Mímir - 01.06.1996, Blaðsíða 50
stíl guðspjallanna og þó sérstaklega Opinberunar-
bókarinnar, (sjá t.d. 16. k. hennar).
Söknuður eftir hverju?
Söknuður á meðal annars sammerkt mörgum öðr-
um expressjónískum ljóðum að bera heiti sem er
eitt merkingarhlaðið nafnorð. Heitið hjá Jóhanni
vísar hins vegar í allt aðra átt en hjá expressjónist-
um, sem sé til fortíðarinnar, meðan meginein-
kenni á expressjónískum ljóðum er að horfa fram
til komandi tíma. Petta frávik stendur í svo afger-
andi andstöðu við expressjónismann að einmitt
þess vegna er freistandi að líta á það sem undan-
tekninguna sem sannar regluna.
I ljóði Bechers, „Maður rís upp“, er fyrsta línan
eins konar stökkpallur frá ógeðfelldri nútíð til
aðlaðandi framtíðar. Ljóðið felur í sér von um
betri tíma, það er dæmigert fyrir expressjóníska
hvatningu til náungans, til manna og kvenna að
takast á við óbærilegan heim og skapa nýjan.
I Söknuði er fyrsta línan („Hvar hafa dagar lífs
þíns lit sínum glatað,“) stökkpallur til fortíðar.
Ljóðið er um árangurslausa leit sundraðra manna
að ástæðum fyrir þjakandi nútíð.
Nútíðarlýsing í Söknuði fellur mæta vel að lýs-
ingu ýmissa expressjónista á áttlausum og glötuð-
um borgarbörnum. Skynjunin er „óviss“, skiln-
ingurinn er hálfur. Hugurinn er „úrvinda", menn
eigra eins og milli svefns og vöku („Svefngangar
vanans“, eitthvað sem líkist ,,svefnrofum“). Þeir
eru þolendur einhvers sem eitt sinn má hafa verið
mönnum kunnugt (Guð?) en er það ekki lengur.
Vitundin verður fyrst allsgáð í óvissu en ekki
vissu, spurn en ekki fullyrðingu: „Hvar!“ Hið ein-
staka, hið heila, sem á örskotsstund leiftrar af er
samstundis „drukknað í æði múgsins og glaums-
ins“. Og áfram er haldið, „hver sína villigötu“.
Allt ljóðið er vondauf tilraun til að svara spurning-
unni sem borin er fram í fyrstu ljóðlínunni. Sökn-
uður, andstætt expressjónískum ljóðum, er þrung-
inn fortíðarþrá en ekki fortíðaruppgjöri.
„Annars þekki ég nú víst manna best heim-
þrána til íslands. En ég veit jafnframt, að það
Island sem ég þrái, býr aðeins í sjálfum mér — er
fantóm, sem hvergi á sér neitt realítet nema í
minni eigin sköpunarþrá og aldrei verður að virki-
leik nema í gegn um minn sköpunarvilja. Já, ef til
vill erum við hvergi meir í framandi landi en þar
heima á íslandi, eins og það nú er orðið. Ég veit
að ótti minn við lífið þar er borinn af réttu in-
stinkti, — íslenska þjóðin, eins og ég þarfnast
hennar, er hvergi til, nema í minni eigin ósk. Ég
hef í seinni tíð náð í nóg af representöntum hennar
til þess að fá vissu mína í þessu efni, og lendi ég
heima úr þessu, skeður það eingöngu af neyð.“
En fortíðarþráin í Söknuði hverfist ekki einung-
is um sjálfa sig heldur fleygir hún meginhugsun
ljóðsins beint inn í nútímann hverju sinni.
Söknuður býður upp á fjölbreytilega túlkun.
Eitt sem mér finnst að við, sem lifum á hundrað-
asta aldursári skáldsins, getum lesið úr ljóðinu er
hverfulleikinn. Það Þýskaland sem Jóhann bjó í er
horfið, Þýskaland fasismans er einnig horfið,
sömuleiðis er hið tvíklofna Þýskaland kaldastríðs-
áranna horfið. Einhvern veginn virðist það ekki
vera nein tilviljun að Söknuður, þetta ljóð um
hverfulleikann, sé ortur í landi hverfulleikans.
Þótt ljóðið beri heiti sem vísar til fortíðarinnar
bendir það á þverstæðukenndan hátt beint til nú-
tíðarinnar hverju sinni. Með tímanum leitar sú
hugsun æ meira á mann að Söknuður sé ekki
einungis söknuður eftir liðnum athöfnum og
gleymdum stundum heldur felist miklu fremur í
ljóðinu eftirsjá eftir vannýttum tækifærum, eftir
því sem hefði getað orðið — hefði átt að verða —
en varð aldrei.
48