Mímir - 01.06.1996, Blaðsíða 53
lokin í stuttum kafla. Stríðskveðskapur, ferða-
kveðskapur og ástarkveðskapur fær svo sinn skerf
þar inni á milli.
Kveðið fyrir konung
í heiðni voru goðsöguleg efni mjög áberandi í
kvæðum hirðskálda og liggur við að það gildi einu
um hvað verið var að yrkja, alltaf voru hæstvirt
goðin innan seilingar. Oft virðist skipting Robertu
Frank, sem minnst var á hér áðan, ekki fá nægan
stuðning sé miðað við mörg þekkt kvæði: sem sagt
á þann hátt að ef ort er t.d. beint til konungs er
hann samofinn goðunum í kenningum o.þ.h. I
Hákonardrápu Hallfreðar vandræðaskálds er Há-
kon settur í hlutverk Óðins. „Hér er um að ræða
eina samfellda myndhverfingu þar sem talað er
um það hvernig Hákon vann Noreg eins og karl sé
að vinna ástir konu og ganga að eiga hana. Þessi
mynd hverfist öll um þá goðafræði að Jörð var
kona Óðins og sú sem hann átti Þór með.“5 AIl-
mörg dæmi eru um slíka notkun goðafræðinnar í
dróttkvæðum og þá að sjálfsögðu helst í heiðni.
Skáldin voru ekki alltaf í þeirri þægilegu að-
stöðu að þurfa bara að mæra konunginn til að hafa
vinnu hjá honum. Menn eins og Egill Skallagríms-
son lentu í því að þurfa hreinlega að yrkja sér til
lífs. Við slíkt tækifæri kvað hann Höfuðlausn sem
seint verður þó talið til hans persónulegri kvæða,
eins og áðan var gefið í skyn að væri að finna í hans
kveðskap. Ástæðan fyrir því hlýtur að vera sú að
fáurn væri það væntanlega auðvelt að yrkja lof um
mann sem rétt í þessu hefði hótað manni lífláti
eins og Eiríkur konungur blóðöx hafði gert í þessu
tilfelli.
Vellekla (gullskortur) er drápa eftir Einar
skálaglamm þar sem jarlinn er ávarpaður svo og
hirðin. Skáldið telur ástæðu til að fólk hlusti vel
því kvæðið magnist smátt og smátt og greinanlegt
er að skáldið fer ekki varhluta af því að hann muni
gott skáld vera. Konungi er líkt við Þór ásamt því
að minnst er á framgöngu Hákons í varðveislu
heiðins siðar. Kvæðið mun hafa þjónað marg-
þættu hlutverki en ekki verið aðeins til afþreying-
ar. Það átti stóran hlut í að festa konung í sessi en
til þess var leikurinn oft gerður. Skáldin höfðu þó
ekki aðeins það markmið að festa konung í sessi
meðal þjóðarinnar, einnig var þeim annt um að
festa sjálf sig í sessi hjá konungi.
Roberta Frank er þessarar skoðunar. Hún telur
að þeim hafi einnig verið hugleikið að sannfæra
konunginn fyllilega um að hann þyrfti á sér að
halda. Hver konungur var jafnframt varla mjög
merkur nema hann hefði fleiri en eitt skáld við
hirð sína. Verksvið skáldanna var heldur ekki ein-
þætt. Ekki voru þau aðeins skáld heldur oft á
tíðum sendiherrar, ráðgjafar, hermenn og jafnvel
þjónar eða lífverðir. Kvæðagerð þeirra virðist
hafa útlagst sem iðja einhversstaðar á milli þess að
vera starf og tómstundaiðja. Roberta líkir þessu
við það að hafa gráðu í íslensku þar sem hún gæti
veitt einstaklingi atvinnu sem ekki hefði alltaf að
gera með sérgrein þess sem gráðuna hefur/'
Þegar kristni kemur til sögunnar verða skáldin
oftar en ekki að kasta trú í kjölfar yfirmanna
sinna. í kveðskap sem þá fylgdi voru hinar heiðnu
kenningar ekki lengur við lýði en það aftraði
mönnum eins og Hallfreði vandræðaskáldi ekki
frá því að yrkja hina merku Erfidrápu um Ólaf
Tryggvason konung. Stíll Hallfreðar í drápunni
svipar nokkuð til klassísks stíls latínuskálda og
notkun ríms og hrynjandi ber vott um mikla hæfi-
leika. Hetjusagnaminni ber fyrir í kvæðinu en slíkt
mun ekki hafa talist til brots á hinni nýju trú;
kvæðið ber ekki hinn skrauthlaðna stíl heiðnu
kvæðanna en í staðinn er um meiri tjáningu til-
finninga að ræða.
Mikill flokkur manna fylgdi í kjölfar Hallfreðar
og ekki rúm til að telja þá alla upp hér en þó skal
minnst á Sighvat Þórðarson og lausavísu hans sem
er ort eftir dauða Ólafs konungs en endursögn
vísunnar hljóðar svo hjá Vésteini Ólasyni:
51