður. Sé um að ræða þýðingu á „Wunderlichkeit“ er „þrotlaus brunn- urinn“ í Söknuði „undarlegur“ en ekki „unaðsleg- ur“. Slík merking slær hreinni samhljóm við ófull- burða og framandi kenndir kvæðisins og stendur mun nær expressjónískum aldarhætti. Önnur expressjónísk einkenni í Söknuði Sundrað sjónarhorn. Söknuður á það sameigin- legt mörgum öðrum expressjónískum ljóðum að hafa mælanda með sundrað sjálf. Hann skynjar ýmislegt án þess að vita til fullnustu hvað það er; augun eru haldin, hjörtun trufluð. Það er ekki einn mælandi sem skynjar og miðlar heldur ein- hverjir óskilgreindir „vér“. Óákveðinn, sundrað- ur mælandi er algengur í expressjónískum ljóðum. T.d. í Duineser Elegien eftir Rilke sveiflast mæl- andinn milli eintölu og fleirtölu, milli fyrstu (,,mín“) og annarrar („þín“) persónu. Jóhann virðist hafa gaumgæft sjónarhornið í Söknuði og áhrifum þess. „Vér“ er að vísu áber- andi en þar eru líka „ég“ og „þú“, („Unn þú mér heldur um stund“). Og eins og í öðrum ljóðum ex- pressjónismans er inntak persónufornafnanna breytilegt, („þú“ er t.d. ýmist „barn“, „minning“ eða ,,blekking“). Þrátt fyrir að expressjónísk ljóð einkennist af sundruðu sjónarhorni og óvissum geranda er til- hneigingin til að standa saman, að ala önn fyrir náunganum, oft nálæg. Hægt er að benda á ein- stök orð sem koma oft fyrir í skáldskap express- jónista og sýna þetta best: bróðir, systir, félagi, maður, vinátta. Það er þessi nýi mannskilningur sem Jóhann gerir tilraun til að koma á framfæri í Söknuði. í bréfi til Skúla Þórðarsonar segir Jó- hann: „Bræðrahugur hins nýja manns, sem telur sig fjöldans lið og brot, andar úr þessum línum. JÚ, það er reyndar ég sjálfur, sem ég segi frá —• en jafnframt er þetta raunaljóð rnitt, raunaljóð okkar allra. Þetta sýnir sig ennfremur í ytra formi, í fleirtölunni — vér í stað ég-sins.“ Mörg expressjónísk ljóð eru skrifuð í vakning- ar- og hvatningarstíl, orðmörg, óhnituð og tilfinn- ingaþrungin, svokölluð „0-Mensch-Dichtung“. Oft er mælskan í þessari tegund ljóða biblíuleg, einstök orð eða aðstæður eru sóttar í sögur biblí- unnar. Þetta er afar skiljanlegt þegar hafður er í huga heimsslitaboðskapur sumra þeirra og guð- leysisboðskapur annarra. Mensch stehe auf eftir Johannes R. Becher og Duineser Elegien eftir Rilke eru dæmi um slík ljóð. Freistandi er að fella Söknuð undir þessa teg- und expressjónísks skáldskapar því ýmis líkindi gefa tilefni til þess. Þótt Jóhann virðist ekki sækja einstök tákn í rit biblíunnar (eins og t.d. nafni hans Sigurjónsson í Sorg) er samt freistandi að halda því fram að stíllinn sé biblíulegur. Málfar er upphafið, upphrópunin „ó“, sem kemur fjórum sinnum fyrir í ljóðinu, er biblíuleg. Hliðskipaður stíllinn þar sem setningar hefjast á „og“ minnir á 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.