Mímir - 01.06.1996, Síða 56

Mímir - 01.06.1996, Síða 56
nefnist Húsdrápa. í kvæðinu er sagt frá bardaga Heimdallar og Loka við Singastein; lýst er hvernig Þór atti kappi við Miðgarðsorm og bálför Baldurs. Kvæðið líkist nokkuð norskum kvæðum sömu gerðar en einnig mun vera um áhrif frá Agli Skallagrímssyni að ræða.17 Kvæðið mun ort til Ol- afs bónda í Hjarðarholti af tilefni brúðkaups dótt- ur hans. Þórsdrápa Eilífs Guðrúnarsonar er betur varð- veitt en Húsdrápan en um 20 erindi eru varðveitt af þessu torskilda kvæði. Það segir frá för Þórs til Geirröðargarða og viðureignum hans við ýmis kvikindi á þeirri ferð. Fræðimenn hafa getið sér til um hvort þarna sé um að ræða einskonar vígsluför þar sem Þór kom höndum yfir hamarinn Mjöllni. Nokkuð létt er yfir kvæðinu svo að það jaðrar við skopstælingu á öðrum kvæðum í sama stíl. Lýst er rimmunni við Geirröði en einnig komið nokkuð inn á samskipti Þórs við konur, þ.á.m. dætur Geirröðar. Líkingamálið verður nokkuð tvírætt er þeirri viðureign er lýst og ekki er alveg ljóst hvort um er að ræða lýsingu á ástarfundi eða einvígi. Hugmyndir eru uppi um hvort drápa þessi tengist með einhverjum hætti trúariðkunum við hirð Há- konar konungs, þar sem hún er ort, en ekki eru menn nú strangtrúaðir á það.18 Að lokum er við hæfi að nefna enn eitt dæmi um útlagningu af goðsögulegum efnum hjá hirðskáld- um. Enginn annar en Egill Skallagrímsson á heið- urinn af kvæði þessu en Einar Ól. Sveinsson segir frá 'því í skrifum sínum er hann ræðir um Arin- bjarnarkviðu Egils, sem ort var til Eiríks konungs, að „goðsagan um upphaf skáldamjaðarins, sem Óðinn þá af Gunnlöðu“ sé megin uppistaða vísu einnar í kvæðinu. „Kvæðið „svífur á Eirík konung og hirð hans eins og áfengur drykkur“ (Sigurður Nordal) og menn hlýða á kvæði Egils af slíkri áfergju sem þyrstur maður drekki ýranda full. Kenningin ’hlustar munnum’ gerir þennan þorsta nær áþreifanlegan, líkamlegan, einhvernveginn tröllaukinn.“19 Við skulum enda þetta á því að líta á vísuna, okkur til yndisauka: Þó bólstrverð of bera þorðak maka hæings markar dróttni, svát Yggs full ýranda kom at hvers manns hlusta munnum.20 Heimildir: Egils saga. 1989. Eiríkur Hreinn Finnbogason sá um útg. Reykjavík, Almenna bókafélagið. EinarÓl. Sveinsson. 1947. „Dróttkvæðaþáttur“. Skírnir CXXI, s. 5-33. Frank, Roberta. 1978. Old Norse Court Poetry: The Dróttkvœtt Stanza. Islandica XLII. Ithaca and Lon- don, Cornell University Press. Jónas Kristjánsson. 1975. „Bókmenntasaga“. Sigurður Líndal (ritstj.) Saga íslands II. Reykjavík. Hið ís- lenska bókmenntafélag og Sögufélagið, s. 147-258. Vésteinn Ólason. 1992. íslensk bókmenntasaga I. Guð- rún Nordal, Sverrir Tómasson og Vésteinn Ólason (ritstj). Reykjavík, Mál og menning. Greinin var upphaflega unnin sem námsritgerð í námskeiðinu Miðaldabókmenntir haustið 1995 undir leiðsögn Ásdísar Egilsdóttur. Aftanmálsgreinar 1 Jónas Kristjánsson. 1975: 199. 2 Sama rit: 199. 3 Vésteinn Ólason. 1992: 277. 4 Sama rit: 230. 5 Sama rit: 212-213. 6 Roberta Frank. 1978: 90. 7 Vésteinn Ólason. 1992: 220. 8 Sama rit: 222. 9 Sama rit: 224. 10 Roberta Frank. 1978:103. (Lausl. þýðing.: „Sú sýn á veruleikann sem birtist í goðafræðilegum kveðskap Norðursins er vanalega nokkuð vægðarlaus: sagnir af kvölum, guðlegu ábyrgðarleysi, kænsku, svikum og drungalegu níði blönduðu villimannlegu skopi.“) 11 Sama rit: 142. 12 Sama rit: 143-144. 13 Egils saga. 1989: 106. 14 Vésteinn Ólason. 1992: 218. 15 Roberta Frank. 1978: 165 og 168-169. 16 Sama rit: 155-156. 17 Vésteinn Ólason. 1992: 205. 18 Sama rit: 205-206. 19 Einar Ól. Sveinsson. 1947: 32. 20 Egils saga. 1989: 187. 54
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Mímir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.