Mímir - 01.06.1996, Blaðsíða 67

Mímir - 01.06.1996, Blaðsíða 67
þversniðsrannsókn sinni. Þar könnuðu þeir fram- burð og fleirtölumyndun fjögurra og sex ára barna. Reyndar hafði Margrét Pálsdóttir, sem á þeim árum var nemandi í Kennaraháskólanum, fylgst með máltöku dóttur sinnar frá fæðingu og haldið dagbók um málþróun hennar. Það er fyrsta rannsókn sinnar tegundar á íslandi, sem vitað er um. Þeir sem lesið hafa Sálminn um blómið vita að þar lýsir Þórbergur Þórðarson barnamáli Lillu Heggu. Þórbergur dró auðvitað engar málfræði- legar ályktanir enda var hann að nota málfar hennar í listsköpun sinni. Það er samt auðvelt að sjá hvernig beygingakerfið og hljóðkerfið þróast hjá henni þó að tilgangurinn hafi verið annar en málfræðilegur. Indriði Gíslason og Jón Gunnars- son höfðu hug á að hefja langsniðsrannsókn líka, sem felst í því að sömu börnunum er fylgt eftir í nokkur ár. Það var þó Randa sem stóð aðallega að þeirri rannsókn og hún vakti heilmikinn áhuga á máltöku hjá nemendum bæði í íslensku og í al- mennum málvísindum. Ég tók sálfræðileg málvís- indi hjá henni á haustönn 1981 og síðan máltöku barna á vorönn. Þessi námskeið vöktu áhuga minn á máltökufræðum þó að Randa hafi tekið á þessum fræðum á öðrum forsendum en ég geri seinna. Hún skoðaði máltökuna frá sálfræðilegu sjónarhorni en ég út frá málfræðinni. Ég skrifaði síðan cand.mag. ritgerð hjá Höskuldi Þráinssyni um spurnarsetningar í máli barna árið 1986.“ Hvað gerðirðu að loknu meistaraprófi? „Að loknu cand.mag. prófi í íslenskri málfræði lá leið mín til Kaliforníu og ég hóf doktorsnám við University of California í Los Angeles. Þið munið eftir UCLA bolunum í gamla daga, skammstöfun- in stendur fyrir júsíellei. Ég lauk þaðan doktors- prófi árið 1992 í málvísindum og skrifaði doktors- ritgerð um setningafræði og máltöku hjá Ninu Hyams, sem var minn helsti leiðbeinandi í nám- inu. Það var mjög spennandi að setjast á skóla- bekk í Los Angeles, maður hafði lesið bækur og greinar eftir marga málfræðinga sem kenna þarna. UCLA leggur líka metnað sinn í að vera talinn einn af bestu háskólum Bandaríkjanna í málvís- indum og þeir voru á þessum tíma í harðri sam- keppni við M.I.T. þar sem Chomsky starfar. UCLA hefur öflugt lið kennara, hljóðfræðinga, hljóðkerfisfræðinga og setningafræðinga, til dæm- is má nefna Peter Ladefoged, Bruce Hayes, Tim Stowell, Susan Curtiss, Victoriu Fromkin, og fleiri. Susan Curtiss fæst við sálfræðileg málvísindi og málstolsrannsóknir og Nina Hyams fæst við málfræðilegar rannsóknir á máltöku. Það var mik- il upplifun að fá að sitja í tímum hjá þessum merku málfræðingum og kynnast þeim persónulega.“ Um hvað fjallar doktorsritgerðin þín? „Doktorsritgerðin mín fjallar um afturbeygingu í máli íslenskra barna og ýmis atriði henni tengd. Þegar ég var að vinna að doktorsritgerð minni kom ég til íslands og dvaldi hér í fimm mánuði við rannsóknir á máli íslenskra barna. Ég athugaði meðal annars hvort íslensk börn væru haldin hinni svokölluðu fornafnatregðu, það er hvort þau ættu í meiri erfiðleikum með túlkun persónufornafna, eins og ’hann’ og ’hún’, en staðbundinna endur- vísa, eins og ’sjálfan sig’. Fjöldi athugana á mál- töku barna af ýmsu þjóðerni hefur sýnt að börn ná seinna tökum á túlkun persónufornafna en endur- vísa eins og ’sjálfan sig’. Þá athugaði ég líka hvernig börn læra þær reglur sem gilda um aftur- beygða fornafnið ’sig’ í íslensku og kannaði hvort mismunandi prófaðferðir hefðu áhrif á svör barn- anna. í þessum tilgangi prófaði ég hvert barn með tveimur aðferðum og bar saman svör þeirra á hinu svokallaða aðgerðarprófi annars vegar og mat- sprófi hins vegar. Það kom í ljós að matsprófið gefur mun betri mynd af málhæfni barna en að- gerðarprófið, þar sem barnið er látið leika sér að brúðum og á að framkvæma það sem sagt er. Þar færðu aðeins eina túlkun á setningunni og getur ekki séð hvort barnið leyfi aðrar.“ Hvernig fóru rannsóknirnar fram? „Það tekur heilmikinn tíma að undirbúa svona rannsóknir, að hanna prófgögnin. í mínu tilviki notaði ég leikföng, litlar brúður, og ég þurfti að semja heilmargar sögur um þessar litlu brúður. Við vorum að grínast með það að ég ætti að gefa út smásagnasafn um jólin. Prófgögnin verða auð- vitað að höfða til barnanna og örva þau til þátt- töku auk þess sem þau verða að prófa það sem maður ætlar að prófa. Ég prófaði skilning 55 barna á aldrinum þriggja til sex ára og 10 fullorð- inna á endurvísunum ’sjálfan sig’ og ’sig’ og pers- ónufornöfnunum 'hann’ og ’hún’. Málhafarnir voru prófaðir bæði á aðgerðarprófi og matsprófi sem var þróað af Stephen Crain og Cecilia McKee um miðbik síðasta áratugar. Sú útgáfa af aðgerð- arprófinu sem ég notaði var hið svokallaða „Si- mon-Says-Game“ sem Kenneth Wexler og Yu- Chin Chien hönnuðu en þar eru börnin, eins og ég nefndi áðan, beðin um að framkvæma það sem prófsetningin segir til um. í matsprófinu var skiln- ingur barnanna á sömu setningunum athugaður. I 65
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.