Mímir - 01.06.1996, Page 80
Matthías Johannessen
Ritstýrð sagnfræði,
hetjur og Ijóð
1.
Áhugi minn á fornum
sögum beinist helzt
að þeim sem bók-
menntum, ritstýrðri
sagnfræði; þ.e. skáld-
skap, en ekki
miðaldaheimsmynd
aftan úr öldum þótt
hnýsileg sé; eða
dæmisögu (allegóríu)
þótt hún sé víða á
næstu grösum í góðum skáldskap einsog kunnugt
er og má nefna Innansveitarkroniku sem nærtækt
dæmi, þ.e. guð byggir kirkju, en slíkur dulbúning-
ur þótti höfuðprýði skáldskapar fyrr á öldum og er
þónokkuð algengur í nútímaskáldskap, einkum
ljóðlist.
Yfirburðir íslendinga sagna, ekki sízt Njálu,
birtast í listinni. Þær fjalla um manninn og and-
stæðurnar í eðli hans einsog við þekkjum þær úr
lífinu sjálfu, en ekki t.a.m. grískum leikritum til
forna sem lýsa hetjum og guðum í mannlegu sam-
félagi og leggja áherzlu á guðleg tengsl mannsins.
Þar er andstæðunum í eðli hans að vísu rækilega
lýst og oft með drastískari hætti en í fornsögum
okkar, enda eru þær fremur sprottnar úr lífinu
sjálfu einsog það blasir við venjulegu fólki en ekki
goðsögulegu efni sem er forsenda hómerskviða og
grískra leikrita, hvort sem þau eru gleði- eða
harmleikir.
íslendinga sögurnar eru lífið sjálft. Þær fjalla
um manninn í allri sinni nekt, ekki endilega and-
spænis guðum og goðaheimi heldur umhverfi
sínu. Samt fjalla þessi verk fyrst og síðast um
hetjur eins og fornar grískar bókmenntir, en það
eru hetjur hversdagslífsins sem um er fjallað, þótt
yfirburðir þeirra geti á stundum minnt á goðsögu-
leg einkenni grískra hetja. En íslenzkar hetjur til
forna eru í litlum tengslum við guðina þótt heiðn-
ar séu oft og einatt og lifa sig ekki inn í goðsöguna
nema í dróttkvæðum vísum eða kvæðum sem
sækja dæmisöguna eða tungutakið í goðsagnir ása-
trúar. Þær eru að vísu í rækilegum tengslum við
drauma og örlög, en þó varla meir en við sem nú
lifum eða Sturla Þórðarson sem var sannkristinn
maður en draumspakur með afbrigðum og aug-
ljóslega örlagatrúar í aðra röndina einsog margir
samtímamenn hans. Verk þessara manna bera því
að sjálfsögðu vitni en þó ekki úr hófi fram. Sagna-
skáldskapur þeirra lýsir ekki sízt hugarfari þeirra
og umhverfi, þótt sögurnar eigi að fjalla um fornar
hetjur fyrir og um kristnitöku.
Halldór Laxness hefur jafnvel kveðið svo fast
að orði í samtölum okkar að hann hafi alltaf lesið
fornsögurnar „vegna þess að mér finnst þær
skemmtilegar og áhugasamlegar, en ekki sagn-
fræði“. Og það hefur jafnvel flögrað að honum að
„það væri ekki nokkurt sagnfræðilegt orð í Heims-
kringlu“. Þessi rit, jafnvel konungasögurnar, séu
þannig skáldsagnabókmenntir í eðli sínu og menn
verði að leita sagnfræðinnar annars staðar, enda
koma frásagnir ritanna síður en svo alltaf heim og
saman við gallharðar heimildir.
List Halldórs sjálfs er af sömu rótum runnin.
Það er því óhætt að skyggnast um í verkum hans
með því hugarfari að um sé að ræða svipaðar
skáldsagnatæknilegar aðferðir í ýmsum ritum
hans og við þekkjum af fornsögunum. Tilgátan
stenzt ef farið er í saumana á þessum verkum,
t.a.m. Njálu. Sögurnar eru augljóslega skrifaðar
út úr arfsögnum og umhverfi með sama hætti og
Halldór skrifaði Innansveitarkroniku og Guðs-
gjafaþulu, en í þulunni segir að Islandsbersi hafi
verið hetja eins og Grettir sterki og því hefur verið
ærin ástæða til að skrásetja sögu hans, ekki síður
en Grettlu.
78