Mímir - 01.06.1996, Side 58

Mímir - 01.06.1996, Side 58
mjQk ok sínkr af fé; hann hafði mjQk í hirð sinni allz konar leikara, harpara og gígjara ok fiðlara; hann hafði ok með sér seiðmenn ok alls konar fjQlkunnigt fólk.6 Hér segir frá mönnum sem eingöngu gegna því hlutverki að skemmta konungi og hirð hans. Á slíka menn er einnig minnst í dróttkvæðum vísum. Máni skáld kveður til dæmis um þá vísu fyrir Magnús konung Erlingsson: Gigian fyngr þar er ganga gripa menn til pipu færa fólfcu ftora fram leicarar bleikir vndr er hvæ augum vændir um fa er þytr i trumbu kniðan lit ec a ca/ða kiapt oc blafna hvapta.7 Að hafa leikara og tónlistarmenn til að skemmta hirð sinni er nokkuð sem konungar tóku snemma upp.8 Hið sama er að segja um hirðskáld- in, þau virðast snemma hafa náð vinsældum með- al höfðingja til forna.9 Skáldin gegndu reyndar svipuðu hlutverki og leikarar og tónlistarmenn, að skemmta hirðinni og ekki síst konungi sjálfum. Ætlun mín er ekki að mótmæla því að hirðskáldin hafi gegnt virðingarstöðu hjá konungi enda litið á þau sem fræðimenn eða þessa tíma „sagnaritara“ ef marka má orð Snorra í formála að Heims- kringlu. Á hinn bóginn verður ekki horft framhjá því að þau skáld sem segir frá í konungasögunum eru misvirðuleg. Þegar lesið er um skáldmæltar persónur á borð við Sneglu-Halla og Hreiðar heimska,10 og jafnvel áðurnefndan Mána sem Magnús konungur uppnefndi ávallt og kallaði Tungla, hvarflar hugurinn ósjálfrátt til annarra skemmtikrafta en skálda. Slík „skáld“ skera sig úr í sögunum. Þau eru frábrugðin hinum dæmigerða íslendingi sem heldur út til Noregs og vinnur hylli konungs með hetjulund sinni og dýrum kvæðum. Þau ná hylli konungs fyrst og fremst með því að hegða sér á þann máta sem brýtur í bága við almennar siðareglur, eins og til að mynda er lýst í Konungsskuggsjá, með því að hegða sér eins og fífl. Persónuleiki fíflsins Hermann Pálsson hefur bent á hversu mikið nokkrar frásagnir af íslenskum skáldum í kon- ungasögunum stangast á við þá björtu hiröskálda skuggsjá sem sœmir Heimskringlu.11 Hann lík- ir þessum frásögnum við spéspegla, að í þeim séu hirðskáldin í spéspegli. Þær frásagnir sem Hermann tekur fyrir eru „Þorleifs þáttur jarla- skálds“, „Sneglu-Halla þáttur“, „Hreiðars þáttur heimska“ og „Stjörnu-Odda draumur“. Allarfjór- ar segir hann vera skopsögur í eðli sínu.12 Ég bind mig við tvær af þeim frásögnum sem Hermann tekur fyrir í grein sinni, „Hreiðars þátt heimska“ og „Sneglu-Halla þátt“. Ekki mótmæli ég því að þessar frásagnir beri nokkur einkenni skopsagna og að þær kunni að vera sprottnar af kynnum íslenskra ritsmiða af frönskum fábyljum og öðrum léttúðgum frásögnum úr landsuðri.’3 Mér þykir aftur á móti forvitnilegra að skoða söguhetjurnar Halla og Hreiðar með tilliti til hinna gamalgrónu skemmtikrafta sem fífl óneit- anlega eru, hvort heldur þau eru það að atvinnu eða eðli, nema hvort tveggja sé. Áður en ég sný mér að Halla og Hreiðari eins og þeir koma mér fyrir sjónir í sögunum er rétt að velta fyrir sér persónuleika fíflsins. Skilgreining Britannicu á fíflinu er á þann veg að það sé: „a comic entertainer whose madness or imbecility, real or pretended, made him a source of amuse- ment and gave him license to abuse and poke fun at even the most exalted of his patrons. “14 William Willeford skilgreinir fíflið á svipaðan hátt: The fool is, in short, a silly or idiotic or mad person, or one who is made by circumstances (or the actions of others) to appear a fool in that sense, or a person who imitates for nonfools the foolish- ness of being innately silly or made to look so. In the time of Elizabeth I a distinction came to be expressed between the „natural“ ánd the „artifi- cial“ fool, the latter being the person who „pro- fessionally counterfeits folly“; either could serve as a jester or clown.15 Eitt helsta sérkenni fíflsins er hversu erfitt það á með að fara eftir hverskyns boðum og bönnum. Athafnir þess eru því oft ekki í neinu samræmi við aðstæður og ólíkar því sem aðrir myndu gera. Fíflið gerir sér hins vegar enga grein fyrir þessu, kann ekki að skammast sín og er jafnvel stolt af því að falla ekki inn í fjöldann. Um þetta segir Willeford: The fool is often clumsy as well as stupid. He is lacking, that is to say, in his ability to perceive, understand, or act in accordance with the order of things as it appears to others. His perception, un- 56

x

Mímir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.